. - Hausmynd

.

Duglega stelpuskottið mitt

Það var stigið yfir stóran áfanga í lífi lítils stelpuskotts hér í gær.  Litla daman svaf í fyrsta skiptið í herberginu sínu í nýja rúminu - semsagt ekki rimlarúmi heldur næstu stærð fyrir ofan.  Erum búin að vera að bíða eftir öryggishlið á rúmið í nokkra mánuði en IKEA hafa nú ekkert verið að fylla of mikið á lagerinn sinn hingað til þar sem þeir voru búnir að ákveða að hækka ekki vörunar fyrr en í september.  En hún semsagt kom loksins í gær svo þá var ekki lengur hætta á að skottið litla væri alltaf veltandi frammúr og ákváðum við bara að skella í það að prófa að flytja hana.  Enda fer nú óðum að líða að því að hún verður stórasystir og litla gullið fái rimlarúmið.

Mamman ákvað að leggjast með henni í gær til að auvelda henni að sofna og ákvað einnig að ef hún bara sofnaði í rúminu væri stór sigur unninn.  Fórum svo mæðgurnar inn kl. 8 og mamman bögglaði sér með skottinu í þetta litla rúm.  Hefur örugglega verið skondin sjón haha.  Mamman var svo komin framm hálftíma seinna (ætla sko ekki að tala um hve stóran hluta af þessum hálftíma það tók stirðbusalega bumbulínuna að klöngrast framm úr þröngu rúminu án þess að vekja stelpuskottið ToungeLoL).

Skottan vaknaði að vísu einu sinni eða svo um kvöldið en sofnaði svo sátt aftur.  Ekki var nú alveg laust við að mamman væri stolt yfir duglegu stelpunni sinni á sama tíma og hún fann til trega yfir að litla skottið væri að verða svo stór.  Tja og líka smá trega yfir að vera næstum því að neyða litla skottið að verða stóra stelpan svona snemma Blush já mömmur eru skrítnar ég veit það.

Klukkan um eitt í nótt vaknaði svo mamman við lítið trítl og ósköp aumkunarlega sagt mamma.  Skottan nú ekki alveg örugg í þessu myrkri að reyna að finna mömmu og pabba og var nú heldur betur fegin þegar mömmufaðmurinn opnaðist og hún heyrði og sá mömmu.  Hljóp í fangið og var heldur betur glöð að fá að kúra í mömmuholu.  Lá alveg grafkjurr heillengi því ekki ætlaði hún að eiga á hættu að henni yrði úthýst þaðan.  En svo eftir að hún var orðin örugg í mömmuholunni ákvað hún nú reyndar að hún væri búin að sofa nóg og ætlaði barasta ekkert að ná að sofna.  Held að við höfum sofið eins og 2-3 tíma það sem eftir lifið nætur.  Svo það eru þreyttar mæðgur hér á bæ í dag.  En það er samt stolt mamma hér sem jafnframt krossar putta yfir að þetta eigi nú eftir að ganga enn betur næstu nótt og svo framvegis Smile

Svo er yndislega gaman að fylgjast með þessu stelpuskotti mínu á morgnana.  Maður er nefnilega farinn að hafa smá skoðun á hvernig útlitið er haha.  Byrjar snemma og ekki hefur hún það nú frá mömmunni sem finnur sér bara þægileg föt og nennir nú ekki að vera að mála sig eða slíkt.  En stelpuskottið vill helst fá eitthvað fínt í hárið sitt og byrjar svo daginn á að hlaupa og spegla sig í speglinum sínum til að sjá hvað hún er fín Grin  Yndislegt að fylgjast með þessu.

Eigið góðan dag kæru vinir og njótið þess nú að hafa eignast nýtt líf þar sem við sluppum jú við heimsendirinn Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Það er svo gaman að sjá þessi börn okkar stækka og þroskast. Gangi ykkur vel með þetta dúllan mín.

Hvenær áttu annars von á þér stelpa?

Tína, 10.9.2008 kl. 10:16

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 10:25

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 11:21

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 13:08

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Þau stækka fljót þessar elskur og gaman er að fylgjast með hverju skrefi sem að þau taka.

Mig langar að koma með smá ábendingu, vona að henni verði ekki illa tekið Krúttmolinn þinn mun fljót fatta að gott er að vakna bar um miðja nótt og koma í mömmuholu og eiga restina af nóttinni þar. Þetta getur orðið erfitt fyrir þig og þá sérstaklega þegar að litli molinn kemur, og ekki er langt í það. Mín reynsla er sú að best er að taka á svona hlutum strax, ég veit að það er erfitt þau eru svotan dúllur og við elskum þau svo mikið. En ef að þetta verður að vana þá getur bara orðið svo erfitt að brjóta hann.

