2.10.2008 | 19:16
Andlaus og orkulaus
Já það er yfir mér eitthvað rosalegt andleysi. Hef mig ekki í að blogga og hef mig ekki í að skrifa athugasemdir hjá ykkur bloggvinir góðir - vona að þið afsakið það. Finnst ég vera bara svona einhvernvegin flöt þessa dagana. Ekkert þunglynd eða vonlaus eða neitt slíkt samt. Er þrátt fyrir allt mjög sátt við mitt og líður vel - en bara eitthvað andleysi og orkuleysi í mér.
Eða kannski réttara sagt að sú orka sem er til staðar fer í að gera það sem þarf að gera þessa dagana og ekkert umfram það. En vonum nú að það takist að hlaða batterýin fljótlega Veit að nokkrar yndislegar konur hafa talað um að kíkja í kaffi - slíkt er aðeins til þess að hlaða batterýin hjá mér þessa dagana svo ég hvet þær algjörlega til að láta verða að því að kíkja í kaffi. Segi nú samt ekkert um hvort ég eigi eitthvað með kaffinu - allavega ekki bakkelsi eins og Hrönn bloggvinkona kær er þekkt fyrir haha
Knús á ykkur elskur og fyrirgefið að ég kommenta ekki hjá ykkur - ég fylgist með ykkur þrátt fyrir það
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2008 kl. 19:47
Vertu bara eins andlaus og þig lystir Hver veit nema ég mæti í kaffi til þín MEÐ köku.........
Hrönn Sigurðardóttir, 2.10.2008 kl. 19:57
Sko, þegar þú ert með farþega, þá er nú varla við því að búast að þú getir verið að þenja þig út um víðan völl. Sestu niður, taktu þessu rólega... (svona eins mikið og þú getur, ég veit, ég veit....)
Þú mátt alveg slaka á... Við hin hérna í bloggheimum... við förum ekkert yfirum, þó þú slakir pínu á
Einar Indriðason, 2.10.2008 kl. 20:51
Jenný -
Hrönn - mmmmmmm væri nú ekki slæm heimsókn það
Einar - jahérna er ég þá ekki ómissandi? Ég hélt það
ditta - takk og knús á móti
Dísa Dóra, 2.10.2008 kl. 22:09
Stundum er það bara næs að vera "andlaus".... ég myndi kanski kjósa að segja að þú værir þreytt..... og ekkert skrítið.... með eina litla skottu "utanborðs" og með annað skott "innanborðs".. blessuð njóttu þess að vera til.... og safnaðu kröftum......knús á þig.....duglega kona....
Fanney Björg Karlsdóttir, 2.10.2008 kl. 23:52
Eins og það er yndislegt að fá komment frá þér þá þarft þú ekki að biðjast fyrirgefningar kæra bloggvinkona.
Njótu þess að láta sparka í þig innanfrá og knúsa litlu skott
Sporðdrekinn, 3.10.2008 kl. 02:06
Láttu þér bara líða vel - það skiptir mestu máli!
Dísaskvísa, 3.10.2008 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.