12.9.2008 | 08:57
Foreldrarnir að farast úr stolti
Já það er ekki alveg laust við að foreldrarnir hér á bæ séu mjög stoltir yfir litla duglega stelpuskottinu sínu. Hún kemur okkar sífellt á óvart þessi elska.
Síðustu 2 kvöld hefur hún sofnað sjálf í nýja rúminu sínu alveg einn tveir og þrír og bara það er mikil framför hjá skottu sem var undanfarnar vikur orðin frekar óþekk að sofna á kvöldin. Það gat stundum tekið hana hátt í 2 tíma að vera að baksa og leika sér inni í rúmi áður en Óli lokbrá vann baráttuna loksins. En síðustu kvöld hefur þetta semsagt gengið á 5 mínútum Í fyrrinótt endaði reyndar með að þreytt mamman tók hana yfir í sitt ból um miðja nótt eftir að daman var búin að vera frekar óróleg í 3 tíma og lítill svefnfriður. Mömmuhjartað gafst líka upp þegar skottið var farið að gráta frekar sárt yfir að vera skilin eftir ein aftur og aftur. Grét sárt en samt var hún að reyna að bæla það niður og var frekar hljóðlát. Auðvitað bráðnar mömmuhjartað við svoleiðis og sérstaklega þegar mamman er örþreytt sjálf
Í nótt svaf daman svo næstum án þess að rumska alla nóttina í sínu bóli Rétt kom og kúrði smá hjá mömmu gömlu eftir að pabbinn fór í vinnuna. Svo ég hef trú á að núna sé hún búin að uppgötva að það er nú bara gott að eiga eigið flott rúm. Var mjög stolt í morgun þegar hún vaknaði og kinkaði mikið kolli þegar mamman hrósaði henni fyrir dugnað híhíhí.
Verð nú að láta fylgja með eina sögu af þesari yndislegu skottu minni sem er alltaf að koma manni á óvart. Í gær vorum við á leið til dagmömmunnar. Var búin að koma henni í skó og vindjakka sem er bleikur og var hún líka í bleikum kjól með teygju í hárinu eins og hún vill helst vera. Stóð svo og speglaði sig í speglinum í forstofunni voða sátt við hvað hún væri fín - hehe já hún er að vera algjör puntrófa þessi elska Hún passar það vel þessa dagana að hafa nú snuð með sér til dagmömmunnar og helst hafa það bara upp í sér á leiðinni til að hún sé viss um að það sé með og þarna var það komið í munninn. Allt í einu tekur hún út úr sér snuðið og leggur það pent á skóhilluna þarna við hliðina á sér. Hleypur svo inn og skilur mömmuna eftir frammi alveg gapandi. Mamman gapti þó enn meira þegar skottan kom strax hlaupandi til baka. Núna með rauða snuddu í munninum (en hin var með grænu í). hahahahahaha það verður sko allt að vera í stíl Já hvernig verður þetta eftir nokkur ár þegar daman er nú þegar orðin svona nákvæm með útlitið og ekki nema 19 mánaða
Athugasemdir
Ha ha það verður einhvern tíman fjör að fara með henni í búð.
Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 10:39
Haha ómæ hvað hún er skemmtileg
Ragnheiður , 12.9.2008 kl. 11:40
Æi en sæt saga Dísa mín :-) Vonandi hefurðu það sem best.
Unnur Björk Arnfjörð (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 16:27
ég á tvær svona, greinilega í ættinni og þetta versnar bara með aldrinum!
Margrét Hanna, 12.9.2008 kl. 18:35
Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2008 kl. 19:43
Huld S. Ringsted, 12.9.2008 kl. 22:07
Ju en sætt
Sporðdrekinn, 13.9.2008 kl. 02:41
Einmitt það besta við þessi börn okkar er hvað þau veita okkur endalausa gleði. Jú auðvitað koma tár á milli...... en hinar stundirnar vega svo ansi þungt á móti. Og það er ekkert nema gott um það að segja að stelpuskottið þitt er strax orðin meðvituð um sig sjálf. Það kann ekki nema góðri lukku að stýra.
Þegar ég las færsluna þína, þá sá ég þig sprelllifandi fyrir mér ljómandi stolt eins og blóm í heiði. Hamingja þín geislar líka svo út frá þér að maður getur lítið annað en verða snortin af henni.
Knús á þig yndislega vinkona.
Tína, 13.9.2008 kl. 06:09
Þvílíkt krúttilegt.
Anna Einarsdóttir, 13.9.2008 kl. 09:23
Bergljót Hreinsdóttir, 13.9.2008 kl. 11:04
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 12:15
Yndisleg :)
Knús til ykkar.
SigrúnSveitó, 13.9.2008 kl. 14:11
Já hún verður einhvertíman góð, svo á hún eftir að verða ábyrgðarfull stóra systir.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.9.2008 kl. 18:05
Dugleg þessi dúlla.Það er ansi erfitt að standast það að fara að hugga og hreinlega ná í greyin.
Ég get alveg sagt þér það að mitt sætagerpi byrjaði líka svona ung að hafa álit á klæðni sínum......hún rótaði í öllu þangað til hún fann rautt.....og áfram rótar hún og það tekur tímana tvenna að verða sátt fyrir framan spegilinn
Solla Guðjóns, 13.9.2008 kl. 23:07
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 14.9.2008 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.