23.9.2008 | 20:19
Strandsettur hvalur
Tja næstum þannig líður mér í dag haha
Fór í skoðun í gær og þar sem að þrýstingurinn hefur hækkað slatta var ég sett í vikustopp í vinnunni svona allavega til að byrja með. Fékk að fara með þau fyrirmæli að hvíla sig eins og ég mögulega gæti og njóta þess nú bara að liggja með tærnar upp í loft og horfa á uppáhalds DVD myndina mína. Hugsaði nú með mér að þessa dagana er uppáhalds DVD mynd heimilisins svöngvaborgin haha - enda best fyrir okkur mæðgurnar að ná að slappa af saman yfir þeim diski.
Var svo varla komin heim þegar dagmamman hringdi og daman komin með hita. Hún var því sótt í flýti þessi elska og jú svo sannarlega var söngvaborgin nýtt - ehemmmmm já já veit ég er leikskólakennari og allt
Fann svo í gærkvöldi að ég var ansi styrð öðrumegin í bakinu og gat síðan lítið sem ekkert sofið í nótt fyrir verkjum og var að skakklappast hér ó morgun með tárin í augunum Jebbs sennilega klemmd taug. Virkilega góðir möguleikar á að ná að slappa vel af í svona aðstæðum - svo nú voru góð ráð dýr.
Á ráðunum stóð nú reyndar ekki og var það helst að húsbandið fékk það verkefni að vera heimavið í dag og dekra við okkur mæðgur. Ekki slæmt að hafa hann heima til að dekra við sig á svona stundu ( sem og reyndar alltaf). Er líka mun betri í bakinu núna og náði einnig að sofa smá í dag - lá reyndar fyrir mest allan daginn og því kemur tilfinningin af strandsetta hvalnum upp í hugann
Litla skottulotta er hins vegar með hita þó ekkert virðist ama að henni að öðru leiti. Fékk því að sofna í sínu gamla rúmi í kvöld þar sem foreldrunum líður ögn betur að vita af henni hjá sér í nótt.
En allt er þetta nú í rétta áttina
Athugasemdir
Það er náttlega ekki svo langt eftir af meðgöngunni og þá verður þetta nokkuð þungt að bera. Knús á þig elskan mín
Ragnheiður , 23.9.2008 kl. 20:24
knús á þig krúttið mitt.
Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2008 kl. 20:30
Takk fyrir mig elsku Dísa Dóra mín og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:51
Hafðu það gott,og litla krúttið og bumbubúinn
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 21:17
Æ hjartað mitt................ ekki er gott að heyra þetta. Ég vona innilega að þú náir að hvíla þig vel og að ykkur mæðgunum batni nú sem allra fyrst. En gott er að heyra að bóndinn sé svona góður við ykkur. Láttu mig bara vita elskan ef ég get eitthvað gert fyrir þig. Hvort sem það er félagsskapur eða eitthvað annað. Mátt senda mér póst á christinedevolder@msn.com svo ég fái mailið þitt og þá get ég sent þér símanúmerið mitt til baka.
Tína, 24.9.2008 kl. 07:32
Hæ darling. Hvenær verður daman 2ja? í hvaða skóla ertu að sækja um? þú mátt hringja í mig og ég get kannað málið, fer á fundinn kl. 17 knús og þig og bumbulínus, vona að verkurinn skáni.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.