31.3.2008 | 17:51
Vér mótmælum allir!!
Fékk þetta sent áðan og styð þetta heilshugar - hvet ykkur til að styðja þetta einnig og áframsenda á ykkar póstlista.
Halló allir saman
Eins og fram hefur komið í fréttum sjónvarps og útvarpinu hafa bílstjórar á vörubílum og treilerum efnt til mótmæla vegna hækkun eldsneytis og munu þeir gera þetta áfram næstu daga. Mér finnst þetta meiri háttar hjá þeim og synd að við Íslendingar skulum ekki standa meira saman þegar eitthvað svona ber að dyrum. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, svo eitthvað sé nefnt, þá stendur hver þjóð saman og gera eitthvað rótækt og því þykir mér synd að við svona lítil þjóð skulum ekki geta staðið betur saman.
Ég skora því á ykkur, alla landsmenn, að standa saman og mótmælum allri þessari hækkun sem er á leið til okkar og sem komin er og flauta bara eitthvað skemmtilegt ef þið lendið í biðröð með stóru bílunum og einnig skora ég heldur betur á ykkur að fara EKKI í eina einustu búð þriðjudaginn 1. apríl. Það er alveg hægt að versla á mánudaginn og miðvikudaginn en við skulum standa saman og fara EKKI í búð á þriðjudaginn vegna þeirra hækkunar sem eru að koma á mjólkurafurðina og fleira :)
ÍSLENDINGAR!! STÖNDUM SAMAN
Áfram sendið þetta á alla sem þið þekkið :D
Baráttu kveðjur
Athugasemdir
Frábær hugmynd.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.3.2008 kl. 18:30
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 19:06
Stoppum allar flugvélar í tvo daga.Kaupum ekki landbúnaðarvörur í viku.
Guðjón H Finnbogason, 31.3.2008 kl. 19:29
JÁ
Bless inn í nóttina
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 31.3.2008 kl. 19:52
Vona að þetta virki og að fólk taki höndum saman!
Takk fyrir mig!
www.zordis.com, 31.3.2008 kl. 22:59
Frábært framtak
Enginn búðarferð hjá mér á morgun
Erna Björk Svavarsdóttir, 31.3.2008 kl. 23:59
Komið í póst
Sporðdrekinn, 1.4.2008 kl. 01:06
Frábært.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 1.4.2008 kl. 09:51
Ah, verst að ég sá þetta ekki fyrr, fór nefnilega í búð í dag, hefði sleppt því til að sýna samstöðu!
Huld S. Ringsted, 1.4.2008 kl. 21:52
Ég las þetta náttúrlega löngu eftir að ég var búin að fara í mína búð en þetta er gott framtak og nauðsynlegt að halda þessum málefnum lifandi.
Þórdís Guðmundsdóttir, 1.4.2008 kl. 23:30
Fór reyndar ekki í búð í dag en dóttir mín fór því mig vantaði bara smotterí hafðu ljúfa nótt mín kæra
Brynja skordal, 2.4.2008 kl. 01:13
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.4.2008 kl. 19:08
Solla Guðjóns, 4.4.2008 kl. 05:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.