. - Hausmynd

.

Jól

Í mínum huga er þetta hátíð barnanna, fjölskyldunnar, ljóssins og kærleikans.  Þrátt fyrir að ég sé Búddisti eins og þið vitið nú öll þá er ég algjört jólabarn (enda alin upp við jól og í kristinni trú).  Jólin eru bara í mínum huga ekkert sem tengist trú heldur fyrst og fremst tími til að eyða með fjölskyldu og vinum og gleðjast saman yfir lífinu og því sem það hefur upp á að bjóða.  Í mínum huga er það einmitt litlu ljúfu stundirnar yfir jólin sem eru það dýrmæta við jólin.  Þær stundir eru algjörlega mögulegar hvort sem um er að ræða veraldleg gæði eða ekki - þessar stundir er nefnilega ekki hægt að kaupa heldur þurfa að koma frá einlægu hjarta viðkomandi og vilja til að eiga kærleiksríka stund saman.  

Kæru vinir ég vil óska ykkur gleðilegra jóla og vona að hátíðirnar verði ykkur ljúfar. 

Um leið vil ég þakka ykkur skemmtileg samskipti hér í bloggheimum á árinu.

 

Hér á bæ veit ég að við munum eiga ein yndislegustu og dýrmætustu jól sem við höfum átt og er það vegna tveggja stærstu vinninga sem nokkur manneskja getur unnið og eignast Heart

mynd_6c19bbf8

mynd_53027738

 

mynd_ebaf3009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Algjörar dúllur sem þú átt! Hátíð ljóss og friðar sem vonandi allir fá að upplifa með sínum nánustu.

Kærleikskveðja til þín og þinna mín kæra.

www.zordis.com, 23.12.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þau eru náttl. bara yndislegust. Innilega gleðileg jól til ykkar kæra fjölskylda. Kær kveðja Ásdís

Ásdís Sigurðardóttir, 23.12.2008 kl. 11:54

3 Smámynd: Einar Indriðason

Flott.  Stelpan tekur sig sko vel út sem lítil jólasveinka! :-)

Gleðileg jól! :-)

Einar Indriðason, 23.12.2008 kl. 12:01

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Guð gefi þér og þinni fallegu fjölskyldu Gleðileg Jól og farsældum ókomin ár.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.12.2008 kl. 13:37

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég og mín kæra fjölskylda viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum árið sem er að líða.....Jólakveðja

 Linda og Fjölskylda :):):):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.12.2008 kl. 20:49

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Yndislegar myndir af ennþá yndislegri börnum.

Óska þér og þínum gleðilegra jóla.
Kær kveðja
Solla G (ollasak)

Solla Guðjóns, 23.12.2008 kl. 21:12

7 Smámynd:

Megir þú og yndislega fjölskyldan þín eiga gleðilega jólahátíð

, 24.12.2008 kl. 09:01

8 Smámynd: Sigga Hjólína

Fallegar myndir af fallegum börnumGleðileg jól

Sigga Hjólína, 24.12.2008 kl. 16:41

9 Smámynd: Tiger

Gleðilega hátíð Dísa Dóra. Megi guð og gæfa fylgja þér og þínum í framtíðinni. Knús og kram á ykkur öll ..

Tiger, 24.12.2008 kl. 21:55

10 Smámynd: Hugarfluga

Dásamlega falleg börn sem þið eigið!! Gleðilega hátíð og blessun til ykkar allra.

Hugarfluga, 25.12.2008 kl. 18:47

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þvílík fegurð.  Ésús minn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.12.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband