1.12.2008 | 22:24
Frá degi til dags
2.desember
Nichiren Daishonin skrifar, ef þú kveikir á lukt fyrir einhvern annan, þá mun hún einnig lýsa upp þinn eigin veg (Gosho Zenshu, p. 1598). Vinsamlega treystu því, að því sterkar sem logi fórnfúsra framkvæmda þinna logar, mun sá logi lita líf þitt af hamingju. Þeir sem búa yfir fórnfúsum anda eru hamingjusamastir af öllum.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
Þetta minnir okkur bara á að sýna náunganum kærleika og ekki hika við að hjálpa þeim sem þess þurfa. Það nefnilega hjálpar okkur ekkert síður sjálfum að aðstoða náungann
Eigið góðar stundir
Athugasemdir
Virkilega ljúf skilaboð og sönn. Við verðum að lýsa veginn fyrir náungann og njótum góðs af á okkar máta.
Knús í þitt barnríka hús!
www.zordis.com, 1.12.2008 kl. 22:36
Takk fyrir þetta elskuleg, alltaf jafn ljúf skilaboðin frá þér
Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 22:51
Það gleður að gefa og kunna að þyggja.
Knús á þig sæta mín og dúllurnar þínar og þinn heittelskaða
Solla Guðjóns, 1.12.2008 kl. 23:34
flott, alveg rétt, við verðum að hugsa vel um okkur til þess að geta gefið af okkur. Þetta er eins og með súrefnisgrímurnar í flugvélunum, okkur er kennt að setja hana fyrst á okkur, síðan á börnin, til að geta verið til gagns.
Eigið góðan dag
alva (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 08:52
100% sammála.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2008 kl. 16:18
Sammála nabbna og þér. Nú sem fyrr.
Gunnar Páll Gunnarsson, 2.12.2008 kl. 19:24
Sæl Dísa, þetta er svo satt og þörf ábending
Bestu kveðjur frá okkur Bjarna, vona að smáfólkið dafni vel og þið öll hafið það sem allra best
Jóhanna Guðríður (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 19:39
Eitt góðverk á dag kemur mörgu í lag. Svo er þetta líka svo lítið mál að gleðja. Skil þess vegna ekki afhverju það er ekki gert meira af því.
Knús á þig og þína dúllan mín
Tína, 3.12.2008 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.