. - Hausmynd

.

Frá degi til dags

27.janúar

 

Að skoða atburði og aðstæður í jákvæðu ljósi er mikilvægt.  Styrkurinn, viskan og gleðin sem fylgja slíku viðhorfi leiða til hamingju.  Að skoða allt í jákvæðu ljósi eða í anda góðs vilja, þýðir hins vegar ekki að vera kjánalega trúgjarn og leyfa fólki að notfæra sér góðmennsku okkar.  Það þýðir að hafa viskuna og skilninginn til að raunverulega færa allt í jákvæða átt með því að sjá hlutina í sínu besta ljósi, en hafa samt alltaf augun staðfastlega á raunveruleikanum.

 

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta var eins og talað beint til mín, í morgun.

Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 09:32

2 Smámynd: Dísa Dóra

Hrönn þessi gullkorn gera það ansi oft finnst mér allavega

Dísa Dóra, 27.1.2009 kl. 09:56

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk Dísa mín, nauðsynlegt innlegg í daginn.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 12:58

4 Smámynd: Kolbrún Kvaran

Ó elsku Dísa ég las þetta í gærkvöldi og ég get sko sagt þér að ég verð virkilega að taka þetta til mín þessa dagana.Ég hef sko leyft fólki að notfæra sér mig,en það er bara svo andskoti erfitt að setja stopp á svoleiðis þegarmaður er vnur vina sinna.

" Að skoða allt í jákvæðu ljósi eða í anda góðs vilja, þýðir hins vegar ekki að vera kjánalega trúgjarn og leyfa fólki að notfæra sér góðmennsku okkar. "

Kolbrún Kvaran, 27.1.2009 kl. 14:03

5 Smámynd: Dísa Dóra

Kolla mín ég kannast við hve erfitt er að setja stopp á svoleiðis og veit ekki hvort mér hefur alveg tekist það.  Vona að þér muni takast það.  Ég hef reynt að hafa það í huga að maður er ekki virkilegur vinur ef maður lofar vinum sínum að notfæra sér sig.

Knús á þig

Dísa Dóra, 27.1.2009 kl. 15:17

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Fallegt og satt.

Sporðdrekinn, 28.1.2009 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband