15.12.2008 | 12:42
Góð aðventa
Hér eru dagarnir ljúfir og góðir. Þrátt fyrir að ekki sé enn búið að baka neitt, enn eftir að útbúa einhverjar jólagjafir, enn eftir að skrifa á og útbúa jólakort og ýmislegt fleira fyrir jólin þá erum við fjölskyldan bara mjög slök. Þetta eru atriði sem jú vissulega er ætlunin að gera eitthvað í en enginn nennir samt að stressa sig neitt yfir. Jólin koma jú alveg þó allt sé ekki tipp topp og við vitum vel að jólin í ár verða bara ljúf hjá litlu fjölskyldunni.
Helgin var mjög ljúf og góð. Við renndum í bæinn á laugardaginn og heimsóttum kyrjun sem ávalt er á laugardögum. Mjög ljúft að komast þangað, kyrja smá og hitta félaga. Eftir það setti vinkona okkar upp smá stúdíó og tók slatta af myndum að litu ljósunum okkar. Verður spennandi að sjá hvernig útkoman af því er - sérstaklega þar sem að litla skottið var nú ekkert sérlega spennt fyrir að vera fyrirsæta núna óvenjulegt nokk
Eftir þetta var svo farið til frænda míns sem er Bowentæknir og hann tók litla kút í smá meðferð til að reyna að laga loftmagann hans. Það hefur hjálpað honum þó enn komi smá tímabil af slíku - en þau tímabil eru allavega ekki heilu og hálfu næturnar lengur heldur svona 2-3 tímar í mesta lagi. Kannski við förum bara aftur og prófum hvort það hjálpi enn frekar.
Laugardagskvöldið var ég svo boðin í sextugs afmæli vinkonu en lá gjörsamlega uppgefin í sófanum þar til ég skreið upp í ból snemma það kvöld. En vinkonan skilur þreytta kerlingu og fyrirgefur mér þetta
Í gæri fórum við svo til foreldra minna þar sem við systkynin hittumst ásamt mökum og börnum. Meira að segja bróðir minn sem býr í Noregi var á landinu svo núna vorum við öll systkynin samankomin. Síðan fór allur dagurinn í að baka laufabrauð. Ég er alin upp við þennan sið og finnst algjörlega nauðsynlegt að koma svona saman fyrir jólin og baka laufabrauð. Í mínum huga er þetta einn hluti af jólaundirbúningnum og sá hluti sem ég allra síst vil missa af. Gott að koma saman og baka, spjalla, hlusta á jólamúsík, drekka hvítöl (sem er einn hluti þessarar hefðar okkar) og bara njóta þess almennt að vera saman.
Skottulotta dugleg að skera út sína fyrsku köku
Henni þótt reyndar bara óþarfi að steikja þetta líka - bara hægt að borða þetta svona
Frænkukskottið fékk auðvitað líka að prófa að skera út
Einn hluti af afurðinni
Litli kútur bara steinsvaf - hann fær sko að prófa á næsta ári
Feðginin að fá sér smá pásu frá laufabrauðsbakstri
Á þeim bænum eru allir jólasveinarnir komnir í hús - reyndar ásamt jólakettinum, Grýlu og Leppalúða
Ég endaði svo sunnudaginn á að fara í jólahlaðborð í vinnunni minni og var það bara yndislega æðislega gaman að hitta allt þetta skemmtilega fólk. Sé það alltaf svo vel hve heppin ég er með vinnustað og vinnufélaga eftir svona hittinga. Ekki hægt að hugsa sér betri vinnustað.
Í dag er svo ætlunin að byrja aðeins að baka. Húsfreyjan ætlar að baka eins og eina tegund af formkökum og kannski setja í eina smákökuuppskrift. Húsfreyjan sagðist stræka á að gera Sörur núna svo að húsbandið ákvað bara að prófa sjálfur og ætlar að gera það í dag. Verður spennandi að sjá hvernig útkoman verður
Athugasemdir
yndislegar myndir og frásögn ! dóttir mín er líka að safna þessum jólasveinum, mjög flott !
JólaLjósaKveðjur
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 13:00
Hrönn Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 13:49
Ég var einmitt að skoða síðuna ykkar. Yndislegar myndir.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 14:52
Knús knús í hús og ljúfar yndislegar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.12.2008 kl. 16:08
Æ já það er um að gera að njóta aðventunnar með fólkinu sínu. Þjappa sér soldið saman í myrkrinu. Þau eru nú meiri ljósin þessi börn þín.
, 15.12.2008 kl. 20:25
Tekla litla er svo búsældarleg við laufabrauðin....en hvað er Bowentæknir ?
Knús
Solla Guðjóns, 15.12.2008 kl. 21:55
Yndisleg færsla frá yndislegri konu
Sporðdrekinn, 16.12.2008 kl. 03:05
Hjartatenginginn spyr ekki um kílómetra það veit ég! Yndislegar myndir frænka góð, gaman að sjá litlu maddömurnar í jólaundyrbúning og prinsinn hefur vit á því að sofa á meðan, ekta herramaðurVonandi tókst bakstur húsbóndans vel, hafið það sem best og haldið áfram að vera þið sjálf=yndislegar manneskjur
Anna Ó (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.