13.10.2008 | 17:39
Hvað er það sem er mikilvægast í lífinu?
Fékk þetta sent áðan og ákvað að setja þetta hér inn. Hef lesið þetta áður og finnst það algjörlega sannleikanum samkvæmt.
Vegna alls sem dynur á okkur þessa dagana megum við ekki missa sjónar á því mikilvægasta. Textinn hér að neðan minnir okkur á það hverjir og hvað það er sem skiptir okkur raunverulega máli.
1. Nefndu fimm auðugustu einstaklingana í heiminum.
2. Nefndu fimm síðustu sigurvegara í fegurðarsamkeppni Evrópu.
3. Nefndu tíu einstaklinga, sem hafa unnið Nóbelsverðlaunin.
4. Nefndu sex leikara og leikkonur, sem unnu Óskarsverðlaunin á síðasta ári.
Hvernig gekk þér?
Niðurstaðan er að enginn okkar man fyrirsagnir gærdagsins. Þetta eru ekki
annars flokks afreksmenn. Þeir eru þeir bestu á sínu sviði. En klappið deyr
út. Verðlaunin missa ljómann. Afrekin eru gleymd. Viðurkenningarnar og
skírteinin eru grafin með eigendum sínum.
Hér eru nokkrar aðrar spurningar. Sjáðu hvernig þér gengur með þær:
1. Skrifaðu nöfnin á fimm kennurum sem hjálpuðu þér á þinni skólagöngu.
2. Nefndu þrjá vini, sem hafa hjálpað þér á erfiðum stundum.
3. Nefndu fimm einstaklinga, sem hafa kennt þér eitthvað mikilvægt.
4. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem kunnu að meta þig að verðleikum.
5. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem þér þykir gott að umgangast.
Auðveldara?
Lexían: Fólkið sem skiptir þig mestu máli í lífinu eru ekki þeir, sem hafa bestu meðmælabréfin, mestu peningana eða flestu verðlaunin.
Heldur þeir, sem finnst þú skipta mestu máli.
Athugasemdir
Svo satt ..... Eina nóbelskáldid sem ég man er Halldór okkar Laxness .... thi hi hi
Fólkid sem skiptir okkur máli er zad fólk sem er hjá okkur og med okkur í huganum, fólk eins og zú kaera Dísa Dóra og zín saeta famiía! Knús á zig med von um blómstrandi bumbudaga svona í lokin .....
www.zordis.com, 13.10.2008 kl. 21:34
Amen
Sporðdrekinn, 13.10.2008 kl. 22:14
Humm það fóru að renna á mig tvær grímur við fyrri spurningarnar og
ég hugsaði um minnispillurnar sem ég gleimi alltaf að kaupa...
Ég þurfti ekki að hugsa mig um í þeim seinni.
Gott að fá svona áminningu öðruhvoru.
sjáumst á morgun.
Solla Guðjóns, 13.10.2008 kl. 23:10
Brynja skordal, 14.10.2008 kl. 13:21
Sunna Dóra Möller, 14.10.2008 kl. 15:19
MUNA: Bros pg knús í hvert hús!!!
Knúsvikan er NÚNA!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.