18.8.2008 | 11:35
Visakortið bráðnað haha
Já kerlan skellti sér í smá verslunarferð til Köben og Svíþjóðar með litlu systur frá fimmtudegi til sunnudags.
Lögðum af stað eldsnemma (um miðja nótt reyndar) héðan af suðurlandinu og vorum komin til Köben um hádegi að staðartíma. Vorum með bílaleigubíl og það fyrsta sem gert var eftir að hann var kominn var auðvitað að skella sér í Fields og skoða smá. Verslaði smá þar en við vorum reyndar bara stillttar þann daginn og vorum svo komnar snemma upp á hótel og farið snemma í svefn það kvöld enda bumbulína orðin vel þreytt.
Föstudagurinn fór svo í að bruna yfir til Sverige þar sem að stórum hluta dagsins var eytt í búðum í Väla center í Helsingborg. Auðvitað var H&M nærri tómt þegar tvær kaupóðar kerlur frá íslandi höfðu lokið sér af . Brunuðum svo alla leið upp til Ullared og þar rétt náðum við að kíkja inn í klukkutíma fyrir lokun. Gistum síðan á mótelinu þar og ekki farið alveg jafn snemma að sofa þar sem jú þurfti að koma í töskurnar því sem verslað hafði verið.
Vöknuðum báðar mun fyrr en ætlað var á laugardeginum og ákváðum bara að drífa okkur af stað fyrst að hvorug gat sofnað aftur. Fengum okkur morgunverð og gengum frá flestu og vorum svo mættar út í búð fyrir klukkan átta - hehe já klikkaðar kerlur á ferð Versluðum bara smá þarna - hva ekki nema eins og fulla innkaupakörfu af fötum - hvað er nú það á milli vina?
Hugsaði nú reyndar um það að maður væri komin svo ótrúlega nálægt vinum mínum í Sverige sem búa meðal annars rétt fyrir norðan Gautaborg og rétt fyrir norða Växjö í Smálöndunum og svo auðvitað bloggvinur minn hann Gunnar í Jönköping. En enginn var nú tíminn í þetta skiptið til að hitta þetta yndislega fólk.
Höfðum lokið okkur af þarna rétt um hádegi og ákváðum bara að renna niður á skán aftur. Fyrsta verkið þegar þangað var komið var reyndar að koma við í Landskrona og fá okkur kebabpizzu sem er heimsins besta pizza sko - slefa við tilhugsunina um þessa pizzu. Eftir það var brunað í center syd og þar kíkt enn frekar í búðir. Hehehe vissum svosem að töskurnar okkar voru löngu orðnar fullar en well well þetta er bara svo gaman Svo var það Köben aftur og vorum bara komnar snemma upp á hótel. Trítluðum svo reyndar aðeins niður á aðallestastöðina til að kaupa okkur smá snarl en svo lá nú kerla bara fyrir framan tv að slappa af þar til að farið var að sofa. Tja eða þannig- ekki alveg það auðveldasta sem maður gerir að sofa á hóteli við Istergade þar sem að lífið hefst fyrst á nóttunni. En með hjálp eyrnartappa gekk nú að sofa smá.
Í gær var svo bara rólegheit og fórum við ekki af stað fyrr en um kl 10. Þá var tekinn smá rúntur og ætlunin var að fara í risa flóa/antikmarkað sem við höfðum farið í áður. En þegar til kom reyndist því miður búið að rífa það hús og vissi enginn sem við hittum hvert markaðurinn sjálfur hafði farið. Svo við ákváðum bara að skutlast og skila bílnum út á völl en honum áttum við að skila fyrir kl. 13.30 og töskunum komun við bara í geymslu þarna úti á velli.
Svo lestuðum við okkur aftur niður í miðbæ og kíktum í tivolí svona til að halda okkur örugglega frá búðum sem ef til vill væru opnar haha. Notalegt að trítla um í tivolí og skoða mannlífið þar. Nenntum því þó ekki lengur og ákváðum bara að skella okkur í bíó kl 16.30. Mamma mia varð fyrir valinu og vá hvað við skemmtum okkur vel. Þessi mynd verður sko örugglega keypt þegar hún kemur á DVD og horft á hana aftur og aftur.
Eftir þetta var tími til kominn að bruna út á völl og tékka sig inn. Gekk það hið besta og yfirviktin bara ótrúlega lítil (á farangrinum það er að segja) Flugið gekk með ágætum og var heldur rýmra um okkur í þessari vél en þeirri sem við fórum í á leið út en þar gat maður nú ekki einu sinni sett bók í hólfið við sætið því maður var með hnén klesst þar við. Þeir sem leggjalangir eru voru sko ekki í góðum málum og skakkir og skældir eftir flugið get ég sagt ykkur. Slapp við tollarana sem betur fer - ætla ekki einu sinni að reyna að reikna strax hve mikið var verslað fyrir en þeir hefðu sennilega getað sektað mig smá En núna er ég búin að versla allar jóla og afmælisgjafir fyrir unga fólkið næsta árið og wow hvað það er góð tilfinning. Verður sennilega enn betri tilfinning í nóv. des. að þurfa ekki að fara í búðir. Verslaði jú einnit helling á famelíumeðlimina bæði fædda og ófædda. Svo sennilega er ekki skrítið að maður hafi verslað visakortið í hengla haha
Kom svo heim um eitt í nótt og það var svo sannarlega þreytt kerla sem skreið upp í hjá karli sínum og sofnaði næstum áður en ég lagði hausinn á koddann.
Þið getið svo rétt ímyndað ykkur hve yndislegt var að vakna við skottuna í morgun sem var mjög sæl að sjá mömmu gömlu. Fékk sko mörg yndisleg knús og kossa
Svo fara næstu dagar í að ná úr mér þreytunni eftir ferðina og ná af mér þeim bjúg sem ég því miður náði mér í. Sennilega ekki það viturlegasta sem kerla á sjöunda mánuði gerir að fara í svona ferð En bumbugullið er nú orðin vant ýmsu eftir suðurlandsskjálfta og árekstur svo það ætti nú að vera með sterk bein
Hef hreinlega ekki orku til að fara allan bloggrúntinn núna og lesa og kommenta. Segi bara við ykkur allir bloggvinir mínir að ég óska ykkur góðra daga
Athugasemdir
ooooohhhh, það er fátt yndislegra en knús frá ungunum
Farðu nú vel með þig, bumbulínan mín.
SigrúnSveitó, 18.8.2008 kl. 12:13
Velkomin heim Vísaskvísa ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 12:39
Velkomin heim skvísa. Þetta hefur verið mögnuð ferð, duglegar eruð þið. Farðu nú vel með þig og bumbubúann. Er ekki eitthvað sem þú þarft að losa þig við af fötum með alla þessa viðbót??
Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 14:49
Velkomin heim.
Æðisleg ferð, gott hjá ykkur
Guðný (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 15:54
Velkomin heim
Sporðdrekinn, 18.8.2008 kl. 16:28
En gaman hjá ykkur! Ohhh ... ég væri sko vel til í að versla á krílið mitt og sjálfa mig í H&M! Gott að þið nutuð ykkar!
Hugarfluga, 18.8.2008 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.