. - Hausmynd

.

Himinlifandi dama

Hér á bæ er skottan algjörlega heilluð af einum manni og hann er hennar IDOL (já með stórum stöfum).  Ef hún heyrir í honum í sjónvarpinu þá kemur hún á harðahlaupum og byrar að syngja og dansa á fullu.  Auðvitað er þetta enginn annar en hann Palli okkar Smile  Ef Byr auglýsingin kemur til dæmis þá er daman komin á harðahlaupum og geislar af gleði. Einnig sat hún algjörlega heilluð og horfði á þegar Palli var hjá Ragnhildi Steinunni um daginn.

Undanfarið höfum við því verið að spá í að kaupa handa henni silfursafnið hans svona líka í staðinn fyrir að jóli komi í skóheimsóknir til hennar sem hún hefur nú bara ekkert vit á ennþá.  Einnig eru foreldrarnir aðdáendur Palla líka Wink Sáum svo óvænt í dag að Palli væri að árita diskinn sinn hér í bæ og ákvað ég því að fara með hana og kaupa diskinn og fá hann áritaðan.  

Það var algjörlega yndislegt að fylgjast með henni - hún var nú ekki alveg að fatta að þetta væri idolið hennar og stóð og starði á þennan mann.  Svo sá maður allt í einu að hún fattaði hverð þetta væri og þá brosti hún mjög sæl fór að dilla sér á fullu.  Svo fékk hún líka knús frá palla og var tekin mynd af þeim saman svona fyrir hana að eiga sem minningu Smile

Núna er hún svo búin að dansa hér á fullu og syngja algjörlega himinsæl með nýja diskinn sinn - yndislegt líf svo sannarlega Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Palli er frábær! Góð mynd af þeim

Hrönn Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 17:46

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Hún er ekki bara dúlla ársins hún dóttir þín..... hún er líka mikil smekkmanneskja á tónlist..... Ég bókstaflega dýrka Pál Óskar...... Ég þarf greinilega að fara hitta dúlluna þína......ekki spurning....

Fanney Björg Karlsdóttir, 9.12.2008 kl. 18:05

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Mikið fer hún Palla vel.Algerlega yndisleg að fara að dilla sér þegar hún fattaði hann...hlýtur ap hafa verið frábær stund

Solla Guðjóns, 9.12.2008 kl. 19:33

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æææææ, en yndislegt, hugsaðu þér hvað það verður gaman fyrir hana að eiga þessa minningu á mynd.  Knús á ykkur öll

Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 19:53

5 identicon

Flott eru þau

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 20:20

6 Smámynd: Tína

Æ úfffffffff hvað þau eru sæt saman og það verður þvílíkt skemmtilegt fyrir hana að eiga þessa mynd af sér og fyrsta idolinu. Ekki vissi ég að Palli hefði verið hérna á Selfossi.

Knús á þig elsku vinkona.

Tína, 9.12.2008 kl. 22:42

7 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Flott er hún frænka mín og kann greinilega gott að meta Palli er frábær og gaman fyrir hana að eiga þessa flottu mynd af þeim saman.

Knús til ykkar allra.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.12.2008 kl. 23:39

8 identicon

Þau eru auðvitað bæði tvö LANG flottust :)

Begga (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 10:20

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt !

Takk og kær kveðja til þín frá steinujólakleinu

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 14:02

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.12.2008 kl. 14:35

11 Smámynd: www.zordis.com

Silfursafnið er á geislanum mínum NÚNA og ég er algjör dillibossi eins og ég tek fram í færslunni minni. Palli er bara æðislegur! Oooog þau eru flottust saman!

Knús í jólakotið ykkar.

www.zordis.com, 10.12.2008 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband