. - Hausmynd

.

Sumir eru gáfaðri en aðrir og sumir aðeins minna gáfaðir haha


Þegar hringt er í þjónustuver Símans eru öll samtöl hljóðrituð.  Eftirfarandi tilvitnanir eru úr raunverulegum símtölum í þjónustuverinu:

 1#  Ég er að flytja frá Akureyri til Reykjavíkur í eitt ár. Er hægt að
  flytja gsm númerið með sér til Reykjavíkur eða eða þarf ég að fá mér nýtt
  númer?

  2#  Nei, nei.  Þetta er eitthvað bilað hjá ykkur.  Ég er búinn að hafa
  þetta símtæki í 40 ár, og hann fer nú varla að bila úr þessu!


  3#  Ég er að fara til USA á morgun og ætla að taka GSM símann minn með.
  Á ég að taka hleðslutækið með mér líka?
  (Síðar í samtalinu kom í ljós að fyrirspyrjandi að velta fyrir sér hvort hann geti hlaðið
símann í USA vegna þess að þar er mun veikara rafmagn en í Evrópu en meiri
riðstraumur).

  4#  Þegar maður er staddur í útlöndum, og hringir heim, þarf maður að
  setja 354 fyrir framan, en hvað þarf maður að setja fyrir framan þegar
  maður er að senda tölvupóst erlendis frá?


  5#  Ég er með breiðvarpið, og horfi mest á spænsku stöðina.  Hún er
  svarthvít hjá mér, og ég er að horfa á matreiðsluþátt.  Geturðu sagt mér
  litinn á kökunni sem er á skjánum núna?


  6#  Hvað á þetta að þýða að loka símanum?  Ég gerði allt upp hjá ykkur
  fyrir nokkrum mánuðum síðan.


  7#  Ég var að pæla í að gefa stráknum mínum LSD.  Getið þið reddað því
  fyrir mig?  (Þegar leið á samtalið reyndist fyrirspyrjandi vera að meina ADSL)


  8#  Ég stillti GSM símann minn á þýsku, en þegar ég sendi þýskri vinkonu
  minn SMS, fær hún þau bara á íslensku!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Haha, það er alltaf skemmtilegt að lesa svona tilvitnanir

Lilja G. Bolladóttir, 8.9.2008 kl. 20:05

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

tær snilld...... fær meira að segja mig til að koma nokkuð gáfulega út....

Fanney Björg Karlsdóttir, 8.9.2008 kl. 20:51

3 Smámynd: Sporðdrekinn

 

Sporðdrekinn, 8.9.2008 kl. 22:25

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Gaman að þessu

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.9.2008 kl. 08:18

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 9.9.2008 kl. 09:31

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 12:36

7 Smámynd: www.zordis.com

Sætt ... það væri æskilegt að vera með þýðanda í símanum við svona þýskar aðstæður

Takk fyrir fallegu orðin þín

www.zordis.com, 9.9.2008 kl. 12:59

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.9.2008 kl. 16:08

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 18:52

10 Smámynd: SigrúnSveitó

þetta er bara fyndið

SigrúnSveitó, 9.9.2008 kl. 21:39

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Þakka mínum sæla fyrir að gáfulegar fyrirspurnir mínar hafa ekki verið byrtar opinberlega

Gaman af þessu.....LSD

Solla Guðjóns, 9.9.2008 kl. 23:20

12 Smámynd: Tína

Þetta er auðvitað bara tær snilld sko. En ætli það sé til upptaka af því þegar ég hringdi einhverju sinni í 118 og stelpan sem svaraði sagði "Heyrðuuu....... værir þú ekki til í að hringja aftur? Ég er nefnilega að fara í mat" Fyrst átti ég ekki til orð yfir þessu en svo fannst mér þetta eiginlega bara þræl fyndið.

Knús á þig skotta.

Tína, 10.9.2008 kl. 07:47

13 identicon

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband