16.12.2008 | 09:02
Frá degi til dags
16.desember
Ytri ásýnd er ekki mikilvæg það sem gildir er það sem er í hjörtum okkar. Eru hjarta til hjarta tengingar? Sumar fjölskyldur eru kannski alltaf líkamlega saman en eru fjarlægar í hjörtum sínum. Sumar fjölskyldur geta aðeins hist í stutta stund en geta notið kjarngóðra og líflegra, hjarta til hjarta, samskipta þegar þær hittast. Fjölskyldur sem deila nánum tengslum sem byggjast á því að leggja eitthvað á sig á hverjum degi, eru fjölskyldur þar sem meðlimunum líður vel og eru sátt við hvert annað, það skiptir engu hvar þau eru eða hvað þau eru að gera.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
Athugasemdir
Takk fyrir þetta elsku Dísa mín, ég sé að ég og mín fjölskylda erum svona hjartafjölskylda, getum ekki eytt svo mörgum stundum saman, en erum alltaf rosaelga vel tengd.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2008 kl. 15:00
Orð dagsins eru yndisleg á afmælisdegi langömmu minnar heitinnar.
Í huganum geta bestu tengslin og tilfinningarnar fæðst, samskipti nútímans og nánd þegar fjarlægðir eru miklar.
Í kvöld ætlum við að skreyta jólatréð og setja upp einhver ljós .... bara gaman!
www.zordis.com, 16.12.2008 kl. 17:51
knús á þig og góða ljúfa nóttina
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.12.2008 kl. 23:46
Svo fallegt og satt.
Anna Einarsdóttir, 17.12.2008 kl. 16:35
verð bara að leiðrétta mig því elsku besta lamman mín átti afmæli 14 des og hefði orðið 108 ára en mér hefur fundist vera 14 í allan dag!
Knús .....
www.zordis.com, 17.12.2008 kl. 20:13
Hæ hjartans vinkona. Það er svo mikið til í þessum orðum þínum. Það vona ég að við (fjölskyldan mín) séum vel tilfinningalega tengd. Ég trúi því að svo sé, en víst er að maður verður að vinna að því á hverjum degi og alltaf má gera betur.
Knús og kærleikur til þín hjartahlýja kona. Takk fyrir að vera til og fyrir að vera þú.
Tína, 18.12.2008 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.