. - Hausmynd

.

Falleg ljóð

Ég hef alltaf verið veik fyrir fallegum ljóðum og sérstaklega ljóðum sem segja sögu í sjálfu sér.  Ég horfi frekar á tilfinninguna og söguna sem ljóðið segir mér heldur en einhverja stuðla og höfuðstafi og slíkt. 

Hér er eitt af mínum uppáhalds ljóðum sem ég les alltaf af og til þar sem það minnir mig svo á mikilvægi vináttunnar, ástarinnar og umfram allt vonarinnar.  Vonin er nefnilega það sem síðast yfirgefu okkur að mínu áliti og sú tilfinning sem fær okkur til að gera svo ótrúlega hluti þrátt fyrir að aðstæðurnar kannski virðast vera óviðráðanlegar. 

 

"Að eiga vin er öllu betra,

að eiga von er nauðsynlegt,

að eiga ást er undur lífsins,

að þekkja þig er yndislegt"

 

Hér er líka ljóð sem vinur minn samdi um mig fyrir nokkrum árum og mér hefur ávalt fundist mjög vænt um því þetta ljóð segir svo mikið um mig og mína sögu Smile

Ástin vakti hjá henni löngun

En Adam var ei lengi í paradís

Oft mátti sjá marbletti í vöngum

Og augun sem gerð væru úr ís

 

 

Í ótta kvaldist margar nætur

Aldrei í hjarta frið fann

Við svona eitthvað undan lætur

Smá saman sálin upp brann

 

Bundin sársauka fjötrum í mörg ár

Af manni sem hún vildi njóta

Dofin og bæld með sálar sár

Slíka hlekki þarf styrk til að brjóta

 

 

Af því kom hún slapp ó já

Styrk sinn hún sýndi af lokum

Sál sína vildi aftur fá

Og forða frá köldum strokum

 

Og annað ljóð sem ég fékk frá sama manni sem vott um þakklæti fyrir stuðning - stuðning sem mér fannst sjálfsagður en honum fannst ótrúlegt að einhver vildi styðja hann.  Ekki slæmt að fá svona þakkarvott get ég sagt ykkur og hann yljar manni svo sannarlega um hjartaræturnar Heart

 

 

Mörg eru örin og sárin

Sem margir burðast með

Yfir mörg æviárinn

Er þeim sáð í lífsins beð.

 

Yfir þér magnast seiður

Og dregur þig niður hægt

 Í huga þér ertu reiður

 Og sálin í órækt.

 

Eitt skaltu hafa í huga

Það sem á eftir fer

 Að láta ekki þig buga

 Og að hlusta á þetta hér.

 

Oft hef ég staðið þarna

Og starað vonleysið í

 En að líta til framtíðarstjarna

Er það eina sem vit er í.

 

Mannin skapar fortíð

 Og gerir að því sem hann er

 En maðurinn skapar framtíð

 Og stjórnar hvert hún hann ber.

 

Þetta er sú viska

 Sem vinur minn benti á

 Gersemi er sú hirsla

Úr þeirri hirslu ég vill sá.

 

 

Eigið góðan dag kæru bloggvinir Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er óskaplega mikil ljóðakona og mér finnst þetta virkilega fallegt, sérstaklega þar sem þetta er líka svo persónulegt fyrir þig.  Áttu ekki nýjar myndir af börnunum þínum? ég kemst ekkert því ég get ekki farið ein út svo ég verð að bíða fram á nýja árið til að fá að taka utan um ykkur. Kærleikskveðja til ykkar elsku fjölskylda  þið eruð svo rík að eiga hvort annað og allan þann kærleik sem á milli ykkar er.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.12.2008 kl. 12:20

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:04

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert krútt

Hrönn Sigurðardóttir, 3.12.2008 kl. 13:25

4 Smámynd: www.zordis.com

Mikið hefur vinur þinn verið sætur í sér þrátt fyrir átakanlegt efni! Knús á þig og gangi þér vel með ljósins þín.

www.zordis.com, 3.12.2008 kl. 15:13

5 identicon

vááá! yndislegur vinur!!

alva (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 23:44

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Friends Glitter Graphics

Sæl og blessuð.

Ljóðin eru flott ort og innihaldið segir okkur um hvernig þér leið en þú braust okið og ert frjáls í dag.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.12.2008 kl. 00:20

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 4.12.2008 kl. 04:42

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Knús á þig sæta

Solla Guðjóns, 4.12.2008 kl. 10:21

9 Smámynd: Tína

Fallegt er þetta en ég verð að viðurkenna að ljóð nr 2 skar mig inn að beini. Finnst svo sárt til þess að hugsa að svona hafi verið farið með þig og þakka Guði fyrir það á hverjum degi að þú skulir hafa fundið gleðina og hamingjuna með honum Gumma þínum. Bið hrikalega vel að heilsa honum og þakkaðu honum fyrir mína hönd.

Knús á þig elsku hjartans vinkona.

Tína, 5.12.2008 kl. 23:18

10 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Yndislega falleg en jafnframt átakanleg ljóð sem segja mikla sögu

Eydís Hauksdóttir, 6.12.2008 kl. 09:32

11 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Yndislega fallegt..... og undirstrikar hversu dýrmæt gjöf það er að eiga traustan og góðan vin...

Fanney Björg Karlsdóttir, 6.12.2008 kl. 13:02

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt !

Kærleiksknús frá Lejre

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 18:45

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband