. - Hausmynd

.

Við getum haft áhrif til batnaðar

Ég hef áður sagt ykkur frá því átaki og langar til að setja hérna inn bréfið sem kom í dag til að minna mig á þetta átak.  Bréfið höfðar einstaklega til mín þar sem að ég er nýlega orðin mamma og skil nú loksins til fullnustu hve djúp móðurtilfinningin er.  Get því fyllilega skilið og samþykkt það sem að bréfið segir.

Sælar á sunnudegi,
Það er enginn vafi á að við erum að sjá mikil áhrif þessa átaks okkar. Það sem við biðjum /kyrjum einlæglega fyrir, það birtist og verður að veruleika. Það er því mikil ábyrgð sem fylgir hverri hugsun og ósk sem við berum í brjósti. Stundum sjáum við þetta ekki af því tímasetningin er kannski ekki alveg eins og við viljum, eins og með vorkomuna í dag, þegar allt er aftur orðið þakið snjó.  Vorið er samt handan hornsins , því má ekki gleyma.
Við erum að helga bænir okkar og þrár velfarnaði allra kvenna, hér á landi og í öllum löndum, ungum sem gömlum, ríkum sem fátækum, þeim sem við þekkjum og þeim sem við þekkjum ekki neitt.
Lítil saga:
Við sonur minn áttum samræður um daginn þar sem hann segir við mig: "mamma hættu að láta tilfinningarnar hafa áhrif á þig." Mig langaði  svolítið til að hlægja, en varð mér samt umhugsunarefni. Allt sem að honum snýr mun alltaf hreyfa við mér tilfinningalega afþví að hann er barnið mitt. Börnin geta ekki skilið hvaða tilfinningar mæður hafa til þeirra. En það kemur alltaf að þeim tímapunkti sem þarf að sleppa tökunum og treysta að þau rati rétta leið í lífi sínu, hætta að ráðskast með þau, en ekki hætta að elska þau.
Flestar mæður þekkja þessa tilfinningu að vilja  vernda barnið sitt og hlífa því helst við öllum áföllum.
Það hafa óteljandi listamenn og skáld tjáð sig um móðurástina. Nú vil ég ekki verða of væmin, en um leið vil ég segja að móðurástin er raunverulegt og stórkostlegt afl sem við sem konur höfum aðgang að. Því miður hefur þessi gríðarlegi kraftur sem býr með okkur sem konur þ.e. krafturinn til að elska, oft verið misskilinn, mistúlkaður, svívirtur, misnotaður, bundinn í fjötra og snúist upp í andstæðu sína. En móðurástin ef hún fær að dafna og vaxa á eðlilegan hátt og við ræktum hana og virðum, verður hún að djúpri umhyggju fyrir, ekki bara börnunum okkar, heldur öllu fólki og öllu lífi. Í samræðunum við son minn uppgötvaði ég hvað við konur eigum mikinn fjársjóð sem er oftast falinn fyrir öðrum, en verst þegar hann er falinn fyrir okkur sjálfum. Minnum hverja aðra á hvað við erum ríkar í hjartanu og hvað það er mikils virði.

Hér er póstur sem ég fékk sendan og ætla að láta fylgja með.



Vissir þú.....


  .... að ef gínur í búðum væru raunverulegar konur væru þær of grannar til þess að fá blæðingar?

  .... að af 3 milljörðum kvenna í heiminum eru aðeins u.þ.b. 10 súpermódel?

  .... að Marlyn Monroe notaði stærð 14 (ameríska) og hafði alla karlmenn í vasanum án þess að nokkur kvartaði yfir kílóunum á henni?

  ....að ef Barbie væri alvöru kona væri hún svo vansköpuð að hún yrði að ganga á fjórum fótum?

  .... að konur eru að meðaltali 65 kíló (ekki hávaxnar) og nota stærðir 12 til 14 (amerískar)?

  .... að ein af hverjum 4 konum á háskólaaldri þjáist af einhverskonar átröskun?

  .... að fyrirsæturnar í glanstímaritum og sjónvarpi eru lagaðar til í tölvu eða fiffaðar með lýsingu og ljósmyndatrikkum?

  .... að rannsóknir hafa sýnt að fimm mínútna lestur glanstímarita veldur þungu skapi, skömm og sektarkennd hjá um 70%kvenna

  .... að fyrirsætur fyrir 20 árum voru 8% léttari en konur almennt?

  .... að fyrirsætur í dag eru 23% léttari en konur almennt?


  Fegurð konunnar er ekki hægt að smækka niður í mælieiningar heldur felst hún í þeirri útgeislun sem ástin á sjálfri sér veitir hverri og einni.

  -Fegurð felst í þroska og góðri sjálfsímynd og fer einungis batnandi með árunum.

  -Spurningin er ekki um fatastærðir, kílóafjölda, hæð eða háralit, heldur er hún spurning um að læra að elska sjálfa sig frá toppi til táar.

  -Hjálpumst að við að ýta undir góða sjálfsímynd hvorrar annarar. Við erum allar æði...........og ekki gleyma því!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mamma er alltaf best - Strákarnir mínir segja að þeir elski mig en þeir elska mömmu aðeins meira

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.4.2008 kl. 20:10

2 Smámynd: www.zordis.com

Móður ástin kom aðeins upp hjá familínni í kvöld og sonur minn er á eldheitri moðurást!

Konur eru yndislegar í þeirri dásemd sem þær birtast!

www.zordis.com, 13.4.2008 kl. 21:01

3 Smámynd: Hugarfluga

Fallegar pælingar. Móðurástin er einstök ... en það er líka kúnst að sleppa takinu ... sumar mömmur læra það seint, bílíf jú mí.

Hugarfluga, 13.4.2008 kl. 22:14

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

fallegt og skemmtilegt að lesa..

Óskar Arnórsson, 14.4.2008 kl. 00:19

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Já við öllu saman. Ég elska stundum of heitt og sleppi seint, en ég læri á meðan að ég lifi.

Sporðdrekinn, 14.4.2008 kl. 02:46

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góð og þörf færsla og auðvitað eigum við að breiða út kærleikann og bera hann til allra, en ef þú ekki elskar sjálfan þig getur þú ekki elskað aðra.
                                 Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.4.2008 kl. 11:55

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Hverju orði sannara.Móðurástin hefur ótrúleg áhrif á okkur.Ekki alltaf jákvætt.Þetta er rétt hjá syni þínum.Í gær lennti dóttir mín í tilfinningatjóni og ég eiginlega í enn meira tjóni hennar vegna...

Það er umhugsunar vert að dreifa þessari sterku ást til fleiri aðila.

Ást á þig dúlla.

Solla Guðjóns, 14.4.2008 kl. 13:25

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.4.2008 kl. 15:31

9 identicon

Svo sönn lesning.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband