9.8.2008 | 18:59
Fögnum fjölbreytileikanum - hinsegin dagar
Litla fjölskyldan ákvað að bregða sér af bæ í dag eftir að ég hafði aðeins lagt mig eftir næturvaktina og héldum við til höfuðborgina að taka þátt í gleðigöngunni. Eins og alltaf þá er þetta svo sannarlega gleðiganga og mikið um fjör, liti, söng og gleði. Skottu fór nú reyndar að leiðast þófið eftir nærri 2 tíma þar sem að hún vildi helst fá að hlaupa bara frjáls um en foreldrarnir vildu nú vita hvar hún væri og héldu því fast í hana. Útkoman varð að við vorum sammála um að vera ósammála í þessum efnum
Mér finnst þessi gleðiganga algjörlega frábær og hef verið niðri í bæ flest skiptin frá upphafi. Hafði að vísu ekki komist síðustu ár og var því glöð að komast loksins í dag. Finnst gangan einmitt sýna hve yndislega skemmtilegur fjölbreytileikinn getur verið og það er aðeins okkar að meta það sem aðrir geta kennt okkur - hverrar trúar sem þeir eru, kynhneigðar eða annað. Við erum öll hluti af hinu stóra málverki og til að málverkið verði fullklárað þarf að hafa öll litbrigðin með - það er okkur öll með okkar mismunandi einkennum.
Hér koma myndir frá þessum gleðidegi
frekar mikið að gera að tala í símann á meðan hún beið eftir göngunni haha
Blöðruormurinn flotti í fánalitum samkynhneigðra
Skottu þótti Skjöldur frekar óárennilegur í þessari múnderingu
Föngulegur hópur búddista var með atriði í göngunni (reyndar 2)
Náði í blöðruorminn og vildi nú helst bara taka hann með heim
Athugasemdir
Algjört krútt þessi stelpuskotta....
Skemmtileg hefð sem hefur skapast með hinsegin dögum og flott að allir fái bara að vera þeir sem þeir eru....
Bergljót Hreinsdóttir, 9.8.2008 kl. 19:51
Frábærar myndir af skottu ofl. Kær kveðja til ykkar
Ásdís Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 19:58
Við höfum staðið nánast hlið við hlið mín kæra!!!!
hefði verið gaman að sjá ykkur. Knús á þig og sjáumst vonandi í næstu viku yfir einni krús!
www.zordis.com, 9.8.2008 kl. 23:49
Kæra vina langar að láta vita að ég er komin að tölvunni og þakka þér fyrir hlýjar kveðjur til mín.
Mig langaði líka svo til að vera með í göngunni, þetta er svo mikil gleðiganga að maður hlýtur að lifa af því árið út.
Knús og kærleik til þín Dísa Dóra mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.8.2008 kl. 15:51
Ohhhh hún er soddan krútt hún dóttir þín!!!
Hugarfluga, 10.8.2008 kl. 21:47
Mér finnst þessi gleðiganga alveg geggjuð og er stolt af því að eiga langflottustu gleðigöngu heims (miðað við höfatölu!). Frábært að fólk skuli mæta með börnin sín.
En ég missti af henni aftur, kom ekki í tæka tíð í bæinn.
Kolgrima, 11.8.2008 kl. 01:24
Já, ég missti af henni núna en fór í allar hinar og finnst alltaf jafn gaman!
Margrét Hanna, 11.8.2008 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.