. - Hausmynd

.

Frábært hjá Barnaheill að koma með slíka ádeilu

Er sko fyllilega sammála því sem þeir setja út á og finnst bara fáránlegt að dómurum finnist afsakanlegt að rassskella börnin því móðir þess hafi ekki verið á móti því.  Lögin kveða skýrt á um þessi mál og rassskellingar eru ofbeldi.  Enda ef að það á að leifa rassskellingar í einhverjum tilfellum hver á þá að dæma um hvenær er of langt gengið í slíku og hvenær ekki??  Er allt í lagi að skella laust á bossann eða má skella svo að undan svíði og jafnvel enn verra???  Ég vildi alveg sjá skilgreiningu þessara dómara á hvenær þetta er í lagi og hvenær ekki.

Mér finnst reyndar rassskellingar alls ekki í lagi og það er svo sannarlega hægt að aga börnin án þess að til ofbeldis komi.  Það felst enginn agi í að beita aðferðum sem aðeins eru til þess fallnar að vekja ótta hjá barninu um frekara ofbeldi.  Slíkt vekur ekki annað en þörf hjá barninu til að komast hjá slíkum refsingum vegna ótta.  Ótti kennir barninu ekki rétt siðferði eða hvað er í raun rétt og rangt.  Það kennir barninu einungis hvernig best er að haga sér til að komast hjá því að vera beitt ofbeldi.  Slíkur ótti gerir ekkert annað en að brjóta niður sjálfsmynd og er alls ekki til þess fallinn að barnið læri að umgangast félaga sína á réttum forsendum.

Hvers vegna virðist það vera svo að dómarar landsins hafi tendensa til að finna afsakanir fyrir ofbeldinu??  


mbl.is Barnaheill harma dómsniðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála þér.

alva (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 13:15

2 identicon

Ég er sammála þér um að líkamlegt ofbeldi sé algerlega gagnslaust miðað við aðrar aðferðir. Það er hinsvegar tvennt sem verður að athuga:

Það einfaldlega verður stundum að aga börn til. Það þýðir ekki endilega líkamlegt ofbeldi, en það þýðir ekki heldur að einfaldlega ætla einfaldlega að hóta einhverju illu án þess að standa nokkurn tíma við það. Það kennir barninu einfaldlega að það skipti engu máli hvað það gerir. Á einhverjum tíma verður að beita hóflegu andlegu ofbeldi, svosem því að kannski loka barnið inni á baðherbergi í 5-15 mínútur, eftir alvarleika málsins.

Ennfremur er eitt sem margir foreldrar vanrækja, og það er að átta sig á því að börn skilja ekki sjálfkrafa hvað sé rétt og rangt. Það verður að gefa þeim tækifæri til að hætta að gera það sem þau eru að gera rangt áður en það er gripið til refsinga. Sé barnið hinsvegar meðvitað um að það sé að gera rangt og gerir það samt, þá fyrst þykir mér tilefni til refsinga, þá helst með "mini-fangelsis"-hugmyndinni sem ég tel vera þá allra skástu aðferðina til að aga börn.

Það er þó gleðilegt efni að fyrirbærið refsing sé að missa fylgi. Refsingar hafa aldrei verið og munu sennilega aldrei vera besta leiðin til að hafa röð og reglu. Refsingar virka fyrst og fremst á fólk sem er bara einfaldlega of heimskt til að átta sig á því að það séu afleiðingar af gjörðum sínum, en refsingar verða að þjóna ákveðnum, fyrirfram augljósum og útskýranlegum tilgangi; refsing sem er bara til refsingar (svokölluð friðþæging) er eitthvað sem samfélagið er loksins að vaxa upp úr, þó enn séu til íhaldssamir þöngulhausar sem virkilega halda að heimurinn hafi verið betri þegar allir voru mun harðari, grimmari, refsigjarnari og almennt leiðinlegri.

