. - Hausmynd

.

Bros barnsins hefur áhrif á skap móðurinnar

Já svo segir ný rannsókn að bros barnsins efli gleði móðurinnar.  Það er svo sannarlega satt og gleðin hér á bæ er oft mikil.  Hún getur jafnvel verið óþarflega mikil á köflum.  Tja kannski ekki óþarflega mikil gleði til í raun en þó getur verið erfitt að geta ekki annað en brosað eins og asni þegar þarf frekar að skammast aðeins í ákveðnu ungu stelpuskotti Wink

Tökum dæmi:  Stelpuskottið er allverulega ákveðin í að nýjasta klifurgrind heimilisins sé stofuborðið.  Svosem kannski ekki hátt borð en einhvernvegin þarf nú að kenna þessari elsku að maður klifrar ekki upp á borð og situr þar (nema kannski helst ef maður býr á Tailandi).  Mamman reynir að skammast smá í skottinu en verður verulega að hefta brosið (ef það yfir höfuð tekst að hefta það) þegar ákveðna unga daman argar bara á mömmu sína og stenur svo á gólfinu krossleggur hendur á brjósti (ekki spurja mig hvar hún lærði það) og heldur svo skammaræðu yfir mömmunni á sínu tungumáli og brosir svo sínu blíðasta og kinkar kolli.  Hehehe ótrúlega kómískt að sjá get ég sko lofað ykkur að sjá 17 mánaða krakkagrislíng standa á gólfi með krosslagaðar hendur og hnykklaðar augabrúnir og skammast fyrir að fá ekki að gera það sem hún vill.

Annað dæmi var einmitt núna:  Daman á jú að vera farin að sofa en er sko ekki aldeilis á því.  Snuddan hefur fengið að fjúka nokkrum sinnum niður á gólf og svo heyrðust há hlátrasköll innan úr svefnherbergi.  Jú daman er nefnilega að fatta að það er hægt að fara í kollhnís og var að reyna að æfa þetta inni í rúmi.  Finnst þetta ótrúlega gaman og mamma þarf oft að hjálpa við slíkt athæfi á daginn því þetta er svo gaman.  Mikill hlátur hjá okkur báðum við það.  En það virðist nú ekki vera minna gaman að standa á fjórum fótum í rúminu og rugga sér fram og til baka og reyna að komast í kollhnís.  Sem reyndar tekst mjög illa þar sem daman hlær svo að hún lekur niður.  Hvernig á maður að skamma svona stelpuskott sem ætti að fara að sofa í stað þess að vera með leikfimisæfingar? LoLErrmTounge

Þessi börn eru svo sannarlega yndisleg og vekja svo sannarlega mikla gleði - stundum of mikla já Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krúttmoli og víst er það satt og rétt að það er ekkert eins dásamlegt og barnsbrosið nema ef vera skyldi lítil manneskja sem vefur mann örmum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha .  Sú kann að bjarga sér.  Það væri gaman að fá að sjá eina svona skammarræðu yfir mömmunni.  Yndislegt.

Anna Einarsdóttir, 11.7.2008 kl. 08:42

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Barnabrosin geta brætt mann endalaust.  Yndisleg skottan þín, man þegar þið komuð og hún sá kisu mína, sú hló.  Góða helgi   

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 13:08

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Angel Glitterknús knús og bestu óskir um góða helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.7.2008 kl. 14:58

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Börn eru yndisleg og sér í lagi ef skotið er eins og einu brosi til foreldra er oft erfitt að standa á sínu...

Hún litla frænka mín veit alveg hvað syngur og er mjög ákveðin stelpu skott það sá ég um helgina hún er yndisleg og bræddi frænku sína í Grindavíkinni oftar en einu sinni og átti ekki neitt erfitt með það.

Knús á ykkur kveðja Heiður frænka í Grindavíkinni. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 11.7.2008 kl. 15:46

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Já börnin mans geta sko komið manni í sæluvímu bara með littlu brosi, tala nú ekki um þegar þau hlægja.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 15:51

8 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi elskuleg

Brynja skordal, 11.7.2008 kl. 16:47

9 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

8_4_145

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 12.7.2008 kl. 14:35

10 Smámynd: www.zordis.com

Litla krúttið!  Stundum verða mömmur að standa sig og vera smá strangar!  Algjör gullmoli þessi engill þinn.

Góða helgi og strjúktu mallakútanum.

www.zordis.com, 12.7.2008 kl. 15:15

11 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

"Brostu alltaf við barni sem brosir til þín. Að láta slíku brosi ósvarað er að spilla trú barnsins á að heimurinn sé góður!"

Bergljót Hreinsdóttir, 12.7.2008 kl. 16:35

12 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Ég er svo heppin að vera brædd daglega með mörgum brosum frá yfirhrekkjusvíni heimilisins (ekki eiginmaðurinn!).  Spillir vissulega oft fyrir uppeldistilraunum móðurinnar!

Þórdís Guðmundsdóttir, 13.7.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband