3.10.2008 | 13:03
Fékk þennan í pósti áðan
og gat nú ekki annað en brosað þrátt fyrir að hann sé nú svolítið nastí
Davíð Oddsson og Geir Haarde sitja saman í einu flugi. Þegar Davíð segir skyndilega.
-Ef ég myndi henda þúsund krónum út um gluggann, þá myndi ég gera eina persónu glaða.
-Geir svarar og segir. Ef ég myndi henda 10-þúsund út um gluggann, þá myndi ég gera 10 persónur glaða í dag.
-Flugstjórinn hlustar eftir þeirra tali og segir til þeirra. Ef ég myndi henda ykkur báðum út af fluginu. Þá myndi ég gleðja heila þjóð!!!!
Annars er allt fínt hér - búið að panta tíma í dag til að setja gæðinginn á vetrarskeifur. Frúin tekur sko enga sénsa þegar þarf að fara upp í Borgarfjörð á morgun og maður er með lítið skott og annað enn minna skott innanborðs. Vil sko vera vel skóuð Löggimanninn hér lofaði mér líka að hann ætlaði ekki að sekta mig fyrir slíkt athæfi svo þá var næst hringt í dekkjaverkstæði og mikið var nú frúin glöð þegar það fannst tími í dag.
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2008 kl. 13:17
Þessi var bara ekki fyndinn.Ég gat nú ekki eini sinn brosað. Ég hef sennilega ekki þann rétta húmor.
Ég hló mikið af Bakþönkum í Fréttablaðinu í dag.
Heidi Strand, 3.10.2008 kl. 13:25
Sunna Dóra Möller, 3.10.2008 kl. 13:46
Góður brandari.....
Ég er nú búin að vera svo löt og léleg að vara á blogginu en leit yfir fæslunar þínar og sá fæsluna með ömmu þína vildi bara senda samúðakveðju til þínog ykkar frá okkur hér og skilaðu samúða kveðju til mömmu þinnar og pabba frá okkur.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 3.10.2008 kl. 14:37
Sporðdrekinn, 3.10.2008 kl. 18:00
Góða ferð og farðu varlega
Hrönn Sigurðardóttir, 3.10.2008 kl. 18:54
Tíhí... mér finnst hann nú doldið fyndinn sko Góða ferð og farðu vel með þig og þína.
Kveðjur frá Baunalandi
Eydís Hauksdóttir, 3.10.2008 kl. 21:55
...gleðja heila þjóð...he he..já sæll!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 4.10.2008 kl. 12:31
Löggimann í Borgarfirði lofar ekkert að hann sekti þig ekki. Bara rokkarinn í Hnakkabæ.
Gáðu að hver lofar að gera ekki neitt.
Sverrir Einarsson, 4.10.2008 kl. 14:36
SigrúnSveitó, 5.10.2008 kl. 09:54
Góður þessi. heyrðu það sektar mann engin ef maður er að ferðast á milli staða.
Við erum komin á vetrardekk það er ekkert grín að fara til Akureyrar í hálku.
Knús inn í vikuna þína og farðu nú vel með þig.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2008 kl. 17:37
Innlitskvitt og yndislegar kveðjur inn í nýja viku
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.10.2008 kl. 17:41
hehehe
góður þessi á þessum tima
Kærleikur til alls lífs og þín
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 6.10.2008 kl. 12:28
Guðrún Emelía....það er allt í lagi að vera komin á vetrardekk,,,,það eru nagladekkin sem er bannað að að aka á fyrr en 1. nóv.
En samt á fólk að "vera útbúið miðað við aðstæður" !!!!
Á þá að skella ónegldu undir bílinn fyrst og nagladekkjum aftur seinna????????
Semsagt eiga 3 ganga undir bílinn. Sumardekk, ónegld vetrardekk og svo negld vetrardekk??????
2 gangar er alveg nóg hér á bæ.
Sverrir Einarsson, 6.10.2008 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.