Eins og ég segi, það verður að vera hægt að refsa börnum einhvern veginn, en vitaskuld ekki með ofbeldi. Ég skil vel að ekki séu komin lög gegn þessu ennþá, enda er þetta mjög nýleg þróun, en þetta er líka svolítið sem samfélagið sjálft verður að þróa með sjálfu sér. Það þýðir ekki að berja siðferði inn í fullorðið fólk ef það áttar sig ekki á því hvað það hefur gert rangt, ekkert frekar en að berja siðferði inn í börn sem átta sig ekki á því. Það gengur í báðar áttir, hugsa ég. 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 13:24

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og enn brjóta Íslendingar gerða alþjóðasamninga.  Núna er það barnasáttmáli Sp.

Hvílíkt barbarí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2008 kl. 15:07

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ofbeldi er ekki aðferð sem ber að nota við uppeldi, það er alveg kristaltært í mínum huga.  Það sem mér finnst vera erfiðast fyrir börn núna og síðustu ár, eru misvitrir foreldrar sem skammast, rífast og hóta vinstri hægri en standa aldrei við neitt sem þau segja, skilaboðin til barnanna eru rugl, þetta á því miður við allt of stóran hóp foreldra og fer ekki batnandi, þegar maður er farin að sjá svona uppeldisaðferðir í hverri bæjarferð þá er eitthvað ekki í lagi. Sem betur fer er svo líka til stór hópur af yndislegum foreldrum, en þá kem ég að því sem ég hef oft talað um, því ekki að kenna fólki gott uppeldi þegar börnin fæðast, margir hafa ekkert uppeldi hlotið og þurfa leiðsögn, allir góðir hundaeigendur fara á námskeið svo hundurinn verði fullkominn, því ekki uppeldisnámskeið??

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 15:45

5 Smámynd: halkatla

mér hefur sjaldan liðið eins furðulega einsog þegar ég las þessa frétt. Orðið sem Jenný notar "barbarí" lýsir tilfinningunni reyndar.

Heill sé Barnaheill!

halkatla, 19.8.2008 kl. 16:32

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Ofbeldi á börnum kennir þeim að ofbeldi sé ok. Af hverju slá td sumir börnin sín á hendur eða rass þegar að þau hafa slegið til annars barns eða fullorðins einstaklings. Er þá ekki verið að kenna barninu að það megi ekki nota ofbeldi fyrr en að það er orðið fullorðið?

Ég þekki konu sem var með varanleg bakmeiðsli eftir rassskellingar föður síns.

Sporðdrekinn, 19.8.2008 kl. 18:35

7 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Mér gengur alveg ljómandi vel að ala upp börn án þess að brúka refsingar, hvorki líkamlega eða andlega.  Hins vegar var fjölskyldumeðlimur sem kaus að brúka flengingar á mig þegar ég var lítil og ég upplifði það sem hreint og klárt ofbeldi og ósanngirni.  Og svo sannarlega er ég ekki búin að gleyma.

Þórdís Guðmundsdóttir, 19.8.2008 kl. 20:02

8 Smámynd: Tína

Tek undir allt sem þú segir hérna Dísa mín. Skil ekki og mun aldrei gera, þegar fólk beitir fyrir sér ofbeldi og heldur að það geti nokkurn tímann verið til bóta. Hvað þá þegar þeir fá hálfgerða blessun fyrir gjörðir sínar. Það er alveg segin saga að maðurinn telur sig vera stikkfrí núna og mun þess vegna halda áfram að beita þessum refsingum og gott ef ekki með meiri hörku núna.

Það vona ég að guð geymi og verndi þessi börn.

Knús á þig yndislegust.

Tína, 20.8.2008 kl. 06:25

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Alveg sammála.

Heiða Þórðar, 20.8.2008 kl. 17:15

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svo hjartanlega sammála ofbeldi á aldrei rétt á sér.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2008 kl. 22:11

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Réttarkerfið hér er handónýtt. Við erum alltaf að sjá dóma sem á alls ekki að líðast.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.8.2008 kl. 23:31

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.8.2008 kl. 17:22

13 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Þetta er í raun ótrúlegt mál. Nú er nýbúið að áminna Ísland af Sameinuðu Þjóðunum, fyrir ýmislegt sem snýr að kvennamisrétti, en þá bæta stjórnvöld/dómstólar um betur og fella svona dóm. Ætli þeir dómarar sem að málinu koma, hýði börnin sín og finnist það hin ágætasta uppeldisaðferð??

Góður pistill hjá þér, Dísa

Lilja G. Bolladóttir, 21.8.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband