27.12.2008 | 16:52
Jól rólegheita, yndislegra barna og veikinda
Þessi jól voru okkur fjölskyldunni góð þrátt fyrir að veikindi hafi skotið upp kollinum. Litla skottið nefnilega var orðin lasin á aðfangadag og versnaði bara með hverjum deginum þessi elska. Í gær var hún með rúmlega 39° hita eins og hina dagana og svaf bara mestallan daginn og það hefur hún sko aldrei gert áður. Farið var því til læknis í morgun og þótti henni það nú ekki skemmtileg ferð þessari elsku því það þurfti að ná blóðprufu og röntgenmynd og það þykir svona litlum elskum langt í frá gaman. Hún var þó alveg ótrúlega dugleg þrátt fyrir að það þyrfti að stinga í báða handleggi og sæl með verðlaunin sín sem hún fékk í staðinn. Útkoman var svo að skottan er með lungnabólgu. Núna er hún komin með lyf við því og situr í þessum rituðum orðum og syngur hástöfum með söngvaborginni sinni. Ekki hægt að sjá á þessari elsku að hún sé veik - hætt við að mamman væri rotuð inni í rúmi í sömu aðstæðum
Hér var aldeilis pakkaflóð á aðfangadag og daman sæl með það sem hún fékk - svo sæl að hún tók sér nokkra daga í að taka upp pakkana þar sem það þurfti nú að leika með það dót sem úr þeim kom og þá var ekki tími í fleiri pakka sko Snúður litli svaf nú bara enda lítið vit á svona pakkaflóði ennþá. Foreldrarnir voru nú sælastir með það sem kom úr pakkanum frá skottunni sem hún hafði gert á leikskólanum. Dagatal sem var fest á mynd sem hún hafði gert sjálf - og mynd af henni við þá yðju með í pakkanum Fyrsta listaverkið sem við fáum frá henni og vorum við sko himinsæl með þessa gjöf þó að aðrar gjafir væru vissulega líka góðar.
Á jóladag var svo farið í smá hangikjötsveislu heim til foreldra minna. Skotta var alsæl með að hitta frænku sína þrátt fyrir að hún væri samt sárlasin. En svona skottur kippa sér nú ekki upp við slíkt.
Ætlunin var svo að fara í boð til Reykjavíkur um helgina en litla fjölskyldan heldur sig nú heimavið með lungnabólguskottið. Enda notalegt að vera hér í kotinu í rólegheitum og það er vísst lítil hætta á að við sveltum. Tja nema helst litla skottið sem lítið sem ekkert hefur fengist til að borða síðustu daga þrátt fyrir að mikið hafi verið reynt og margt í boði. En það lagast nú vonandi með batnandi heilsu
Litli lasarusinn alsæl með gjöfina frá þeim gömlu
Fallegu ungarnir mínir
Litla símadaman fékk síma og þurfti auðvitað mikið að tala í síma
Frænkuskottin að dansa
Svona sefur yndislegastur stundum
Bræða mömmuhjartabros
Athugasemdir
Gott að það var fundið út hvað var að hjá prinsessunni. Agalegt að fá lungnabólgu en vonandi fer hún batnandi og litla daman hressist og nærist betur.
Myndirnar eru hreint yndi af henni og litla sæta bróður. Þið eruð alldeilis heppin að hafa svon falleg og heilbrigð eintök af lífinu í ykkar vörslu.
Jólaknús til ykkar mín kæra!
www.zordis.com, 27.12.2008 kl. 17:30
Já, vonandi nær litla skottið sér. (Hvað er þá hitt? minnsta skottið? Hmm... Ert þú þá mömmuskottið?)
Gleðilega hátið, og gott nýtt ár :-)
Einar Indriðason, 27.12.2008 kl. 19:34
Fanney Björg Karlsdóttir, 27.12.2008 kl. 20:34
yndislegt bros hjá barninu !!!!!
JólaLjós í hjartað þitt frá mér í Lejrekotinu !
sSteinunn Helga Sigurðardóttir, 27.12.2008 kl. 22:44
Æi litla skottið. Vona að hún nái sér fljött og vel. Hafið það gott heima á meðan
, 27.12.2008 kl. 23:01
Sæl og blessuð
Það stakk mig að vita að litla skvísan þín sé með lungnabólgu.
Megi algóður Guð vernda þessa fallegu stúlku.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.12.2008 kl. 00:24
Æ, stelpuskottið! Vonandi losnar hún fljótt við lungnabólguna. Mikið eru börnin þín falleg, vinkona. Knús og hátíðarkveðjur.
Hugarfluga, 28.12.2008 kl. 19:26
Jólakvitt og ljúfar kveðjur til ykkar :):):)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.12.2008 kl. 19:48
Hæjjj....
Krakkarnir eru alger sjarmatröll ..svo sæt og brosandi útaf eyrum.
Mér finnst fyndið og gaman að heyra að Tekla hafi ekki mátt vera að því að taka upp pakkana.Svona eiga börn að vera
Solla Guðjóns, 30.12.2008 kl. 12:10
Yndisleg börnin þín Hafðu það gott um áramótin
Huld S. Ringsted, 30.12.2008 kl. 21:50
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.