22.8.2008 | 13:35
Er ég gott eða slæmt fordæmi???
Já hvort ætli ég sé þegar litla eins og hálfs árs skottið er meira að segja að tapa sér hér í sófanum?? Hoppar eins og brjálæðingur, klappar og klappar og gargar hástöfum veiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii .
Dí ég held það sé eins gott að ég er ekki að fara í skoðun á eftir hahahaha blóðþrýstingurinn sennilega svolítið hár
Koma svo strákar - ekki missa þetta niður - þið eruð ÆÆÆÆÐÐÐÐÐÐÐÐÐÐÐIIIIIIIIIIII
Viðbót: Það var nú ekki laust við að kerlan táraðist þegar leiknum var lokið með þessum stórkostlega árangri. Svo er bara að arga sig hása á sunnudaginn - og stelpuskottið kann þetta sko alveg orðið svo hún verður sennilega ekkert minna hás en foreldrarnir að leik loknum
Við erum sko stórasta þjóð í heimi
Athugasemdir
Örugglega svona miðlungsfordæmi........ ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 20:53
Þú ert gott fordæmi, hugsaðu þér gleðina sem litla Teklan þín upplyfir með þér yfir góðum hlut eins og handbolta, bara jákvætt.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 23:36
Það er alveg nauðsynlegt að kenna börnunum sínum hvernig á að haga sér þegar að fylgst er með íþróttum
Sporðdrekinn, 23.8.2008 kl. 05:59
Ég er sko búin að tilkynna körlunum mínum á heimilinu að þeir verði bókstaflega rifnir á fætur í fyrramálið, því ég ætla ekki að láta það fréttast að meðan ég horfi (ein) á alla leikina, þá séu karlarnir (allir) steinsofandi
Knús á þig mín kæra.
Tína, 23.8.2008 kl. 07:28
Sæl og blessuð.
Skemmtilegar lýsingar af ykkur mæðgum þegar þið voruð að horfa á strákana okkar í handbolta.
Góða helgi og Guðs blessun.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.8.2008 kl. 09:13
Þú ert gott fordæmi ef þú ert ekki að bölva og bölsótast...bara fagna og klappa og solleis....hafa gaman...
Við settum upp sjónvarp í sal leikskólans og börnin tóku fullan þátt í áhorfinu...fögnuðnum...klappinu og gleðinni sem braust út eftir leik...ólei ólei ólei ólei....
Held að þessi stund gleymist aldrei
Bergljót Hreinsdóttir, 23.8.2008 kl. 10:43
Þið hafið verið flottar á sófanum!
Sammála Sporðdreka með að það sé nauðsynlegt að kenna íþróttafordæmi. Góða heldi.
www.zordis.com, 23.8.2008 kl. 11:07
Þú ert sko allveg pottþétt gott fordæmi ef þú situr og hejar á Strákana okkar..... og kennir þar með krílinu þínu að vera stoltur Íslendingur........allveg eins og hún Dorrit okkar.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 23.8.2008 kl. 12:33
það var sko ekki laust við tár , það voru tár á hvörmum þegar ég sá tilfinningarnar hjá óla og strákunum þetta er æðislegt og Dorrit er mesta krútt ever
Gunna-Polly, 23.8.2008 kl. 15:51
Tek undir með þeim hér fyrir ofan mig og tárinn runnu líka niður vangan minn og Dorritt er bara YNDISLEG OG SVO BARA EINSTÖK.
ÁFRAM ÍSLAND
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:11
Mín dóttir kom fram einn morguninn og sussaði á okkur fullorðna fólkið. Hún var að reyna að sofa.
En það er bara ekki hægt að vera rólegur við þessar aðstæður.
Anna Einarsdóttir, 23.8.2008 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.