. - Hausmynd

.

Tvær hliðar myntarinnar

Ég hef fylgst með hvarfi Englu litlu í Svíþjóð eins og sennilega svo margir.  Var að lesa aftonbladet í dag og sá þar viðtal við bróður morðingja hennar.  Þessi bróðir er í áfalli eins og fjölskylda hans öll og vinir.  Það grunaði engann að hann hefði þessa myrku hlið að geyma.  Sú hlið sem hann sýndi fjölskyldu og vinum var hinn dagsfarsprúði og hjálpsami einstaklingur sem allir álytu hann því vera.  Reyndin var hins vegar önnur og virðist ekki enn vera komið í ljós með öll þau ódæðisverk sem hann hefur framið.

Þetta er nefnilega yfirleitt staðreyndin með ofbeldismenn (og konur).  Jafnvel nánustu aðstandendur og vinir hafa ekki séð nein merki annars en að viðkomandi hafi að geyma góðan samfélagsþegn.  Staðreyndin er samt sem áður svo allt allt önnur.  Það voru ekki margir sem sáu til dæmis ofbeldismanninn í mínum fyrrverandi.  Það var nefnilega sú hlið sem hann sýndi aðeins mér og var nú yfirleitt passasamur upp á að ekki væru vitni af þeirri hlið hans.  Þeir vinir og ættingjar okkar sem sáu að ekki var allt með felldu í okkar sambandi höfðu þrátt fyrir það ekki hugmynd um hve slæmt ástandið var.  

Það ættu allir að hafa í huga að sá sem beitir ofbeldi leggur sig yfirleitt fram við að sýna allt aðra hlið á sér við aðra en þolandann.  Það er því miður staðreynd.  Samt sem áður staðreynd sem að flestir ýta frá sér og ráðast jafnvel á þolandann með skömmum og vantrú ef viðkomandi reynir að segja frá sinni hlið.  Munum að hlusta vel ef einhver segir frá ofbeldi - jafnvel þótt ofbeldismaðurinn (eða konan) sé okkur nákominn og við eigum mjög erfitt með að trúa að viðkomandi eigi til slíka hlið.  Það er nefnilega ekki þar með sagt að sú hlið sé ekki til - hún hefur bara verið öllum öðrum falin en þeim sem þurfti að líða fyrir hana. 

Munið að hlusta þegar og ef einhver kemur og segir ykkur frá upplifun ofbeldis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Björk Svavarsdóttir

Já ég held að það sé mjög gott að minna okkur á að hlusta á hvort annað og dæma ekki fyrirfram það sem þú "þykist" halda eða vita. Hvað ef einhver annar veit eitthvað annað????

Erna Björk Svavarsdóttir, 14.4.2008 kl. 17:20

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

knús til þín frænka

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.4.2008 kl. 18:04

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 14.4.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta er svo satt, hjá þér Dísa Dóra.

Sporðdrekinn, 15.4.2008 kl. 00:27

5 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 15.4.2008 kl. 00:56

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Satt og rétt.  Takk fyrir pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2008 kl. 09:54

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

góð færsla, og þörf.

blessað barnið og afbrotamaðurinn og fjölskyldur þeirra.

BlessiÞig

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 12:19

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð færsla hjá þér og ég lofa því að ég hlusta á alla sem við mig vilja tala.  Er oft að velta því fyrir mér þegar ég heyri um svona hluti hvort eitthvað í líkingu við þetta gæti farið framhjá mér hjá þeim sem ég þekki og umgengst og eru mér nánir. Held ekki en maður veit aldrei, ég er reyndar oft talin ofur næm og þau fjögur skipti sem fósturdætur mínar urðu ófrískar og þær bjuggu fyrir vestan þá, vissi ég að þær væru bomm og var búin að segja pabba þeirra þegar þær hringdu og sögðu okkur frá, þær skilja þetta ekki, einnig var ég búin að sjá fyrir sambandsslit tveggja barna minna þegar af því varð, þau geta ekki skilið hvernig ég veit þetta. Get ekki útskírt það heldur en svona er ég.  Nú t.d. finn ég sterklega á mér að þú þarft að fara að kíkja í heimsókn með prinsessuna  :):) knús Love Gaze

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 16:41

9 identicon

Góð færsla

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 19:42

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góð færsla og virkilega þarft mál að lyfta lengra upp! Stundum þurfa konur mörg ár að safna kjarki til að þora að segja frá þessu, og þá kemur stundum það versta af öllu saman! Þeim er ekki trúað!!!

Óskar Arnórsson, 16.4.2008 kl. 02:18

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Því miður þekki ég til svona ekki í mínu einkalífi þó......en mjög n´lægt mér og fjandi hvað hægt er að halda frontinum út á við.......en ég hef til einkað mér að hlusta eftir svona og hreinlega ráðist til atlögu við þolanda sem leyndi ástndinu sem ég var farin að gruna að væri ekki allt með feldu með......fáir útvaldir kalla mig einkasálan sinn og ég held ég standi undir því...

Svo mjög góður pistill hjá þér ljúfan mín

Solla Guðjóns, 16.4.2008 kl. 02:38

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég las bréfið sem mamman skrifaði í blaðið og ég "grét"... þetta er ólýsanlega sorglegt.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.4.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband