3.9.2008 | 08:51
Styð ljósmæður algjörlega
Þrátt fyrir að ég viðurkenni vel að mér er nú ekki algjörlega sama um þessar aðgerðir. Vissulega er ég ekki sett fyrr en 11. nóvember en samt er manni ekki alveg sama. Ein vinkona átti að eiga í fyrradag og er því bara að bíða núna og ekki vildi ég vera í hennar sporum.
En það er svo sannarlega tímabært að ljósmæður fái mannsæmandi laun miðaða við það nám sem liggur á bak við þeirra starf.
Víða engin neyðarvakt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já alveg sammála þér og hef ég nú þegar þessi mál hafa verið til umræðu í fjöðmiðlum hugsað hvernig hún mamma hafði þetta á vakt 24 tíma í sólarhring 7 daga vikunar allt árið,svo er ég auðvita búin að eiga sjálf 3 börn og þessar konur eiga bara heiður skilið fyrir sín störf og mannsæmandi laun það er ekki spurning...
Kveðja og knús til ykkar og farðu vel með þig frænka mín.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 3.9.2008 kl. 10:37
já sjáum bara til hversu vél þér líst á þetta verkfall og hvort þú styður verkfallið jafn vel ef það stendur ennþá þegar þú átt að eiga.
Þetta er einfaldlega út í hött að þykjast ætla að gefa skít í konur sem eru að eiga og úthýsa þeim vegna launa, geta þessar Ljósmæður ekki samið um þetta í stað þess að beita svona fáránlegum kúgunar aðgerðum.
Ég styð alveg að þær fái mannsæmandi laun en að láta það bitna á konum sem eru að fara að eiga og hætta þar með lífi barna og mæðranna er allgert rugl.
Riddarinn , 3.9.2008 kl. 10:52
Vonandi þarf ekki aðgerða til ..... ég þekki eina sem er komin framyfir dag!!
Verð að minnast á litla gullprakkaramolann þinn, hrikalega flottar þrívíddarmyndir sem hægt er að taka með tækninni!
Puðr í bumbu
www.zordis.com, 3.9.2008 kl. 11:02
Það er vonandi að þetta gangi allt upp sem allra allra fyrst.
Sporðdrekinn, 3.9.2008 kl. 11:57
Riddarinn - ljósmæður hafa lengi reynt að semja um leiðréttingu launa sinna án árangurs. Því eru aðgerðir þeirra svo róttækar nú - það virðist því miður vera eina leiðin til að vekja athygli yfirvalda á þessum málum. Og ég tel nú þetta ekkert fáránlegri kúgurnaraðgerðir en til dæmis kennarar hafa oft beitt með sínum verkföllum. Ekki hafa ljósmæður farið oft í verkfall. Langlundargeð þeirra er bara komið í þrot núna og ég skil aðgerðir þeirra bara mjög vel.
Það er alltaf talað um að velferðar og heilbrigðiskerfið hér á landi sé með því betra sem þekkist í heiminum. Til að halda því þannig þarf að borga þeim sem þar starfa mannsæmandi laun - öðruvísi getum við ekki vænst þess að þetta góða kerfi haldist til frambúðar eða hvað?
Ég mun halda áfram að styðja aðgerðirnar og finnst þær eiga fyllilega skilið að fá mannsæmandi laun þrátt fyrir að nær dragi fæðingu erfingjans míns. Ég mun hins vegar örugglega verða enn órólegri en ég er nú - en það er bara eitthvað sem er aðskilið stuðning mínum við ljósmæðurnar.
Dísa Dóra, 3.9.2008 kl. 13:58
Þær eiga ALLAN MINN STUÐNING
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 14:11
Sammála þér í því, það er til skammar hvað þær, kennarar og leikskólakennarar hafa lág laun og þetta er fólkið sem er að ala upp börnin okkar.
Knús kveðjur
Milla.
Ps.
Hvernig hefur þú það?
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2008 kl. 16:40
Ég vil sjá stjórnvöld hætta að sjá svona eftir launum allra er starfa að heilbrygðisþjónustu.
Svona ástand ætti ekki að þurfa að skapast.
Stjórn landsins ætti að skammats sín.
Ljósmæður eiga minn stuðning en ég vil ekki þurfa að horfa upp á svona aðgerðir.Mér finnst málið mjög einfallt.
Solla Guðjóns, 3.9.2008 kl. 20:38
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 4.9.2008 kl. 22:19
Þær fá sko allan minn stuðning!!!! En je minn hvað þrívíddar sónarmyndin er æði yndislegt að fá svona myndir hefði sko alveg viljað eiga svona af öllum gullunum mínum 6 en svona er tæknin í dag Hafðu ljúfa helgi elskuleg
Brynja skordal, 5.9.2008 kl. 01:32
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.9.2008 kl. 19:46
já það er tími til komin að þær fái mannsæmandi laun !
kærleikur til þín frá lejrekotinu.
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 6.9.2008 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.