20.5.2008 | 21:26
Smá beiðni til ykkar
Elsku bloggvinir mínir. Mig langar að biðja ykkur að senda litla skottinu mínu góða strauma núna. Þessi orkubolti sem er endalaust forvitin og aldrei kjurr hefur legið grafkjurr í allan dag og ekki þorað einu sinni að reyna að velta sér. Skapið er að vísu gott og hún syngur og blaðrar þrátt fyrir allt en grætur svo sársaukagráti ef hún hreyfir sig vitlaust. Ástæðan er að vökvi er í mjaðmalið hjá henni og erum við búnar að vera í læknastússi í mestallan dag. Förum svo á barnaspítalann á morgun í meiri rannsóknir því það á að athuga hvort þetta er vírussýking eða annað.
Skottunni minni veitir ekki af fallegum hugsunum til að létta henni lífið núna. Foreldrunum finnst erfitt að horfa á elskuna sína svona kvalna og vildu sko gjarnan geta tekið á sig þenna sársauka. Það eina sem við getum gert núna er að knúsa hana og kyssa og reyna að gefa henni alla okkar jákvæðu strauma og vona að þeir létti henni lífið.
Hér er litli fallegi grallarinn minn að stríða mömmu sinni aðeins
Athugasemdir
Það skal ég gera og vona svo sannarlega að allt gangi vel hjá ykkur á morgun. Það er fátt erfiðara en að hlusta á barnið sitt gráta og geta ekkert gert
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2008 kl. 21:33
Æ krúllan vonandi batnar henni sem fyrst. Hugsa til hennar og bið fyrir henni
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 20.5.2008 kl. 21:37
Elsku dúllan. Ég sendi henni ljós og kærleika
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 21:50
Elskan litla, kærleiksknús héðan...æj æj
Ragnheiður , 20.5.2008 kl. 21:54
Góðir straumar koma frá öllu heimilinu Óskum henni góðum og skjótum bata
Valgerður Sigurðardóttir, 20.5.2008 kl. 22:09
Knús á gullmolann ykkar og ykkur
Bryndís R (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 22:54
ÆJ frænku skottið hugsa til ykkar og sendi mína stráuma til ykkar vona að allt gangi vel á morgunn knús til ykkar og 1 extra á litlu skottu...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 20.5.2008 kl. 23:10
Litli engillinn .... hún faer baen frá mér!
Vont ad horfa á litlu börnin sín "stóru líka" zjást. vona ad hún fái góda medhöndlun á morgun. "hjartaknús"
www.zordis.com, 20.5.2008 kl. 23:33
Hugsa hlýtt til hennar og vonandi gengur allt vel.knús knús og kossar
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.5.2008 kl. 23:58
Æ litla snúllan!
Ég sendi ljós og góða strauma til hennar, hún mun vera í mínum bænum í kvöld
Sporðdrekinn, 21.5.2008 kl. 00:13
Ææ litla Dúllan vonandi gengur allt vel á morgun og hún fái bata sendi styrk og ljós Hafið góða nótt Elskuleg
Brynja skordal, 21.5.2008 kl. 00:28
Æi, þetta var nú ekki alveg nógu gott. Þið fáið hugsanir frá mér!
Einar Indriðason, 21.5.2008 kl. 08:01
Takk elskurnar - vissi að ég gæti treyst á ykkur.
Skotta litla svaf mun betur í nótt (og þ.a.l. foreldrarnir líka) svo núna er litla famelían mun betur í stakk búin að takast á við daginn.
Hugsanir eru öflugar og við getum svo sannarlega notað þær vel
Dísa Dóra, 21.5.2008 kl. 08:56
Ég sendi litlu engladísinni ykkar heilunarstrauma og bæn um að henni batni fljótt og vel
Halla Himintungl (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 09:21
Stórt knús á ykkur fjölskylduna.
Fjóla Æ., 21.5.2008 kl. 09:42
Betra seint en ekki neitt, ekki satt? Sendi henni hlýja og sterka strauma ... og mömmunni líka, af því að hún þarf að fara vel með sig.
Knús og kossar.
Hugarfluga, 21.5.2008 kl. 11:27
Ég sendi ykkur alla orku sem ég hef til að litlu skottunni þinni batni fljótt
Ásdís Sigurðardóttir, 21.5.2008 kl. 13:02
Æjjæjj litla skottið,,,,,ég sendi hér með fullt af hlýjum straumum og bata kveðjur til ykkar
Hlýjar kveðjur,,, Erna
Erna Björk Svavarsdóttir, 21.5.2008 kl. 19:20
Æi, elsku litla frænka mín Stór knús og allar okkur jákvæðu hugsanir og straumarfrá frænku og Jens rauða
Anna frænka (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 20:04
Sendi jákvæða strauma og hugsanir á þessa fallegu stelpu og ykkur báðar!
Þórdís Guðmundsdóttir, 21.5.2008 kl. 20:16
Hugur minn er hjá ykkur- sendi ykkur góða og jákvæða strauma!!!
Kv. Dísaskvísa
Dísaskvísa, 21.5.2008 kl. 21:27
Ég sendi lítilli krúsí mús falllegar og hlýjar hugsanir.Leitt að vita til þess að hún kveljist sjarmatröllið litla
Faðmlag til þín
Solla Guðjóns, 21.5.2008 kl. 23:35
Æi, ég las þessa færslu of "seint" en það er gott að allt er betra
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.5.2008 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.