8.1.2009 | 23:19
Andleysi
Andleysi á háu stigi hrjáir mig þessa dagana og ég blogga ekkert og hreinlega hef ekki einu sinn almennilega haft þrek í að lesa bloggin ykkar. Orkan hefur bara farið í að knúsa lösnu ungana mína sem loksins eru að hressast svo þetta er nú allt í fínum farvegi núna. Skottulotta orðin hress og dauðfegin að komast aftur á leikskólann sinn og litli mann allur að hressast þó hann hósti nú enn þessi elska. En er aftur farin að neita brjóstinu svo það eru greinileg batamerki haha
Fallegasta brosið
hmmmm hvað ertu að gera mamma??
Að stríða mömmu sinni
Hérna fáðu þér smá vatn
Eigið góðar stundir kæru vinir - þær ætla ég að eiga
Athugasemdir
Hann er svo mannalegur...og hún..... algjör púki.... svona sætur stríðupúki...
Fanney Björg Karlsdóttir, 8.1.2009 kl. 23:25
Ég held... hún litlaskotta... verði skellibjalla, þegar hún stækkar. Prakkarasvipurinn er kominn nú þegar... (hmm.. hvaðan skildi sá svipur hafa komið?)
Einar Indriðason, 9.1.2009 kl. 00:03
indisleg lítil fændsystkini sem ég .
Hef virkilega gaman af svipnum á henni litlu færku minni.
Knús á ykkur
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.1.2009 kl. 08:34
Einar - hahaha litla skottan er nú þegar orðin skellibjalla Prakkarasvipurinn kemur örugglega ekki frá mér sko - ég er með minn allan eftir
Dísa Dóra, 9.1.2009 kl. 09:55
Ekkert smá flottur áramótapistillinn þinn Dísa Dóra. Ég óska þér gleðilegs og ævintýralegs árs 2009 Megi það verða jafn gott og spennandi og síðasta ár hjá ykkur.
Knús frá Danmörku, Eydís
Eydís Hauksdóttir, 9.1.2009 kl. 10:45
Vá, hvað strákurinn er orðinn stór!! Þetta líður alltof hratt! Dásamleg börn, Dísa mín
Hugarfluga, 9.1.2009 kl. 13:45
Hún er svo mikil - eins og Einar segir - skellibjalla ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 9.1.2009 kl. 14:20
Þú þarft að hvíla þig eftir allar vökurnar og veikindavaktirnar! Dóttir þín er svo mikill karakter og hreint yndisleg sem skín í gegn á myndunum. Hún mun kenna litla bróðir réttu taktana og það verður jafnan líf og fjör í kring um ykkar foreldrana.
Sendi þér orkupúst og orange litaða slæðu sem þú verður að anda að þér.
Talandi um liti, ef þú trúir á orku litanna þá er appelsínugulur litur til að lækna og gott að hafa hann í umhverfinu þegar einhv. er lasarus!
www.zordis.com, 9.1.2009 kl. 22:23
Knús á þig elskulegust og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.1.2009 kl. 22:11
Mikið eru þau yndisleg. Gleðilegt ár og takk fyrir allar góðu færslurnar.
Njóttu andartaksins!
Kæleikskveðja, Sólveig Klara
Sólveig Klara Káradóttir, 11.1.2009 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.