13.1.2009 | 10:05
Frá degi til dags
13.janúar
Líf sem er lifað án tilgangs eða gildis, þar sem viðkomandi veit ekki ástæðu þess að hann fæddist, er ánægjulaust og dauft. Að lifa bara, borða og deyja án nokkurar vissu um tilgang er sannarlega líf sem er mettað af heimi hins dýrslega eðlis. Á hinn bóginn, að gera, skapa eða leggja eitthvað af mörkum sem kemur öðrum til góða, samfélaginu og okkur sjálfum og að helga sig þeirri áskorun eins lengi og við lifum það er líf sannrar fullnægju, líf sem hefur gildi. Það er mannúðleg og göfug leið til að lifa.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
Já það er svo sannarlega mikilvægt finnst mér að leggja eitthvað af mörkum fyrir heiminn finnst mér og setja sér markmið og þannig öðlast góðan tilgang með lífinu. Ég hef sett mér mörg markmið og misjafnt hvernig þau hafa tekist til hjá mér en ætli ég verði ekki flinkari í þessu með aldrinum þar sem að mér tekst alltaf betur og betur að ná mínum markmiðum með árunum. Ég hef líka sett mér markmið sem mér fundust svo risastór að ég vissi alls ekki hvernig ég ætti að ná þeim. Búddisminn kennir okkur að það þarf alls ekki að vita leiðina að markmiðinu þegar maður setur sér þau - það að setja sér markmið og horfa á markmiðið gerir að við rötum leiðina. Ef maður setur sér markmið og horfir á leiðina allan tímann gerir að hættan er sú að við missum sjónar á markmiðinu og þannig náum ekki þeim árangri sem við ætluðum okkur. Þetta hef ég haft í huga þegar ég set mér stærri og smærri markmið og hika í dag ekki við að setja mér þau markmið sem ég vil þrátt fyrir að vita ekki hvernig ég á að ná þeim. Ég horfi á markmiðið og held áfram í átt til þeirra án þess að vera að spá mikið í leiðina sjálfa - þannig rata ég best að markmiðinu líka.
Eigið góðan dag kæru vinir.
Athugasemdir
þetta voru útpæld og velvalin orð í upphafi árs....snillingur ertu.... eins og alltaf
Fanney Björg Karlsdóttir, 13.1.2009 kl. 11:20
Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2009 kl. 20:02
Hveru orði sannara. Ég set mér svona stór sem smá takmörk, rita þau og staðhæfi og það yndislega við þetta er að við erum að sjálfsögðu leidd í áttina. Hreinn vilji og stútfullt hjarta af þrá er eina bensínið sem þarf.
Ég gæti sagt þér góða sögu en læt hana hvíla sig svo ég geti lagt í næstu ferð takmarka minna.
Knús og nebbaknús á sætustu dúllur Suðurlands.
www.zordis.com, 13.1.2009 kl. 21:38
Zordís - búin að skila nebbaknúsunum á eina sofandi snúllu og einn yndislega ilmandi nýbaðaðan og nuddaðan (með nuddolíu) herramann. Og takk fyrir fallega hrósið þitt um þau - sem að sjálfsögðu er satt
Dísa Dóra, 13.1.2009 kl. 22:33
Góður pistill sem læra má af.
Takk fyrir þetta.
Solla Guðjóns, 14.1.2009 kl. 14:16
Snilldarfærsla og á svo sannarlega við mig.
Óskar Arnórsson, 17.1.2009 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.