. - Hausmynd

.

Þegar börnin koma.....

....þá eru þau nú vön að ná völdum á heimilinu með sínum aðferðum.  Litla skottan var nú fljót að finna út að best væri bara að brosa því þannig bræddi hún foreldrana algjörlega og fengi þá til að snúast í kring um sig Smile 

Litli herran er nú ekki alveg búinn  að finna út endanlega stjórnunaraðferð (vona ég allavega) en þrátt fyrir það þá stjórnar hann nú miklu á heimilinu nú þegar Wink Hans stjórntæki núna er nú reyndar þannig eðlis að öll fjölskyldan vildi gera mikið til að það væri ekki til staðar - sennilega ekki síst litli anginn.  Hann nefnilega er með einhverja magakveisu og margar nætur fara í ólgu og vanlíðan hjá þessari elsku.  Mikið hefur mamman oft óskað þess að hún gæti nú ropað eða rekið við fyrir litla angann sinn svo honum líði betur Cool

Í nótt var svo pabbinn á vaktinni á meðan ég svaf á mínu græna - svaf reyndar með skottuna mér við hlið þar sem hún var eitthvað óróleg vegna hósta.  Þegar við svo komum framm í morgun blasti þessi sjón við okkur - sá litli hafði vísst ekki náð að sofna fyrr en um kl 5 í morgun og þá bara sofnaði pabbinn í sófanum í stað þess að færa þá inn til okkar stelpnanna. 

Núna liggur skottan upp í sófa og horfir á barnatímann á meðan ég fer bloggrúntinn og bíð eftir að sá stutti vakni í morgunsopann sinn en hann hefur sofið síðan kl. 5.  Húsbandið sendum við inn í rúm og þar sefur hann vært Smile

mynd_e6992acb

Síðan er ætlunin að nýta daginn í að baka smá og jafnvel setja upp jólatréð.  Kannski fer samt jólatréð ekki upp fyrr en á morgun.  Gengur líka fyrir að fara út með skottuna og nýta tímann í þessum yndislega jólasnjó.  Semsagt góður dagur framundan hér á bæ.

Eigið góðan dag kæru bloggvinir Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Æ en sætir feðgar . Gott að þú færð líka að sofa . Það er um að gera að nota snjóinn - svona skottur kunna sko vel að meta hann  Eigðu góðan dag.

, 20.12.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Krúttin

Hrönn Sigurðardóttir, 20.12.2008 kl. 15:30

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Jólakram frá mér

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.12.2008 kl. 21:01

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús í hús og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.12.2008 kl. 23:13

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Þú ert algjört ljós...... finnur alltaf það fallega við allt.......Ég verð oft svona hálfklökk þegar ég er búin að lesa þig..... ekki að þetta sé svona sorglegt..... þetta er svo fallegt......

Knús til þín frábæra kona....

Fanney Björg Karlsdóttir, 21.12.2008 kl. 11:39

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Falleg fjölskylda. Vona að litlu krílin þín fá bata sem fyrst.

Guð gefi ykkur gleðileg Jól og farsæld um ókomin ár.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.12.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband