. - Hausmynd

.

Rólegt í kofanum

og lítið að frétta svosem.  Er þó komin með þann úrskurð frá ljósu og lækni að ég fái ekki að fara að vinna aftur - því miður Crying  Ég á bara að vera stillt og prúð og haga mér vel   (eins og það sé svo auðvelt haha) svo við bröltormur litli losnum nú við fyrirburafæðingu eða annað í þeim dúr.  Svo ég verð vísst að reyna einu sinni að vera hlýðin og fara eftir fyrirmælum Tounge

Annars er nú eitthvað lítið að frétta úr kotinu.  Fékk jú yndislega heimsókn í dag en Tina mín elskulega fallega og góða bloggvinkona kíkti aðeins í kaffi.  Fór líka í heimsókn á snyrtistofu eina hér í bæ og lét fríska aðeins upp á útlit mitt - ekki veitti sko af get ég sagt ykkur.  Svo núna er ég ekki útlítandi eins og einhver draugur.

En jæja ætli sé ekki best að halda áfram að slást við eitt lítið stelpuskott sem er búin að uppgötva að hún kemst sko sjálf frammúr rúminu sínu á kvöldin þegar hún á að fara að sofa - og það hefur verið vel nýtt hér síðustu kvöld haha.  Húsbandið er á uppeldisnámskeiði.  Það þarf nú ekki að ala hann upp blessaðan enda algjör gullmoli hér á ferð.  Hann hins vegar ætlar að reyna að læra einhver góð trikk til að nota á svona lítið ákveðið stelpuskott eins og við eigum.

Eigið góðar stundir elsku bloggvinir og munið að njóta hverrar mínútu þessa lífs.

PS verð nú að bæta inn myndum af upprennandi bissnesdömunni minni Grin

img_7740.jpg Fjölhæf ung dama

img_7742_685331.jpgMamma ekki trufla mig ég er upptekin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Betra að vera heima ef manni líður ekki nógu vel. Það er illt að ná þrýstingi niður aftur ef hann fer of hátt.

Farðu vel með þig krúttið mitt

Hrönn Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 20:31

2 Smámynd: Ragnheiður

Farðu vel með þig -það margborgar sig

Ragnheiður , 29.9.2008 kl. 20:33

3 Smámynd: Einar Indriðason

Þú .... gætir... til.... dæmis.... æft.... þig.... í .... að ... tala... hægt... og ... rólega... svona... svipað.... og ... Gvendur... jaki... notaði... á .... sínum... tíma....

Ég .... veit .... þó... ekki... hvort... ég ... mæli .... með ... neftóbakinu.... fyrir.... þig....

En.... semsagt..... taka... þessu... rólega..... og .... slaka... á......

Punktur. 

Einar Indriðason, 29.9.2008 kl. 20:50

4 Smámynd: Dísa Dóra

Hrönn - tja málið er nú reyndar að mér líður mjög vel og sem betur fer er ekkert annað að en skrambans þrýstingurinn.

Horsí - já það er ætlunin

Einar - jahérna þekkirðu mig ekki betur en þetta   Hélt þú vissir nú að ef ég ætti að nota þetta ráð þitt endaði ég nú örugglega á kleppi eftir 2 daga haha

Dísa Dóra, 29.9.2008 kl. 20:59

5 Smámynd: Einar Indriðason

Einar Indriðason, 29.9.2008 kl. 21:09

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Farðu vel með þig ljósið mitt...... og njóttu þess að vera til.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 29.9.2008 kl. 21:25

7 Smámynd: www.zordis.com

Endaspretturinn er alltaf erfiðastur !!!  Knús á þig sæta og litla stelpuskottið er æðisleg  

www.zordis.com, 29.9.2008 kl. 21:48

8 Smámynd: Hugarfluga

Æ, farðu nú vel með þig, ljúfan.  Mikið er hún dóttir þín annars mikil rassgatarófa!!

Hugarfluga, 29.9.2008 kl. 22:29

9 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 29.9.2008 kl. 23:49

10 Smámynd: Sporðdrekinn

Ó já farðu rólega kona.

Hver er fyrirmynd dóttur þinnar  Alger dúlla.

Sporðdrekinn, 30.9.2008 kl. 04:47

11 Smámynd: Tína

Halló fallegust. Veistu.... þó leiðinlegt sé að heyra þetta með þrýstingin og að þú megir ekki vinna meira, þá verð ég eiginlega að viðurkenna að ég er bara hálf fegin. Þá kemst ég oftar í kaffi til þín nefnilega!!! Og svo getur þú mætt á Krúsina næst þegar við stelpurnar hittumst. SKO endalausir jákvæðir fletir á þessu.

Takk fyrir kaffið í gær og tímabæran hitting. Hrikalega gaman að koma og hitta þig og fá að kynnast þér. Hefði bara viljað stoppa lengur.

Knús á þig krútta og sjáumst fljótlega

Tína, 30.9.2008 kl. 06:40

12 Smámynd: Dísa Dóra

Sporðdreki - tja ef ég vissi það nú alveg.  Jú jú vissulega ég fyrirmyndin í sambandi við tölvuna en með símann veit ég barasta ekki.  Ég er lítil símamanneskja sjálf.

Tina mín - ó já það er sko stór plús í þessu öllu að þú komist oftar í kaffi   Takk sömuleiðis fyrir yndislega hitting - stoppar lengur næst.

Takk öll fyrir kommentin

Dísa Dóra, 30.9.2008 kl. 08:26

13 identicon

Dugleg er fallega stelpu skottið þitt.Hún er með þann fallegasta háralit sem ég veit um.Farðu vel með þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 13:28

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er sko bara jákvætt. Ég er alltaf svo löt fyrir hádegi og þú að vinna eftir hádegi, en núna verðurðu heima og ég get kíkt við í göngutúrunum sem ég er alltaf að reyna að gera að reglu.  Finn oft eitthvað til að stoppa mig, eitthvað löt þessa dagana.  Farðu vel með þig elskan og ekkert má trufla bumbubúann. 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband