. - Hausmynd

.

Hvenær ætlar þessu að linna

ohhh hvað ég er búin að fá miklu meira en nóg af þessum skjálftum.  Hjartað mitt var orðið þokkalega rólegt en sökk heldur betur niður í brækur aftur í morgun Crying  Fór nú bara út og í kaffi til foreldra minna og þar höfum við mæðgur setið úti á verönd í sólinni.  Núna er hún svo að sofna úti á verönd (heima sko) og ég ætla að sjá hvort ég nái að festa svefn sjálf þó hjartað sé enn ansi hvekkt.  Er nefnilega að fara að vinna aftur eftir sumarfrí og byrja á næturvakt svo það væri nú gott að fá smá kríu.

En mikið svakalega vona ég að þetta sé búið - taugarnar eru ekki alveg að meika þetta álag Blush  og já ég veit að ég er skræfa Tounge


mbl.is Jarðskjálfti á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Jarðskjálftar hætta aldrei, jörð hefur skolfið frá því að yfirborð jarðarinnar hætti að vera bráðið hraun og jarðskorpa myndaðist. Jarðskorpan er tiltölulega þunnt lag sem flýtur á hrauni og er brotið í nokkra fleka sem færast í mismunandi áttir eftir straumum í hrauninu neðanjarðar. Þar sem við erum á flekamótum þar sem jörð færist í sundur (og land verður til við heitan reit undir landi voru sem hefur reist það úr sæ) er enginn möguleiki á því að jarðskjálftum linni hér nokkurntíman. Það koma tímabil þegar spenna safnast upp, en ég hygg að það sé betra að þetta séu litlir og reglulegir skjálftar en að fáir stórir, uppá 6.7 Richter eða stærri, komi á nokkura ára fresti.

Það er helst að þú finnir frið frá jarðskjálftum ef þú flytur á meginland þar sem langt er í næstu flekaskil.

Ef þú gengur rétt frá öllu innanhúss (hillur festar við veggi, þyngri hlutir í neðri hillum, etc) eru svo mjög takmarkaðar líkur á því að þú verðir fyrir neinum áföllum vegna þessara skjálfta. 

Og svo er það bara að anda djúpt og slaka. 

kv. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.7.2008 kl. 13:56

3 Smámynd: Dísa Dóra

Já takk Einar Valur ég veit þetta allt og hér er allt vel fest. Reyndar eru hér ekki lengur neinir stærri hlutir í hillum eða uppi á veggjum.  En svona ef þú ekki veist það þá er nú staðreyndin samt sem áður sú að veggfestingar dugðu skammt á mörgun stöðum í skjálftanum, þær bara slitnuðu frá.

En það er samt munur að vita þetta allt með heilanum - hjartað er ekki alveg á sama máli þrátt fyrir það.  Þú getur alveg verið viss um að hér hefur mikið verið andað djúpt og slakað síðasta mánuðinn en það bara dugar ekki til.

Verð reyndar að segja að svona svör gera mig bara pirraða ef einhvað er þar sem mér finnst þetta sýna svolítinn hroka og algjört skilningsleysi hjá persónu sem greinilega gerir sér enga grein fyrir hvað er að verða fyrir áfallaröskun af völdum jarðskjálfta.  Við persónur erum bara misjafnar og með misjanfa reynslu að baki - það sem mér finnst hræðilegt að upplifa og óttast getur þér virst vera pís of keik og öfugt.   

Dísa Dóra, 17.7.2008 kl. 14:09

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Einar Valur þarf að taka tilfinningar inn í myndina, þetta er sko meira en að segja það.  Vona okkar vegna að þessu linni brátt.  Mér finnst eins og þér E.V. full hrokafullur.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 14:26

5 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Ég skil vel að þetta taki á sálina eftir allt það sem gekk á um daginn.   Þetta er einmitt svona hlutur sem rifjar upp fyrra áfallið.  Farðu vel með þig.

Þórdís Guðmundsdóttir, 17.7.2008 kl. 14:27

6 Smámynd: Ragnheiður

Æj Dísa mín, en hvað ég skil þig

Ragnheiður , 17.7.2008 kl. 14:31

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dísa Dóra mín passaðu bara vel upp á sjálfa þig, ég veit að það er ekki auðvelt,
en þú nærð tökum á þessu.
Kærleik til þín og þinna.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.7.2008 kl. 15:12

8 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Elsku frænka var svo mikið hugsað til þín þegar ég heyrði af þessum skjálfta..

Skil vel að þetta sé þreitandi en farðu vel með þig knús til þín Heiður frænka. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 17.7.2008 kl. 17:16

9 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Máské er ég full hrokafullur fyrir viðkvæmar sálir sem taka ekki inn í myndina að það er til fólk útí stóra heimi sem þarf að lifa við mun verri aðstæður en þær að búa á Íslandi og verða fyrir litlum skjálftum eins og þessum, fólk sem þarf að líða skjálfta uppá 6-7 á Richter og býr í húskofum sem eru mun verr byggðir en hérlendis og eiga ekki til neinna almannatrygginga að leita.

Mér þykir það að búa á suðurlandi og væla yfir jarðskjálftum svipa til þess að búa í Skerjafirði í Rvk og væla yfir flugvellinum. Hvort kom á undan? Fólkið eða skjálftarnir?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.7.2008 kl. 19:50

10 Smámynd: Dísa Dóra

Takk fyrir svarið Einar Valur.  Það reyndar sannfærði mig aðeins um að ég hafði rétt fyrir mér fyrst

Dísa Dóra, 18.7.2008 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband