12.12.2008 | 14:44
Talandi um falleg ljóð :)
Ég vakna þennan morgun og vel að hann sé góður
vel að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður
ég vel að kúra um stund og staðnæmast við það
hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.
Ég ákveð því að velja að vandamálin fá
vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá
tilverunni ennþá fleiri tilbrigði og fleti
ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.
Og eftir litla stund ég vel að fara á fætur
faðma þennan morgun og allar hans rætur
hita mér gott kaffi af kærleik þess ég nýt
kex smyr með osti í blöðin svo ég lít.
Að endingu ég segi við þig sem þetta lest
þetta er góður dagur, hafðu það sem best
ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni
ég faðmlag þér sendi og kveð þig að sinni.
(höf: Unnur Sólrún - tekið af heimasíðu hennar)
vel að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður
ég vel að kúra um stund og staðnæmast við það
hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.
Ég ákveð því að velja að vandamálin fá
vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá
tilverunni ennþá fleiri tilbrigði og fleti
ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.
Og eftir litla stund ég vel að fara á fætur
faðma þennan morgun og allar hans rætur
hita mér gott kaffi af kærleik þess ég nýt
kex smyr með osti í blöðin svo ég lít.
Að endingu ég segi við þig sem þetta lest
þetta er góður dagur, hafðu það sem best
ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni
ég faðmlag þér sendi og kveð þig að sinni.
(höf: Unnur Sólrún - tekið af heimasíðu hennar)
Athugasemdir
Hvað það er sæt myndin af prinsessunni og Palla hérna neðar á síðunni þinni. Ég ég sá Palla einmitt í morgun á flugvellinum á Akureyri. Nývaknaður og þreyttur en alltaf jafn sætur og sjarmerandi.
Þetta ljóð er yndislegt. Eitthvað sem maður ætti að innramma og hengja upp á vegg í svefnherberginu sínu. lesa á hverjum morgni.
Dísa Dóra takk fyrir að spyrja að þessu með upplesturinn. Því miður var þetta á bókasafninu á Akureyri eini opinberi upplesturinn sem ég hef tekið. Hitt er allt lokaðir fundir og samkomur hjá félögum og fyrirtækjum. Ef það dettur inn annað svona opinber lestur þá lofa ég að reyna að muna að auglýsa það á blogginu mínu.
Jóna Á. Gísladóttir, 12.12.2008 kl. 16:55
Ég keypti af henni nýjustu ljóðabókina hennar, er að glugga í hana á kvöldin, yndisleg lesning. Kveðja til ykkar
Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 16:55
Unnur Sólrún er sólargeislinn minn í efnahagsþrengingunum. Ég reyni að lesa eitt ljóð á dag eftir hana úr ljóðabókinni Kærleikskitl - óbærileg lífshamingja sem er hreint út sagt algjörlega frábær ljóðabók!
Hrönn Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 19:36
Yndislegt ljóð alveg!
Og Tristan jafnsætur og stórasystir
Kolla Kvaran (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 00:02
Knús knús og ljúfar yndislegar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.12.2008 kl. 19:33
Ótrúlega flott ljóð og flottur höfundur...
Er líka búin að kíkja reglulega í bókina hennar...
Bergljót Hreinsdóttir, 14.12.2008 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.