. - Hausmynd

.

En hvernig á að manna fleiri leikskóla??

Þegar ekki gengur einu sinni að manna þá sem að fyrir eru??  Það gleymist yfirleitt að hugsa út í þau mál þegar svona er slegið upp sem einhverju voða flottu og jákvæðu.  Vissulega flott og jákvætt að það eigi að fjölga leikskólum en er ekki betra að byrja á að manna þá leikskóla sem þegar eru til sem og að sjá til þess að laun starfsmanna á leikskólum verði þannig að í framtíðinni geti fleiri hugsað sér að starfa á þessum vettvangi?  Þannig væri úrræði sem þetta mjög gott mál því þá væri nokkuð öruggt að þessi þjónustu virkilega nýttist foreldrum og börnum.
mbl.is Leikskólum og dagforeldrum fjölgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Held það væri betra ef þeir bættu kjör dagforeldra og leikskólakennara.  Það er það sem vantar upp á.  ENgin hefur neitt af mannlausum nýjum og bættum byggingum með flottu plani.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.4.2008 kl. 16:46

2 identicon

Gæti ekki verið meira sammála ykkur. Ég er líka leikskólakennari og það er ekki aðalvandamálið með húsnæði heldur er það manneklan sem er að ganga frá þessari þjónustu.   En hvað vita svo sem þessi ráðamenn???  Hefur sýnt sig æði oft að þeir vita lítið sem ekki neitt um leikskólastarfsemina eða hvernig best sé að reka þann hlekk í rekstrarkeðjunni.

Óskin (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 16:52

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Blessi þig

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 17:31

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábær pistill

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.4.2008 kl. 18:04

5 Smámynd: www.zordis.com

það þýðir víst lítið að vera með fullt af ómönnuðum leikskólum og mikilvægt að viðkomandi starfsmaður sé 100% talandi á íslensku og barngóður.

Þetta er ekki alltaf auðvelt en það væri óskandi í jafn litlu samfélagi og Ísland er að þetta gæti gengið

www.zordis.com, 9.4.2008 kl. 18:45

6 identicon

Ju mikid er eg sammala ther Disa min, Til hamingju med daginn i gær

Erna Sif (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 07:54

7 identicon

Borga mannsæmandi laun væri góð byrjun

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 09:14

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.4.2008 kl. 14:51

9 Smámynd: Lovísa

Innlitskvitt

Kveðja, Lovísa.

Lovísa , 11.4.2008 kl. 09:55

10 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Það Þarf auðvita að bæta launin hjá leikskólakennurum það er ekki spurning þetta fólk er að vinna svo frábært starf.

Ég hef verið heppin með þá leikskóla sem mín börn hafa verið á að ekki hefur verið mikil mannekla og ekki mikli breiting á starfsfólki...

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 11.4.2008 kl. 10:08

11 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 11.4.2008 kl. 10:46

12 Smámynd: Solla Guðjóns

fyrst og síðast þarf að bæta laun leikskólakennara,dagmæðra og grunnskólakennara svo um munar ef vel á að takast til.

Ég hef aldrei haft skilning á því að þessu ábyrgðar miklu og krefjandi störf eru svona lítils metin.

Solla Guðjóns, 11.4.2008 kl. 11:00

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hækka launin, það er eina ráðið.
Knús inn í helgina
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband