24.7.2008 | 12:03
Minningar barns af ofbeldi í æsku - sönn saga úr íslenskum veruleika
Rakst á þessa sögu á flakki mínu á netinu og ákvað að skella henni hér inn. Því miður er svona dæmi langt í frá einsdæmi og því er þessi saga þörf áminning fyrir okkur öll að vera vakandi og tilkynna strax ef grunur vaknar um einhverskonar ofbeldi. Munum að við erum skyldug til að tilkynna ef grunur vaknar um að barn verði fyrir ofbeldi af einhverju tagi. (Samkvæmt 16 gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 ber hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við ofbeldi eða áreitni skylda til að tilkynna það barnaverndarnefnd. Í 17 gr. sömu laga er sérstök áhersla lögð á tilkynningarskyldu þeirra sem starfa með börnum. Nánari upplýsingar um tilkynningaskyldu og íslensk lög er að finna á www.bvs.is undir: lög og reglugerðir.)
Munum einnig að það á alltaf að vera barnið sem fær að njóta vafans en ekki hinn fullorðni. Hikið því ekki við að tilkynna ef grunur vaknar því það gæti vel hjálpað barni í neyð.
Ef um börn undir lögaldri er að ræða, ber að tilkynna það til barnaverndarnefnda. Er þá fyrst og fremst leitað til barnaverndarnefndar þar sem barnið býr. Barnaverndarnefndir starfa í öllum bæjarfélögum. Nánari upplýsingar um þær má finna á heimasíðu Barnaverndarstofu, www.bvs.is Þar eru einnig upplýsingar um hvernig beri að bregðast við, ef grunur leikur á að brotið hafið verið á barni. Barnaverndarnefndir hafa yfir að ráða sérhæfðu starfsfólki sem tekur við tilkynningum og gerir viðeigandi ráðstafanir í framhaldi af því. Einnig er hægt að hafa samband í síma 112 til að fá ráð og upplýsingar.
Þessi saga er sönn.
Langar að segja ykkur sögu mína í stuttu máli:
Martröðin byrjaði þegar ég var 2 ára, foreldrar mínir voru sífellt að slást út af peningamálum og svo hélt pabbi fram hjá mömmu, hjákonan varð ólétt og fór í eyðingu.
Ég varð oft vitni að því þegar mamma lenti uppá slysó eftir hnífaparís. Man líka þegar þau reyndu að kyrkja hvort annað þangað til þau fóru að froðufella. Ég var skelfilega hrædd og grét mig í svefn í litlum skáp sem var í svefnherberginu okkar. Sem betur fer var barnæskan ekki bara martröð, ég átti yndislegan afa og við máttum ekki af hvort öðru sjá, en því miður féll hann frá þegar ég var 5 ára, hann var mér mikill harmdauði (ég sakna hans ennþá).
Ég varð líka fyrir grófu kynferðisofbeldi af einum ættingja mömmu. Sem betur fer man ég ekki eftir því, nema hluta. Bróðir pabba kom að honum í eitt skipti þar sem hann var að serða mig í endaþarm, 5 ára barnið. Hann sagði seinna við pabba að hann hefði byrjað að notfæra sig mig þegar ég var reyfabarn, jú þau hafa sogkraft sagði hann og hló, ógeðið. Mér fannst þetta eðlilegt, og hélt að þetta gerðu allir. En þetta stoppaði þarna sem betur fer. Hann var aldrei kærður, var á þessum árum lítið um kærur, því miður.
Ég ber ennþá stór ör á líkama mínum eftir þetta, suma hluti get ég ekki gert í dag með manninum mínum, út af þessu. Því miður náði hann mér aftur þegar ég var 12 ára og nauðgaði mér þá hrottalega.
Skólagangan var hræðileg, ég varð fyrir sífeldu einelti og skömmum, bæði frá nemendum og kennara mínum. Hann hafði það til siðs að berja mann á hendurnar, með priki, ef maður gerði ekki strax sem hann sagði. Leikfimikennarinn var líka ógeð við okkur. Þegar við vorum á túr áttum við að girða niðrum okkur og sýna honum bindið og sanna að okkur blæddi.
Þegar ég fór í gagnfræðaskóla þá varð allt mikið betra. Ég eignaðist vini og jafnaði mig svolítið. Svo kynntist ég manninum mínum þegar ég var 15 ára, það bjargaði mer alveg. Við erum gift í dag og eigum fullt af yndislegum börnum.
Það er margt sem litaði æsku mína svarta, eina bjarta ljósið var hann afi minn. Konan hans, amma mín, drakk alla sína tíð og barði mömmu. Mamma gerði eins við mig en ég slapp þó við að hún drykki. Oft reyndi ég að stoppa ömmu og hella áfenginu niður, en auðvitað skilaði það engu. Á tímabili eftir tvítugt þurfti ég að ganga til geðlæknis til að takast á við fortíðina og var á vægum lyfjum.
Ennþá koma þær stundir að ég þarf að taka róandi þegar fortíðin sækir á mig eða þegar ég sé manninn sem nauðgaði mér í 5 ár, úti á götu. Hugsið ykkur, hann vogar sér að glotta til mín og heilsa: hæ frænka litla, þú ert nú orðin fönguleg.
Það sem háir mér líka er að ég hef alltaf þráð að eignast vini, ég hef aldrei náð að bindast neinum nema manninum mínum.
Þá er þetta komið, margt er ósagt, en því að vekja upp gamla drauga.
Athugasemdir
Skelfilegt..
Hrönn Sigurðardóttir, 24.7.2008 kl. 12:07
Anna Margrét Bragadóttir, 24.7.2008 kl. 12:27
Þetta hefur verið og verður alltaf hörmulegt.
Þarna er að verki.
María Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 12:42
Úff...þvílík martröð...
Bergljót Hreinsdóttir, 24.7.2008 kl. 16:51
Knús knús og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.7.2008 kl. 17:50
Takk fyrir að birta þetta það er þörf á að minna fólk á að vera vakandi yfir því sem er að gerast í okkar að flestir halda góðu samfélagi.
þessi frásögn er nú með því óhuggulegasta sem ég hef lesið,
Sýnir okkur hvað börn eru varnalaus, meira að segja í skólanum var ofbeldi af grófri gerð.
Takk ljúfust, og farðu vel með þig Dísa Dóra mín.
megi alheimskrafturinn blessa okkur öll.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.7.2008 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.