. - Hausmynd

.

Mótorhjól og umferðin

Já það hafa mikið verið sýndar auglýsingar undanfarið þar sem mjög er brýnt fyrir okkur ökumönnum að horfa vel í kring um okkur því að mótorhjólin sjáist ekki eins vel og því gæti verið að við svínuðum á eitt slíkt ef við erum ekki varkár.  Já ég hef sko haft þetta í huga og lít því extra vel í kring um mig að sumrinu til sérstaklega þegar þessir fákar eru sem mest á ferðinni.

En slíkt dugar nú ekki alveg til þegar mótorhjólamennirnir gleyma alveg að fara eftir umferðareglum.  Ég var á leið í vinnuna í dag og var að beygja inn götuna þar sem ég vinn.  Við hornið rétt þegar maður beygir er hraðahindrum með merktri göngubraut á og því fer maður nú ekki hratt í þessa beygju eða þarna um kring.  Beygi þarna og veit ekki fyrr en ógurlegur hvellur gall við og ég sat skjálfandi í glerbrotahrúgu því rúðan kom yfir mig.  Lít til hliðar um leið og ég stansa og bregður heldur betur illa þegar ég sé bara mann liggja á götunni.  Þá hafði maðurinn (á mótorhjóli) ekki verið meira vakandi en svo að hann ætlaði sér að taka fram úr mér þarna og var ekkert að horfa á að ég var með stefnuljós.  Plús það að ólöglegt er jú að fara fram úr við gangbraut.  Hann kom því fljúgandi inn í hliðina á mér.  Það var þó lán í óláni að við vorum ekki á nenni ferð sem heitir vegna hraðahindrunarinnar og fór því betur en á horfiðst.  Vissulega skemmd á hjólin og öll hliðin á bílnum mínum skemmd - verður sennilegast dæmdur ónýtur finnst mér líklegt þar sem að ég var sem betur fer á gamla bílnum mínum.  En hvorugt okkar slasaðist svo það er fyrir öllu.  Og ég í 100% rétti svo ég slepp við að punga út einhverjum upphæðum þó svona sé alltaf bölvanlega bagalegt að standa í.

En ég fékk svo sannarlega áfall og titraði og skalf í smá tíma á eftir.  Ætli litla bumbugullið mitt verði ekki algjörlega taugaveiklað.  Alltaf að lenda í að mamman er í þvílíku áfalli vegna skjálfta og áreksturs Tounge  Þurfti svo að fara í sturtu og þvo af mér allar gleragnir sem allstaðar sátu fastar og smugu sko á ótrúlegustu staði.

En þetta dæmi sýnir nú mjög glögglega að það þurfa fleiri en ökumenn bifreiða að vera með varann á sér og fyrst og fremst að fara eftir umferðareglum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Elsku kellan mín!

Gott að allir sluppu heilir! Þetta er eitthvað sem enginn vil lenda í

Hrönn Sigurðardóttir, 25.7.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Nákvæmlega rétt hjá þér! Ökumenn bifhjóla eru í flestum tilfellum, held ég, ábyrgðarfullir en svo eru alltaf einhverjir sem bara eru í þessu fyrir spíttið.... Ætli við þurfum ekki ÖLL að hafa augun opin!!

Gott að allt fór vel hjá ykkur, og ég skil sko vel hjartsláttinn, þarf nú oft minna til.....

Lilja G. Bolladóttir, 26.7.2008 kl. 01:14

3 identicon

Gott að allt fór vel.Því miður eru skussar á hjólum eins og á bílum.Ég er mikið meira vakandi í umferðinni eftir að ég fór sjálf að hjóla.Þeir sem hafa nærri ekið á mig á hjóli voru iðulega í símanum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 11:53

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

eins gott að ekki fór illa, þökkum fyrir það.

ég lenti einu sinni í því á laugarveginum  að hjól keyrði inn í bílinn minn og unfir, ég var ekki einu sinni á ferð. það var mikil umferðog umferðin var stoppuð, svo heyri ég þessi líka svaka læti og bíllinn lyftist upp og mótorhjólið rann einhvernveginn bæði á hliðina og hálft undir bílinn. ökumauður hjólsins var að sjálfsögðu í sjokki, en ég varð mest hissa !

engin slasaðist sem betur fer.

Kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.7.2008 kl. 21:47

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús og sólarkveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.7.2008 kl. 22:08

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Úff gott að ekki fór verr!

Og þar sem að ég hef auðsjáanlega verið út á þekju og ekki tekið eftir þessu fyrr: Til hamingju með bumbubúann

Sporðdrekinn, 27.7.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband