9.10.2008 | 16:02
Til þín....
litla bumbugullið mitt.
Mikið finnst mér nú yndislegt að finna hnoðið þitt og spörkin. Þú ert lítill bröltormur og svo sannarlega fær mamma að finna fullt af spörkum og brölti - svo að bumban er öll á iði stundum. Það eru uppáhaldsstundirnar mínar til dæmis þegar ég ligg með stóru systur þinni að leggja okkur hádegislúrinn. Okkur finnst yndislegt að kúra okkur saman og mömmu finnst enn yndislegra að finna hlýjan kroppinn hennar upp við sig um leið og hún finnur bröltið í þér inni í bumbunni. Yndislegar stundir. Stóra systir finnur líka fyrir þessu brölti þínu og leggur oft litla lófann sinn á bumbuna til að finna enn betur fyrir þér og þannig sofnum við oft.
Ég hlakka mikið til að fá þig í fangið og getað knúsað þig og kysst og fundið lyktina og hlýjuna frá þér. Hlakka til að heyra í þér og horfa í augun á þér. Hlakka til að kynnast persónu þinni, sjá fyrsta brosið og allt það. Hlakka til að kynna ykkur systkynin fyrir hvort öðru og vona svo sannarlega að þið eigið eftir að verða góðir vinir og félagar. ohhhhh það eru sennilega ekki margar vikur í þetta og sérstaklega þar sem þú ert nú sami litli þrjóskupúkinn og stóra systir þín og situr bara sem fastast á þínum agnarsmáa rassi. Það gerir að sennilega verðurðu sóttur með keisara og þá eru nú ekki nema eins og 2-3 vikur í það. Mikið hlakka ég til og mikið hlakkar hann pabba þinn til. Elsku blíði og góði pabbi þinn sem er að springa úr stolti yfir að eignast annan gullmola. Sennilega áttu eftir að verða fljótur að vefja honum um fingur þér alveg eins og stóra systir gerði og gerir.
Við munum saman hjálpast að til að veita þér þær bestu aðstæður til að þú verðir sterkur og heilbrigður persónuleiki sem hefur styrk og visku til að forðast óæskilegar freistingar og komast í gegn um lífið sem sterkur einstaklingur sem getur stuðlað að eigin hamingju og annarra. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim málum sem og öðrum en við getum þó lofað þér því að gera okkar allra besta til að styðja þig og svo sannarlega munum við lofa að elska þig
Já smá væmni í gangi hjá kerlunni í dag
_________________________________________________________________________________
Að öðrum málum. Verð nú að láta þennan fljóta hér með.
Spáum aðeins í hagfræði!
Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.
Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.
Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.
Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.
Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna!
Athugasemdir
Litli gullmolinn er á góðum stað og hefur valið yndislegt umhverfi með hlýju fólki. Hann lætur ekki bíða lengi eftir sér. Falleg færsla, full af ást og umhyggju
Puðr í bumbu!
www.zordis.com, 9.10.2008 kl. 18:35
Ji minn, þú grætir mig, kona!!!
Hugarfluga, 9.10.2008 kl. 19:37
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.10.2008 kl. 19:53
Yndislega falleg færsla...... farðu vel með þig yndislega kona...
Fanney Björg Karlsdóttir, 9.10.2008 kl. 20:00
Yndislegast bara, njóttu þess kona góð, það er svo notalegt að finna fyrir þessum gullum í kúlunni Man vel þessar stundir og tilfinningar sem þú nefnir þegar ég gekk með mina stráka Fylgist spennt með næstu daga og vikur. Farðu vel með þig.
Það var virkilega gaman að hitta þig í Borgarfirðinum um síðustu helgi, þó svo að við hefðum kosið að hittast við annað tilefni
Jóhanna Guðríður (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 20:17
:-)
Jákvætt innlitskvitt :-)
Einar Indriðason, 9.10.2008 kl. 20:42
Æ, yndislegt....
Bergljót Hreinsdóttir, 9.10.2008 kl. 20:54
Þú ert svo yndisleg að ég fékk tár í augun
Solla Guðjóns, 9.10.2008 kl. 21:05
Hrönn Sigurðardóttir, 9.10.2008 kl. 22:24
Elsku hjartans gullið mitt. Þessi börn þín og eiginmaður (og já bara allir í kringum þig) eru svo lánsöm að eiga þig að. Þú bæði hugsar og talar fallega og ert sjálf gull falleg að innan sem utan. Það er með miklu stolti sem ég kalla þig vinkonu mína.
Knús og væmniskveðjur til þín elsku Dísa mín. Hlakka til að hitta þig fljótlega aftur.
Tína, 10.10.2008 kl. 02:34
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.10.2008 kl. 08:07
Yndislegt, bara eins og þú ert.
Kærleik til þín og góða helgi.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.10.2008 kl. 20:19
Mér finnst þetta gullfalleg færsla hjá þér.... Það er frábært hvað börn gera mann væmin og meyran ;)
Gangi þér vel þessar síðustu vikur.
Marta Jöklaselur (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 22:01
Mikið eru þetta falleg orð, börnin þín mega vera lukkuleg að eiga þig sem móður
Eydís Hauksdóttir, 11.10.2008 kl. 21:58
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 01:25
Yndisleg færsla.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 12.10.2008 kl. 11:49
yndislegt !
Takk
Kærleikur og Ljós yfir til þín
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 12.10.2008 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.