19.6.2008 | 18:33
Útilega
Við litla famelían vorum að koma heim úr góðri ferð. Fórum á föstudaginn síðasta og fyrsta nóttin var á Reykjum í Hrútafirði. Síðan var haldið til Akureyrar og þar hittum við vini og fjölskyldu. Alltaf gott að koma til höfuðborgar norðurlands þó að ég viðurkenni vel að mig langi ekki til að búa þar. Ástæðan er sú sama og ég vil ekki búa í höfuðborginni okkar. Allt of stórt - ég vil frekar búa á minni stað eins og ég bý á í dag
Eftir þetta var ekið í Ásbyrgi. Hef aldrei komið þangað áður og verð að segja að þetta er þvílíkur töfrastaður. Algjör paradís sem ég svo sannarlega vildi að væri nær mér. Hvernig væri nú að við skiptumst á norðlendingar og sunnlendingar. Skiptum á Ábyrgi og Kirkjubæjarklaustri til dæmis? Getum skipt aftur eftir 5 ár eða svo. Allavega held ég að ég flytti lögheimili mitt í Ábyrgi um helgar og í fríium ef ég byggi nær.
Þjóðhátíðardeginum eyddum við svo í að skoða Dettifoss sem ég hef heldur aldrei áður séð. Þvílíkir kraftar sem þarna eru á ferð - úffffff og ekki alveg fyrir lofthræddu mig að fara þarna fram á brúnina En ég náði nú samt að taka fullt af myndum. Eftir þetta stopp var brunað á Mývatn. Verð nú að segja að vegurinn á milli Dettifoss og Grímstaða á fjöllum er þvílík hörmung. Algjört þvottabretti alla þessa leið eða um 25 km. Við þökkuðum allavega fyrir að vera ekki með fellihýsið í eftirdragi og mæli ég alls ekki með að vera þarna á ferð með slíkt í eftirdragi ef þið viljið ekki eiga á hættu að það hrisstist hreinlega í sundur.
En fallegt var á Mývatni eins og ávalt og fórum við meðal annars og gengum á Höfða. Það er einn af þeim fegurstu stöðum á Íslandi sem ég hef komið til verð ég nú bara að segja og þakka ég fyrir að þessi staður hafi fengið að halda áfram að vera opinn almenningi.
Húsavíkin var einnig skoðuð og er það nú eitt fallegasta bæjarpláss og snyrtilegasti bær sem ég hef séð.
Svo var rennt sömu leið til baka og áð í Húnaveri. Ætlunin var reyndar að gista í skagafirðinum en þar var svo hvasst að við þorðum ekki að reyna að reysa fellihýsið þar. Var þó aðeins betra í Húnaveri þó að hvasst væri.
Komum svo heim í dag og þó að þessi ferð hafi í alla staði verið frábær er nú alltaf best að koma heim - meira að segja þrátt fyrir skjálfta og slíkt
Flottur nýjasti svipur heimasætunnar
Athugasemdir
Frábært að þið eruð búin að hreifa ykkur,já það er svo svakalega fallegt í Ásbyrgi við systur fórum þangað og eiddum verslunarmanna helgi það fyrir nokkrum árum en ætlunin hefur verið að fara aftur og þa´bara venjulega helgi.
Knús til ykkar og litla frænka alltaf jafn falleg.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 19.6.2008 kl. 18:58
Velkomin heim. Ég fór margar ferðir með stelpurnar mínar litlar í tjald þvers og kruss um landið á meðan þær voru litlar. Ásbyrgi, Atlavík og Skaftafell eru dásamlegustu staðir á jarðríki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 20:35
Velkomin heim
Hrönn Sigurðardóttir, 19.6.2008 kl. 20:55
vá maður, skemmtileg ferð. Einhverntíman förum við Steina til Íslands eins og túristar og förum hringinn. Kveðjur heim á klakann og ,,,,er ekki gott að koma heim eftir góða ferð ?????
Gunnar Páll Gunnarsson, 20.6.2008 kl. 04:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.