. - Hausmynd

.

Góður dagur í dag

18. desember er dagur sem ávalt hefur verið góður í mínum huga. 

Þann dag fyrir  71 ári gengu afi minn og amma heitin í hjónaband.  Minnist þeirra með mikilli hlýju í hjarta og sem samhentra hjóna.  Elskaði þau bæði og er stolt yfir að ég ber nafn ömmu minnar Heart Svo skemmtilega vill einnig til að ég eignaðist mann sem ber nafn afa míns þannig að núna eru Dísa og Gummi aftur hjón Smile  Amma var það ung þegar þau giftu sig að þau þurftu að fá konungslegt leyfi til þess.  Þetta konungslega bréf með sínum stimplum var mér síðan afhent á brúðkaupsdaginn minn og af öllum öðrum gjöfum ólöstuðum var þetta svo sannarlega besta gjöfin sem ég gat fengið.  Það var heldur ekki laust við að tárin lækju niður vanga minn þegar ég las það.  Í dag er þetta leyfisbréf innrammað í sérstökum ramma hér uppi á vegg Joyful

Þann dag fæddist fyrir 66 árum maður sem ég hef ávalt litið upp til og elskað.  Ákaflega hjartahlýr maður sem þó hefur aldrei viljað trana sér á nokkurn hátt fram eða að honum sé hampað á nokkurn hátt.  Þetta er jú hann faðir minn - besti pabbi í heimi Heart

Þann dag fyrir 3 árum síðan gifti ég mig.  Það kom ekki annar dagur til greina í mínum huga og var ektamaður minn algjörlega sammála mér í því.  Því urðu það aftur Dísa og Gummi sem giftu sig þann 18. desember Smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn

Hrönn Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 10:37

2 Smámynd:

Til hamingju með daginn  

, 18.12.2008 kl. 13:11

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju elsku Dísa mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 14:25

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Dísa mín til hamingju með daginn knús til Gumma frá okkur.

Og til hamingju með hann pabba þinn skilar kveðju til hans og mömmu þinnar frá okkur  hér.

Ég vil bara segja þér að við áttum líka svo lang bestu ömmu í heimi minna man ég eftir afa því ég var svo lítil þegar hann dó bara 5 ára en man auðvita dálítið,ég geri eins og þú minnist þeirra með hlýju í hjarta,mikið væri nú gaman að kíkja við hjá þér og fá að sjá þetta bréf sem ég hef aldrey séð.

Njóttu dagsins elsku frænka.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 18.12.2008 kl. 18:40

5 Smámynd: Einar Indriðason

Já, til hamingju með daginn :-)

Einar Indriðason, 18.12.2008 kl. 20:00

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Innilega til hamingju með daginn Dísa og Gummi .

Táknrænn í meira lagi.

Solla Guðjóns, 18.12.2008 kl. 23:04

7 identicon

En falleg frásögn, vissi ekki helminginn af þessu.

Verð að fá að sjá leyfisbréfið í rammanum einhvern daginn hjá þér!.

 

Dóttlan (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband