. - Hausmynd

.

Jahá nú er ég bæði hissa og ekki hissa

Gerði mér nú ekki grein fyrir að land gæti færst svona til í skjálftum en er svosem samt ekki hissa á að eitthvað hafi gengið til í öllum þessum látum.  Nógu mikið hrisstist maður haha Tounge

Ég er allavega algjörlega viss um að ég vil alls ekki annan skjálfta til að færa þetta aftur til baka LoL


mbl.is Selfoss færðist í skjálftanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Út á þetta gengur landrekskenningin, að landið sé að gliðna.  Spurningin er bara hvort það voru Hveragerði og Selfoss sem færðust eða hvort það var Reykjavík.

Marinó G. Njálsson, 24.9.2008 kl. 15:54

2 identicon

Ég vissi þetta ekki heldur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 15:56

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér fannst það nú engin spurning! Allavega ekki á meðan landið gliðnaði, hvar hreyfingin var!

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 15:56

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Skoðið grafið á miðri síðunni hérna.  Það sýnir færslu mælistöðvanna efst á síðunni í samhengi við Reykjavík.  Samkvæmt myndinni eru flestar stöðvarnar að færast upp um allt að 150 mm (15 cm!).  Það er gott og blessað að allar þessar stöðvar séu að breyta um afstöðu til Reykjavíkur, en staðreyndin er að Reykjavík er líklegast að sökkva ekki hinar að rísa!

Marinó G. Njálsson, 24.9.2008 kl. 16:50

5 Smámynd: Dísa Dóra

Takk fyrir þetta Marinó.  Áhugavert að skoða hvort það gæti verið einmitt höfuðborgin að sökkva.  Kannski Selfoss endi bara sem næsta höfuðborg landsins - svona eftir nokkra skjálfta haha.  Vonandi þó ekki í mínu lífi takk fyrir

Dísa Dóra, 24.9.2008 kl. 17:09

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Þetta vissi ég ekki.....

Lilja G. Bolladóttir, 24.9.2008 kl. 21:15

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Nei, Dísa Dóra, það er frekar Klaustur sem verður það eða Egilsstaðir svona eftir einhverjar milljónir ára.  Annars er út frá jarðfræðinni, að vestasti hluti landsins mun sökkva eftir því sem hann færist lengra frá flekamótunum.  En það mun taka lengri tíma en svo að nokkur sem getur talist afkomandi núverandi Íslendinga muni upplifa það.

Marinó G. Njálsson, 24.9.2008 kl. 21:39

8 Smámynd: Sporðdrekinn

hahaha nei er ekki búið að skjálfa nóg í bili

Sporðdrekinn, 24.9.2008 kl. 21:51

9 Smámynd: www.zordis.com

Fróðlegt! 

Nauðsynlegt að vera á skjálftavaktinni.

www.zordis.com, 24.9.2008 kl. 21:55

10 Smámynd: Tína

Alveg vissi ég þetta!!! Mér fannst nefnilega sem vegalengdin hefði breyst eitthvað milli Selfoss og Reykjavík  Shit hvað ég er eitthvað fyndin í dag

Flýti mér bara að senda á þig knús áður en meiri steypa veltur upp úr þessu lyklaborði

Tína, 25.9.2008 kl. 07:14

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Mjög athyglisverðar umræður hér.

kúluknús

Solla Guðjóns, 25.9.2008 kl. 10:06

12 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég var einmitt að pæla í því af hverju ég er lengur að aka til Selfoss núna.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 26.9.2008 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband