20.1.2009 | 22:21
Litli prakkarinn minn
Ég hef vitað það næstum jafn lengi og litla dóttir mín hefur verið í þessu lífi að hún er algjör grallari og er að komast að því núna að litli bróðir hennar verður sennilega ekkert minni grallari
Þessi elska hefur verið með magakveisu frá því hann fæddist og þó hún sé núna á undanhaldi koma enn einstaka tímabil þar sem að maginn er að stríða honum og líðanin ekki sérlega góð. Eitt slíkt tímabil var í gærkvöldi og var herramaðurinn frekar vansæll og órólegur og ég búin að hafa hann í fanginu í um 2 tíma að reyna að róa hann. Þegar svona er ástatt hjá honum þá ælir hann oft yfir sig og aðra í kring um sig og hefur verið einstaklega laginn við að láta gusuna lenda á milli brjóstanna á mömmu sinni Svosem ekkert erfitt þar sem móðirin er jú einstaklega kvenlega vaxin
Í gærkvöldi endaði líka með því að það kom STÓR gusa frá honum sem lenti en ekki hvar? - jú auðvitað á milli brjóstanna á mömmunni!! Og ég get sagt ykkur að þetta var svo vel miðað að það fór ekki dropi á hann sjálfan eða yfir höfuð annað en þarna.
Þá kom svo sannarlega grallarinn í mínum rúmlega tveggja mánaða gaur í ljós. Hvað haldið þið að hann hafi gert þegar hann var búinn að setja þessa gusu á áðurnefndum stað á mömmu sinni?? Jú hann hló og brosti svo hinn hróðugasti á eftir og enn meira þegar foreldrarnir sprungu úr hlátri yfir grallaranum um leið og þó blótuðu því að þetta móment væri ekki til á video
Já svo sannarlega upprennandi grallari hér á ferð haha
Er hægt annað en að elska svona prakkara??
Þessi litli prakkari er líka yndisleg og á líka stóran hluta í hjarta mömmunnar þrátt fyrir (eða kannski vegna þess) að hún stríði henni oft
Athugasemdir
Ykkur mun sko ekki leiðast á þessu kærleiksheimili næstu árin, það er sko víst og satt. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 22:22
Mikið ofboðslega er þetta falleg mynd af stráknum!! Ég nánast "heyrði" hláturinn sem hefur fylgt. Litla prinsessan mín er alltaf jafn falleg og kát. Já Dísa mín, þú ert svo sannarlega rík og ég er sammála þér að það er ekki annað hægt en að dýrka svona prakkara. Skemmtilegt líf framundan hjá þér. Fullt af hlátri og gleði.
Tína, 20.1.2009 kl. 22:54
Þau eru algjör krútt og ekki hægt að neita því að þau eru bæði með sterkan grallarasvip
Eydís Hauksdóttir, 21.1.2009 kl. 14:10
Algjörir prakkara englar. Ég finn tilfinninguna að vera með svona gull í höndunum ... já það voru góðir tímar!
Knús á þig mín kærasta!
www.zordis.com, 21.1.2009 kl. 17:47
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 14:54
Svo miklir æðibitar bæði tvö
Solla Guðjóns, 23.1.2009 kl. 08:32
alveg ferlega yndisleg börn ! til hamingju með þau !
KærleiksLjós frá konu í Lejrekotinu
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.