. - Hausmynd

.

Góð helgi

Já þessi helgi er búin að vera yndislega góð bara.  Hér á bæ er búið að taka smá hluta heimilisins í gegn og þrífa þrífa almennilega.  Æðisleg tilfinning að vita að þetta er núna hreint og fínt Smile  Bíllinn var einnit tekinn í gegn í gær.  Ekki get ég nú hrósað mér fyrir þetta - svona aðeins aðstoðaði við þrifin í dag en mín hjálp hefur nú aðallega verið fólgin í því að sitja og segja fyrir verkum hahaha.  Gott að eiga yndislegan mann sko InLove  Kannski það takist bara að klára stórhreingerninguna hér áður en bumbugullið kíkir í heiminn - mikið væri það nú góð tilfinning þó vissulega að heimurinn farist ekkert þrátt fyrir smá ryk í hornum  Eða eins og ég segi alltaf:  Betra er smá ryk í hornum en hreint helvíti Wink

Nenni nú ekki að skrifa neitt um kreppuna og ástandið í þjóðfélaginu.  Vissulega ekkert gott ástand og við hjónin sennilega búin að tapa eins og millu eða svo allavega - en hva þetta eru nú bara peningar.  Á meðan við eigum hvort annað og heilsuna og tekst að hafa í okkur og á þá er ég meira en sátt.  Reyni eftir fremsta megni núorðið að jú fylgjast með en samt að halda mér frá að sökka mér ofan í þetta allt.  Fyrst og fremst hugsa ég um að halda þrýstingnum niðri þessa dagana Cool  Er þó á því að það þurfi að finna út hvar ábyrgðin liggur og þeir sem bera hana þurfa að svara fyrir hvernig fór. 

Annars verður nú stór dagur í lífi okkar á morgun.  Skoðun og þá sennilega ákveðið hvort og þá hvenær ég fer í keisara eða ekki.  Einnig byrjar litla skottið á leikskóla.  Ótrúlegt að litla daman mín sé að verða stór leikskólastelpa Joyful  Svo er bara að vona að aðlögun og annað gangi vel - hef nú reyndar ekki trú á öðru þar sem hún elskar að leika sér við aðra krakka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Tíminn líður svo undur hratt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 17:33

2 identicon

Hreiðurgerð í fullum gangi semsagt   Gangi þér sem allra best...

Bestu kveðjur

Jóhanna og Bjarni Ásg.

Jóhanna Guðríður (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 20:26

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 12.10.2008 kl. 20:51

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Spennandi tímar framundan hjá ykkur

Solla Guðjóns, 12.10.2008 kl. 22:15

5 Smámynd: Tína

Ekki gat ég nú séð neitt ryk þegar ég kom í heimsókn yndislegust. En gaman að allt sé nú að verða klárt og spennandi verður að fá að heyra hvað kemur út úr skoðuninni í dag. Annars var nú bara ljúft að lesa jákvæðnisblogg svona til tilbreytingar.

Knús á þig ljúfust og takk fyrir spjallið á msn um daginn. Alltaf gaman að tala við þig

Tína, 13.10.2008 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband