12.6.2008 | 18:15
Yndislega sumarfrí
Já það er sko ekki slæmt að eiga sumarfrí í svona flottuð veðri Litla famelían er búin að vera í sumarbústað síðan á föstudag og var þar haldið upp á 40 ára afmæli húsbandsins um helgina. Nutum þess sko vel að vera í bústað og slappa af - bústaðurinn hefði þó mátt vera á norðurlandinu í stað á suðurlandinu svona upp á taugar frúarinnar
Svo er að þvo af sér og fleira og skoða veðurspánna og ákveða hvort maður eigi bara að vera heima hjá sér næstu daga eða fara eitthvað meira. Aldrei að vita hvað manni dettur í hug þegar maður er ekkert bundin af vinnu og með svona ferðaheimili í hlaðinu. Kannsi ég fari bara líka í eitthvað dekur til að reyna að ná úr mér spennunni og vöðvabólgunni sem ég finn greinilega fyrir eftir spennuna síðan í skjálftanum - væri ekki slæmt að fara í svona dekur eins og Ásdís bloggvinkona fór í
Sumarskvísa heldur betur montin með sig að vera farin að ganga
Frekar skrítið að vera berfætt í grasinu
Vatnið í heita pottinum var allt of heitt svo skottan fékk að sulla hér á meðan potturinn var kældur - var nú ekkert ósátt við það.
Athugasemdir
Yndisleg dúlla.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2008 kl. 18:16
Híhí það er alltaf svo gaman að sjá svona litlar skottur skvettast í bala og tipla á grasi.
sæt stelpa. Njótið svo sumarfríinsins og til hamingju með fetugammælið hjá bóndanum.
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 12.6.2008 kl. 19:14
Velkomin heim aftur og ég mæli eindregið með því að viðdvölin verði sem styðst. Íslenska sumarið er ekki það langt að það megi vera að því að hanga heima þegar fólk á svona ferðaheimili heldur er fyrir mestu að njóta góða veðursins í botn því það áttu skilið.
Segi bara góða ferð út í buskann og umfram allt njóttu.
Fjóla Æ., 12.6.2008 kl. 19:18
Æðisleg dúllan þín, hrikalega sæt!!!!!
Njóttu þín á allan máta og ég mæli með uppástungu Ásdísar, að fara nokkrar saman í dekur og dúllerý!
www.zordis.com, 12.6.2008 kl. 20:02
Frábært hjá ykkur að fara í bústað og endilega að fara meira með svona hús.
Hún litla frænka mín er svo mikið krútt og dúlla hlakka svo til að sjá hana í sumar.
Kistu kallinn vel frá mér í tilefni árana 40.
Kveðja Heiður og fjölskylda
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.6.2008 kl. 20:10
Mæli með að taka ásdísi til fyrirmyndar og skella sér í sama dekrið...
Manni langar að knúsast í svona stelpurófuer í algeru krúttkasti.
Himnamyndin er dásemd.
Solla Guðjóns, 12.6.2008 kl. 23:36
Algjör dúlla
Huld S. Ringsted, 12.6.2008 kl. 23:38
Falleg stúlka
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 19:42
knús á þig Dísa Dóra mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.6.2008 kl. 23:24
Til hamingju með manninn.
Þessi skotta sem að þið eigið er nú bara æt!
Sporðdrekinn, 14.6.2008 kl. 02:24
Gleðilegt sumar .... og oh my god, hvað sú stutta er sæt í balanum sínum!!! Maður getur ekki annað en brosað
Lilja G. Bolladóttir, 15.6.2008 kl. 01:36
Algjör dúlla
Til hamingju með manninn
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.6.2008 kl. 16:02
SigrúnSveitó, 16.6.2008 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.