12.4.2008 | 15:22
Algjört orkuleysi
Ætli það sé nýja happatalan sem fer svona með mig?? hmmmmm neeeee varla Hugsa nú frekar að það sé ein ung dama sem er búin að vera frekar óróleg á nóttunni sem sé orsök þess að mamman er búin að vera eins og undin tuska í dag. Húsbandið var svo elskulegur að lofa mér að sofa út í morgun - en auðvitað vaknaði ég eldsnemma samt. Skreið hérna fram og var eins og aðframkomin eyðimerkurbúi og henti mér í ísskápinn að finna góðan og svalandi appelsínudjús. Hef svo haft glas við höndina í allan dag og mikið er þetta gott.
Þetta orkuleysi í mér reyndar olli því að ég ákvað að vera voða dugleg og láta verða að því að sauma gardínur fyrir svefnherbergið úr efni sem ég verslaði mér í vikunni. Svo núna eru komnar nýjar gardínur og vonandi gera þær það sem þær eiga að gera og halda byrtunni úti sem lengst svo famelían fái betri svefn. Þetta er nú ótrúlegt - maður bölvar myrkrinu allan veturinn og er svo barasta ekkert sáttur þegar sólin fer að vekja mann á morgnana Eða réttara sagt þá er ég nú orðin svo lífsreynd að ég læt sólina lítil áhrif hafa á mig en litla skottið kann ekki á svona bjart klukkan 6 dæmi og er vöknuð með sólinni. Mamman ekki mjög sátt svo núna er reynt að fela sólina aðeins lengur á morgnana
Annars er mikið búið að vera að brjótast í kollinum á mér síðustu daga og ég er búin að sjá að ég fylgi ótrúlega þeim munstrum sem upp eru gefin um ýmis mál. Blogga kannski meira um það seinna.
Eigið góða helgi elskur
Athugasemdir
Oh! ég man svo eftir þessum tíma þegar mínar voru litlar, vöknuðu við sólina eldsnemma og voru sko tilbúnar í daginn!!! en mér þykir þú dugleg að sauma gardínur í algjöru orkuleysi................................ég hefði bara lagt mig!
Huld S. Ringsted, 12.4.2008 kl. 22:19
Hahaha .. segi það líka. Orkulaus að sauma gardínur? hmmm ... það er eitthvað sem passar ekki alveg þarna. Svona eins og vera bálreiður í hláturskasti. Knúsaðu litla skottið þitt frá mér.
Hugarfluga, 12.4.2008 kl. 22:35
Vona að nýju gardínurnar hjálpi. Annars er hægt að kaupa myrkvunartjöld. Þau eru ansi góð sér staklega þegar svona síli vakna með sólinni......
Hrönn Sigurðardóttir, 13.4.2008 kl. 08:46
Það á að vera myrkur á meðan maður sefur, ekki spurning,,,,,,,,, hvort maður sefur út eða ekki, það er annað mál
Sofið rótt,,,, zzzzzz
Erna Björk Svavarsdóttir, 13.4.2008 kl. 09:34
hehhe já það að sauma gardínur í orkuleysinu er nú barasta merki um leti held ég. Leti við að vakna kl 6 og ákvað ég því að reyna að sjá til að skottið svæfi lengur í dag sem og hún gerði þessi elska - gæti reyndar verið vegna þess að hún er sárlasin
Hrönn mín málið er að við erum með rándýrar myrkvunargardínur sérsaumaðar og allt en þær virkuðu nú ekki eins og þær eiga að gera svo ákveðið var að reyna að bæta þetta aðeins
Dísa Dóra, 13.4.2008 kl. 10:28
Ég vakna líka alltof snemma.Verður maður ekki barn aftur?Held að það ferli sé að byrja hjá mér.hahahahaha
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 15:35
Eftir að það fór að birta svona mikið þá sé ég ryk allsstaðar og er alltaf að þrífa, held bara að ég þurfi að fá mér myrkvunargluggatjöld svo ég geti slakað aðeins á ...
Maddý (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 23:23
Ég þyfti að endurgera þessa mynd þarna uppí horni hjá þér !!
Maddý (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.