. - Hausmynd

.

Konur standa saman

Sunnudaginn næstkomandi munu konur standa saman, í bókstaflegri merkingu, fyrir betri heimi komandi kynslóðum til handa. Konur geta tekið sig saman og staðið í garðinum heima hjá sér, í sumarbústaðnum eða hvar sem þær eru staddar kl. 13 á Hvítasunnudag.

Á Reykjavíkursvæðinu er konum, og ástvinum þeirra, stefnt í Laugardalinn nánar tiltekið við Þvottalaugarnar. Það verður safnast saman og íhugað í þögn í 5 mínútur um betri heim með hreinu drykkjarvatni, nægum mat og lífi án ofbeldis, öllum börnum til handa. Hringt verður inn í þögnina kl. 13:00.

„Standing Women" er alþjóðleg hreyfing kvenna sem tók höndum saman 11. maí á síðasta ári fyrir betri heimi. Í ár verður sami háttur á og nú með þátttöku íslenskra kvenna en í fyrra stóðu konur saman í öllum heimsálfum, samtals 75 löndum. Á þessari slóð má sjá myndband frá atburðinum í fyrra: http://www.youtube.com/watch?v=_eNJ4oVQKxU

Undirrituð samtök kvenna á Íslandi eru í forsvari fyrir viðburðinum hér á landi og hvetja félagsmenn sína jafnt sem konur á landinu öllu til að taka þátt!
Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, UNIFEM á Íslandi, Blátt áfram og Stígamót.

Hvet ykkur til að taka þátt sem og að birta þetta á ykkar bloggi Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Góð hugmynd sem með samstöðu ætti að bera árangur. Knús inn í daginn.

Fjóla Æ., 9.5.2008 kl. 09:01

2 identicon

Afritaði textann þinn og mun birta hann á blogginu mínu

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 09:14

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Bless inn í daginn

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 11:42

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ætla að muna þetta, stend bara ein hérna heima, t.d. á svölunum.  Eigðu ljúfa helgi mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 13:14

5 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er snilldarhugmynd..verst að ég er eina konan á heimilinu en það er sama..reyni að standa upp klukkan 13.00

Ragnheiður , 9.5.2008 kl. 17:23

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.5.2008 kl. 20:07

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég mun þá verða að koma mér á fætur fyrir kl: 9 á mínum tíma, það ætti að takast

Sporðdrekinn, 9.5.2008 kl. 20:31

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta er komið á mitt blogg

Sporðdrekinn, 9.5.2008 kl. 20:35

9 Smámynd: Hugarfluga

Ég stend með sjálfri mér ... í þessu sem og endranær. Gott mál!

Hugarfluga, 9.5.2008 kl. 22:48

10 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Ég afritaði þetta á mína síðu og mæti í Laugardalinn á sunnudaginn með dætrum og eiginmanni.

Þórdís Guðmundsdóttir, 9.5.2008 kl. 23:15

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.5.2008 kl. 18:21

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 10:42

13 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Stend með ykkur klukkan 3 að staðartíma þá er klukkan eitt hjá ykkur.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 11:12

14 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Frábært kl 13 stend ég upp.

Til hamingju með daginn elsku frænka mín.

Knús á ykkur öll.

Kveðja Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 11.5.2008 kl. 11:22

15 Smámynd: Erna Björk Svavarsdóttir

Erna Björk Svavarsdóttir, 11.5.2008 kl. 12:33

16 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég vona að dagurinn hafi verið þér góður  Til hamingju með að vera mamma

Sporðdrekinn, 12.5.2008 kl. 03:13

17 Smámynd: www.zordis.com

www.zordis.com, 12.5.2008 kl. 07:44

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Æjj.Nú er ég alltof sein að kíkja hingað inn.

Solla Guðjóns, 12.5.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband