. - Hausmynd

.

Happatalan mín varð 46 í dag :)

Já hvað er þá happatala?  Sennilega margir sem spurja sig þess núna Wink

Fyrir nokkrum árum hlustaði ég á erindi hjá búddistum þar sem verið var að tala um aldur og fleira.  Þar var talað um að við ættum í raun aldrei að tala um aldur eða að maður eldist, heldur ætti að tala um og hugsa um happatölu í staðinn.  Við erum nefnilega ótrúlega heppin að fá að eyða tímanum hér og heppin ef að árin bætast við.  Ég fékk þetta erindi en þvi miður finn ég það ekki í fórum mínum sama hvað ég leita.  Finn það sennilega seinna þegar ég er að leita að einhverju allt öðru Wink

En ég heillaðist semsagt af því að tala um happatölur og hef síðan reynt að tileinka mér það Smile  Ég er líka alveg á því að allt sé fertugum fært og verð að segja að árin eftir að ég varð fertug hafa bara orðið betri og betri.  Reyndar var sá afmælisdagur mjög óvenjulegur og ég svo upptekin að ég mátti varla vera að því að tala við fjölskyldu mína Blush  Ástæðan var sú að vinir mínir og félagar kröfðust þess að samtökin Styrkur - úr hlekkjum til frelsis (sem ég er formaður og stofnandi að) yrðu stofnuð þennan dag.  Fannst það svo flott að stofna þessi samtök sem voru mér svo mikilvæg á þessum degi mínum.  Ég samþykkti það en hefði líklega aldrei gert það hefði mig grunað hve mikil vinna var í sambandi við þetta og allt í kring - sem jú olli því að ég mátti ekki vera að því að eiga afmæli LoL  Eftir á finnst mér þó voða vænt um að samtökin voru stofnðu einmitt þennan dag og þakka því vinum mínum fyrir þetta í dag.  Já því eru samtökin að eignast happatöluna 6 í dag Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn sæta

Hrönn Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 13:04

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Hjartanlegar hamingjuóskir til þín og samtakanna þinna í tilefni dagsins. Megið þið bæði lengi lifa.

Fjóla Æ., 9.4.2008 kl. 13:21

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Til hamingju með daginn.

(Talan mín er 33) 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.4.2008 kl. 13:36

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Til hamingju með það.

Guðjón H Finnbogason, 9.4.2008 kl. 14:43

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dísa Dóra til hamingju með töluna þína og ég ætla að þakka fyrir það með þér að þú skulir hafa fengið að njóta hennar.
Þú ert lánsöm kona.
                                 Kærleikskveðjur 
                                     Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 16:26

6 Smámynd: Dísa Dóra

Takk fyrir hamingjuóskirnar elskur

Guðmundur - já þetta er svo sannarlega happadagur

Alfa - litla skottið er örugglega löngu búin að ákveða sinn dag og það kemur í ljós fljótlega hvaða dagur það er

Ásdís - já segðu!!  Tíminn líður svo sannarlega hratt.

Milla - ó já ég er svo sannarlega lánsöm kona í dag

Dísa Dóra, 9.4.2008 kl. 16:47

7 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Til hamingju með afmælið!

Þórdís Guðmundsdóttir, 9.4.2008 kl. 20:25

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Svolítið seint hér en... Til hamingju með nýju happatöluna þína

Sporðdrekinn, 10.4.2008 kl. 13:34

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ennþá seinni....... en sama happatala, hjúkket. 

Innilega til hamingju með 46.     Ég er alveg sammála þér með það að lífið verður betra eftir fertugt.

Anna Einarsdóttir, 10.4.2008 kl. 22:19

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Flott þetta happatalan mín orðin 46........Til hamingju með daginn dúlludós og samtökin....

Allt er fertugum fært humm ég á eftir 1 og 1/2 ár á þeim frábæra aldri.

Solla Guðjóns, 11.4.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband