7.12.2008 | 20:57
Afmæli - grasekkja og fleira
Þann 3. desember fyrir 5 árum síðan tók ég að mér að fara í pabbahlutverkið hjá vinkonu minni og var viðstödd fæðingu sonar hennar. Fæðingu sem reyndar endaði með bráðakeisara. Fannst þetta algjörlega yndisleg upplifun og var svo þakklát fyrir að fá tækifæri að fylgjast með litlum einstaklingi koma í heiminn. Á þessum tíma var ég orðin nær alveg viss um að mér væri ekki það karma gefið að eignast börn í þessu lífi þrátt fyrir að hafa þráð slíkt frá því ég man eftir mér. Við vinkonurnar vorum einmitt að tala um það á dögunum að ég hefði nú sennilega sagt ljósmæðrunum að leggja hana inn á geðdeild vegna ruglunnar ef hún hefði sagt mér þarna að ég ætti eftir að mæta með 2 börn í 5 ára afmæli guttans hennar hahaha. En mikið erum við nú samt báðar sælar með að slíkt er staðreyndin
Í dag fór svo litla famelían í 5 ára afmæli þessa "sonar" míns og var það heldur betur fjör og sjóræningjaþema í hávegum haft og var hann mjög sáttur með að fá buxur með hauskúpum á þrátt fyrir að mjúkir pakkar séu nú ekki þeir vinsælustu á þeim bænum núna
Þau urðu snemma mjög góðir vinir
Hér er svo herrann flotti í dag og auðvitað er hann með sjóræningja hauskúpu á bindinu líka
Í gær var svo heldur betur fjör á ferð hér á bæ en lítil systurdóttir mín kom í heimsókn og voru þær frænkur sælar að leika sér. Hlaupið um og hamast með tilheyrandi hávaða svo mamman var nú orðin frekar rugluð í hausnum haha. Settust svo frænkurnar og horfðu saman á söngvaborg í smástund til að róa sig niður
Skjálftinn í gær fannst ekki hjá mömmunni því hún lagði sig og svaf þetta bara af sér - skottan hins vegar varð hrædd og skreið upp í fangið á pabba sínum enda sennilega situr í henni ótti síðan í vor en hún hvekktist töluvert þá. Við höfum verið að hugsa um það undanfarið að finna góðan og öruggan stað fyrir litla stubb okkar en honum líður best að fá að sofa í ömmustólnum sínum á daginn vafinn inn í sæng. Sennilegast gott að sofa smá uppréttur vegna loftmagans og smá bakfæðisvesens. Í gær var hins vegar ákveðið að öruggasti staðurinn væri bara undir stofuborði Kannski hægt að segja að nú sé hann í stíl við Hrönn bloggvinkonu þar sem hún sefur undir rúmi
Nú er ég svo orðin grasekkja fram á þriðjudag því húsbandið flaug norður á Akureyri í dag þar sem afi hans verður jarðsunginn í Akureyrarkirkju á morgun. Það ætti nú að vera lítið mál með tvo svona ljúflinga eins og okkar að vera ein í 2 daga.
Að lokum læt ég svo fylgja með frá degi til dags orðin okkar. Kozen rufu sem talað er um þarna þýðir alheimsfriður en það er helsta takmark okkar.
8.desember
Lífsgleði er ekki einungis þín persónulega eigingjarna hamingja. Né heldur er það að gera aðra hamingjusama á kostnað þinnar eigin hamingju. Þú og aðrir að gleðjast saman, þú og aðrir að verða hamingjusöm saman það er hið leynda lögmál og hið undursamlega við okkar hlið á kosen-rufu. Nichiren segir, Gleði þýðir að maður sjálfur og aðrir eigi visku og samúð. (Gosho Zenshu, p. 761).
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
Hafið það gott kæru vinir
Athugasemdir
Dísa Dóra: Hún er einstaklega sæt hún dóttir þín...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.12.2008 kl. 21:00
Krúttin..... Ég skal bara taka hann til mín í örugg skjól undir rúmi Það er bara þannig með jarðskjálftabörn að þeim líður best þar ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 21:06
Hann verður bara sætari og sætari, drengurinn Og hún dóttir þín er algert yndi. Já frábært að þér skyldi auðnast að eignast börn - góðir foreldrar þurfa nefnilega að eiga börn Gangi þér vel í grasekkjustandinu og samúðarkveðja til ykkar vegna afans.
, 7.12.2008 kl. 21:49
Drengurinn er algjör draumur, eins gott að passa þau vel. Notaleg færsla og fallegar myndir. Hafðu það sem allra best elskan mín. kær kveðja af Fossveginum
Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 23:43
Falleg færsla.... falleg börn.... falleg kona.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 7.12.2008 kl. 23:54
Yndisleg þessi börn. Og sá nýji algjör dúlla.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.12.2008 kl. 00:18
Þau eru svo falleg börnin þín.
Enn og aftur fá orð dagsins mig til að tárast og fá sting í hjartað. Þetta eru svo sönn en sár orð fyrir mig. Það er aðallega þessi setning "Né heldur er það að gera aðra hamingjusama á kostnað þinnar eigin hamingju." sem stingur.
Sporðdrekinn, 8.12.2008 kl. 02:52
Dásamlegt að sjá friðinn í svip barnanna, gleðin og orkan á við risaorkuver! Knús á þig dúlla, vonandi gekk vel hjá manninum þínum fyrir norðan, votta ykkur samúð mína!
www.zordis.com, 8.12.2008 kl. 10:46
Yndisleg öll börnin þín
Solla Guðjóns, 8.12.2008 kl. 12:38
Innlitskvitt og ljúfar yndislegar kveðjur á fallegum ljúfum vetrakvöldi
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.12.2008 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.