2.9.2008 | 17:06
Pakkaþukl
Hér var farið í borgina í dag og reynt að þukla smá og kíkja í pakkann. Bumbugullið er þó líkt stóru systur og vildi nú ekkert vera að sýna sig of mikið. Setti bæði hendur og fætur fyrir andlitið eða boraði því vel í fylgjuna alveg eins og hún gerði haha - já við erum greinilega að fara að eignast annað lítið púkaskott
Það náðust þó einhverjar myndir þó ekki hafi þær verið mjög skýrar og fínar. Hér er ein af þeim betri og sést nú að ekki eru þau mjög ólík útlitslega séð heldur að því er virðist vera. Ég er ekkert smá rík
Athugasemdir
Til hamingju með pakkann þinn.....ótrúlegt hvað hægt er að sjá...andlit og allt saman, alveg merkilegt !
Sunna Dóra Möller, 2.9.2008 kl. 17:08
Innilega til hamingju með þessar myndir, nei satt er það hann er líkur henni systur sinni ;-)
Erna Sif (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 17:44
Þetta er stórkostlegt! Til hamingju, enn og aftur.
Það liggur við að ég "þurfi" að eignast eitt enn til að geta prófað svona sónar! eeeeen, ég held samt ekki...4 ungar er nóg fyrir okkur...
Knús á þig, mín kæra.
SigrúnSveitó, 2.9.2008 kl. 18:27
Fallegur pakki, það er greinilegt að þið eigið þetta barn líka. Yndislegt
Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 18:32
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 19:32
Manni langar bara að snerta
Solla Guðjóns, 2.9.2008 kl. 20:21
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.9.2008 kl. 21:06
Ó en yndislegt!
Sporðdrekinn, 2.9.2008 kl. 21:12
æ litla krútt - tæknin í dag er frábær.
alva (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 23:03
Shit hvað mér finnst ég eitthvað gömul þegar ég sé hvað tækninni hefur fleytt fram á þessum sviðum síðan ég var ólétt í "gamla daga". Hrikalega gaman að geta svona eins og stolist og fengið góða hugmynd um hvernig laumubaunin lítur út. Ég samgleðst þér svo inn að hjartarótum Dísa mín. Hvenær áttu annars von á þér?
Hjartans kramkveðjur á þig krútta.
Tína, 3.9.2008 kl. 07:46
Sæl og blessuð
Til hamingju með pakkann þinn. Flott innihald.
Guð veri með þér.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.9.2008 kl. 00:39
Svooo falleg
Hulla Dan, 8.9.2008 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.