Því mæli ég með að þú verðir eitur hörð mamma og farir með skottið aftur upp í sitt rúm, þar getur þú svo setið hjá henni  í mínútu eða svo. Þú gætir þurft að fara nokkrar ferðir fyrstu næturnar og orðið ógeðslega þreytt, þá er gott að hafa makann með í málunum   En það er vel þess virði að vera þreyttur í nokkrar nætur og fá svo að hvílast vel það sem eftir er.

Ég hafði/hef það fyrir reglu að það má ekki koma upp í mitt rúm fyrr en um sex leitið á morgnanna. Þá er ég búinn að fá mína hvíld og ég get lokkað ungann til að sofa pínu lengur. Mér fannst þetta sérstaklega gott þegar að ég var með litlu ungana á brjósti. Vegna þess að þetta var regla þá þurfti ég ekki að vera með samvisku bit yfir að fara allt í einu að banna þeim eldri að koma upp í til mín.

Auðvitað getur eitthvað komið uppá og það þarf að gera undantekningu, en það er betra að undantekningin sé að barnið fái að kúra hjá þér en að hún sé að barnið sofi heila nótt í sínu rúmi.

JÆJA, nú er ég búin að skrifa heila blogg færslu hér á bloggið þitt og ég vona að þú fyrirgefir mér "rausið". Mamma segir að ég sé einstaklega stjórnsöm (sem er alveg rétt), en ég segi að ég sé bara stundum stjórnsöm en oftast vill ég bara deila með af reynslu minni

Áttum við von á heimsendir?   Gott að við misstum af honum *fjúff*

Sporðdrekinn, 10.9.2008 kl. 14:21

6 Smámynd: Dísa Dóra

Scorpio - takk fyrir ráðin og ég tek þeim alls ekkert illa.  Hins vegar ákvað ég að lofa henni að koma upp í svona fyrstu nóttina svo hún vissi að hún er alltaf velkomin upp í mömmu og pabba holu því það er hún   Ég held þó að hún verði alveg jafn fljót að átta sig á því að það er bara betra að halda áfram að sofa í sínu nýja rúmi eins og þegar rimlarúmið á í hlut.  Hún nefnilega er ekkert hrifin af því að sofa upp í hjá mömmu og pabba þar sem pabbinn er álíka bröltari og hún og því ekki svefnfriður fyrir brölti

Krossa bara putta fyrir að þetta gangi bara án nokkurra átaka í framtíðinni - vona nefnilega að skottið komi mömmu sinni á óvart með þetta eins og flest annað því hún hefur alltaf reynst svo ótrúlega dugleg

Dísa Dóra, 10.9.2008 kl. 15:02

7 Smámynd: Sporðdrekinn

 Pabbarnir geta verið svo erfiðir, hér hrýtur hann of mikið og því flýja ungarnir.

Sporðdrekinn, 10.9.2008 kl. 17:35

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndislegt þær eru bara flottar þessar litlu. litla ljósið mitt kom allar nætur upp í til mömmu og pabba, þau fóru svo og keyptu nýjan mjúkan kodda handa henni,
svona eins og hún sefur með hjá ömmu og viti menn hún hefur ekki komið upp í síðan. þau eru svolítið furðuleg á stundum.
þetta verður allt í lagi held að hún sé nokkuð ákveðin sú litla.
Allavega er það að sjá á myndum.

Knús kveðjur
Milla,

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.9.2008 kl. 18:50

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.9.2008 kl. 19:35

10 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Vá flott hún litla frænka mín,hún verður flott stóra systir það er ég svo viss um.

Kveðja og knús til ykkar.kveðja Heiður.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 10.9.2008 kl. 22:13

11 Smámynd: www.zordis.com

Það er svo ljúft þegar þau öðlast öryggið.  Eg á son sem er 8 ára og hann kemur svo oft inn til okkar en þá fer ég með honum til baka og sofna svo oftast hjá honum, sem er ekki það besta.  Hrikalega notalegt samt!!!

Litla stelpuskottið er svo ákeðin að hún verður snögg að finna kostina við eigið herbergi.  Vonandi nærðu góðri orku!

www.zordis.com, 11.9.2008 kl. 12:17

12 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 11.9.2008 kl. 17:59

13 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Gaman að lesa. Herbergi RO er að verða til, búið að mála veggi og kaupa teppi og hillu og ljós í loftið.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 12.9.2008 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband