7.7.2008 | 10:59
Komin heim eftir frábæra daga
Já við famelían skruppum í smá útilegu. Húsbandið fer að vinna aftur á morgun svo það var nú ákveðið að nýta síðustu dagana í sumarfríinu. Fórum á miðvikudag upp í Borgarfjörð og þar vorum við í sumarbústað hjá vinkonu okkar og var það nú bara yndislegt.
Í heita pottinum með litlum vini
Heimsóttum svo ættingja í Borgarfirðinum á fimmtudeginum og skottunni fannst nú ekki leiðinlegt að á einum staðnum voru litlir kettlingar og hvolpur sem sleikti hana í framan
Á föstudeginum var svo brunað norður í Dæli í Víðidal og helginni eytt þar á ættarmóti einu. Okkur þótti nú heldur súrt að fara úr 22° C hita og sól í Borgarfirðinum og koma í 10° C hita og þoku í Húnavatnssýslunni. En gaman var að hitta alla ættingjana og vermdi það hjartað í staðinn. Á laugardeginum kom svo sólin til okkar líka og vorum við í 20° C hita þá og svo sannarlega var það ekki slæmt. Skottunni þótti heldur ekki leiðinlegt að fá bara að vera í stutterma kjól og leggings, berfætt að skottast um næstum því eftirlitslaust. Hún trítlaði um svæðið syngjandi og trallandi og spjallaði við frændfólkið sitt og klappaði þeim ferfætlingum sem á svæðinu voru. Það þarf nú að klappa þeim líka.
Í gær var svo ekið heimleiðis og var það örþreytt fjölskylda sem kom heim um sexleitið og voru nú allir á heimilinu sofnaðir mjög snemma í gærkvöldi.
Í dag er svo meiningin að taka því bara rólega og njóta félagsskapar við bróa minn og hans famelíu en þau eru að hverfa aftur til Noregs í fyrramálið.
PS. Takk fyrir allar yndislegu kveðjurnar ykkar við síðustu færslu
Athugasemdir
Flottar myndir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 11:02
Elsku Dísa Takk fyrir helgina þetta var æðislegt og hún litla frænka mín hún bræddi mig alveg í spað og ég var ekki smá montin þegar hún vildi koma sjálf til mín og skoðaði hálsmenið í góða stund hún er svo yndisleg.
Kær kveðja til þín og þinna Heiður frænka
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.7.2008 kl. 13:30
Hæ skvís. Gott að helgi var skemmtileg. Skottan þín er aldeilis að stækka. Hlakka til að hitta ykkur fljótlega, ég er oftast heima út af þessu bakdrasli. Kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 7.7.2008 kl. 14:45
Dúllu mynd - En svartir sokkar og stuttbuxur
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.7.2008 kl. 18:14
Ótrúlegt span á ykkur og greinilega að fjör var í farteskinu! Flott athugasemd hjá Gunnari!!!!
Gott mál þegar flottir leggir skína í á milli ......
www.zordis.com, 7.7.2008 kl. 21:35
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.7.2008 kl. 00:42
Yndisleg helgi hjá ykkur og litla skvísan bara ánægð með sig.
Ertu ættuð úr Húnavatnssýslunni Dísa Dóra mín?
Farðu nú vel með þig snældan mín.
kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.7.2008 kl. 08:03
Hehehe Gunnar
Milla - tja þetta var móðurættin sem reyndar kemur af vestfjörðunum. Hluti föðurættar kemur reyndar úr Langadalnum þarna fyrir norðan.
Dísa Dóra, 8.7.2008 kl. 09:53
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.7.2008 kl. 10:31
Dísa Dóra mín þið hafið þá hist á miðri leið eða þannig, ég er nú reyndar ættuð að vestan þó ég eigi enga ættingja þar nú orðið, ekki nema í Vesturbyggð, en ég spurði nú bara að því að fjölskylda mín var í mörg á með Víðidalsánna og eiga hluta í Litlu Borg við vesturhópsvatnið.
Kveðjur.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.7.2008 kl. 13:16
Hæhæhæ!!!!!! ég er þrisvar búin að byrja að kommenta hér en alltaf verið trufluð og ef einhver kemur og truflar mig núna þá ýti ég sammt á takkann .....þannig að þetta gæti virkað endasleppt en þá geri ég bara fimmtu tilraun.
Litla skottið þitt er að fíla lífið í tætlur sínist mér.
En elskan mín mikið var gaman að sjá mynd af leyndarmálinu sem ég reyndar vissi ...En aftur til hamingju....
Solla Guðjóns, 8.7.2008 kl. 17:34
Innilega til lukku með leyndarmálið, frábærar fréttir... Gaman að heyra að ættarmótið hafi verið skemmtilegt, vona að þú hafir hittir strákana mína sem komu alla leið frá baunalandi.
PS. Flott mynd af skvísunni þinni með Ásgeiri og Vöku ;þ
Eydís Hauksdóttir, 8.7.2008 kl. 17:38
Hafðu ljúfan dag elskuleg
Brynja skordal, 9.7.2008 kl. 11:25
Huld S. Ringsted, 9.7.2008 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.