. - Hausmynd

.

Hláturinn lengir lífið

Hér á bæ eigum við litla fjölskyldan uppáhalds sjónvarpsþátt.  Foreldrarnir horfa reyndar ekki svo mikið á þáttinn sjálfan heldur á skottið litla sem veltist um af hlátri LoL  Þessi þáttur er Amerkians funnyest home video.  Það er svo sannarlega ekki hægt að segja annað en að svona lítið skott hafi húmor og kemur það berlega í ljós þegar hún horfir á þennan þátt.  Okkur finnst verst að hann er á þeim tímum kvölds sem er alveg við hennar háttatíma - og trúið mér það þýðir nú lítið að fá hana til að sofna stuttu eftir þáttinn - en allt er það þess virði finnst okkur öllum Smile

Annars er lífið bara rólegt hér í koti.  Við hjónin ætluðum að kíkja smá á árshátíð í kvöld en ákváðum svo bara að vera stillt og prúð heima.  Frúin eitthvað þreytt og með hausverk svo það er viturlegast að vera bara heima og hvíla sig. 

Var farið í vikunni í viðtal í bænum og þar var ákveðið að bumbugullið verður sótt með keisara og verður það gert þann 6. nóvember.  Svo það er sá dagur sem öruggt er að bröltormur litli kemur í heiminn hafi hann ekki lagt af stað fyrir þann tíma (þá verður það bráðakeisari).

Eigið góða helgi elskur Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

hahahaha En yndislegur hlátur

Þú gengur sem sagt með sporðdreka, þú heppin

Sporðdrekinn, 18.10.2008 kl. 16:49

2 Smámynd: Hugarfluga

Ó, takk fyrir að sýna okkur þessa elsku. Þvílíkt smitandi hlátur!! Alveg dásamlegt  Gangi þér rosalega vel, elskan.

Hugarfluga, 18.10.2008 kl. 19:26

3 Smámynd: www.zordis.com

Hún er algjört yndi og mikið skil ég ykkur að leifa henni að horfa á þessa þætti!

Knús á þig á fallegum Sunnudegi!!

www.zordis.com, 19.10.2008 kl. 09:08

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

.... ahahaha... frábært.....allgjör gullmoli..

6. nóv er fínn dagur..... 4. er samt betri......... en sporðdreki er alltaf sporðdreki..... Gangi þér vel..... 

Fanney Björg Karlsdóttir, 19.10.2008 kl. 16:29

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Guð, ég var með bros upp að eyru... dúlla

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.10.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband