. - Hausmynd

.

Glansandi sjálfrennireið

Við hjónakornin ákváðum í morgun að vera rosa dugleg og gera það sem hefur verið þörf á að gera LENGI - það er að þvo og bóna bílinn okkar, enda var hætt að sjást í hann fyrir tjöru og skít.

Farið var til foreldra minna og fengin lánuð aðstaða þar, háþrýstidæla og bílskúr.  Síðan var þvegið og bónað á fullu á meðan litla skottið svaf sem fastast.  Núna er bíllinn glansandi fínn hérna í hlaðinu.

Hins vegar ákváðum við að fara ekki á listasýninguna hennar Zordísar þrátt fyrir að mig dauðlangaði því enn er ég hálfkvefuð og mjög hás og lítla skottið með háan hita.  Sök sér að fara á milli húsa og hún sofi þar í bóli í stað hér en maður fer nú ekki meira með skottið.  Svona nema að læknavaktin verður nú sennilegast heimsótt í fyrramálið í annað skiptið þessa vikuna.  Hví er það að maður þarf alltaf að koma að minnsta kosti 2 x til þessara blessuðu lækna til að þeir fáist nú til að viðurkenna að ehv sé að og geri ehv í því?  En í sambandi við listasýninguna og að hitta mína kæru bloggvini þá verð ég bara að segja og hugsa að koma tímar koma ráð Smile

Hér er svo sætustu mín að sýna hvað er fyrir henni haft Whistling

mynd_DTyggq

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Ahhhh litla flottust!! hehehe  Góðan bata, mæðgur!

Hugarfluga, 21.3.2008 kl. 18:10

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hún er krútt - eins og mamma sín ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 21.3.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús knús og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.3.2008 kl. 22:43

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Litli dúllurassinn.  Ég var einmitt að hringja í þig í dag til að fá far, en fór svo með Hrönn og systir hennar.  Það var rosa gaman og margir bloggarar á staðnum, en það verður aftur sýning í ágúst og þá fleiri bloggarar.  Knús til ykkar  Easter Basket

Ásdís Sigurðardóttir, 22.3.2008 kl. 00:43

5 Smámynd: Dísa Dóra

Fluga og Ásdís Emeía - takk takk jú litla er flott   Ásdís mín þú kemur bara seinna.

Hrönn -

Móðir - já hefði verið gaman að hitta þig en koma tímar koma ráð

Ásdís - sá að þú hafðir hringt en gott að þú fékkst far

Dísa Dóra, 22.3.2008 kl. 09:41

6 identicon

Flott stúlka.Gleðilega páska

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 19:40

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gleðilega páska

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.3.2008 kl. 23:24

8 Smámynd: Solla Guðjóns

 

GLEÐILEGA PÁSKA......

Solla Guðjóns, 23.3.2008 kl. 03:37

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Blessi þig í Ljósi

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 09:08

10 Smámynd: SigrúnSveitó

Gleðilega páska

SigrúnSveitó, 23.3.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband