. - Hausmynd

.

Hærri miskabætur fyrir meiðyrði en heimilisofbeldi

var yfirskrift fréttar á stöð 2 í kvöld.  Þar var verið að fjalla áfram um það sem fjallað var um í gær og ég bloggaði hér um. 

Horfið á fréttina HÉR!

Ótrúlegur munur þarna á og greinilegt að það er ekki sama hvort um er að ræða Jón eða séra Jón Crying

Ég velti því enn og aftur fyrir mér hvort annað væri upp á teningum ef að kynjaskipting í heimilisofbeldismálunum væri önnur en hún er.  Það er að flestir gerendurnir væru konur og þolendurnir þar af leiðandi karlar.  Ætli dómar væru hærri ef það væri raunveruleikinn?  Í dag er jú staðreyndin að í langflestum tilfellunum eru gerendurnir karlmenn og þolendurnir konur og börn.  Hingað til hafa þó flestir dómarar verið karlmenn sem og þeir sem að semja og samþykkja lög landsins og því tel ég að það hafi áhrif á þessi mál.

Þessu þarf að breyta eins og ég hef oft áður sagt.

PS Ég hvet alla til að horfa á mannamál strax að loknum fréttum á stöð 2 á sunnudagskvöldið en þar verður fjallað nánar um heimilisofbeldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ef ég man rétt, þá var gerð lagabreyting á Alþingi fyrir nokkrum árum.... rýmkun á refsiramma í þessum málaflokki.  En dómarar landsins virðast ekki sjá ástæðu til að nýta sér það.    Þetta er svo fáránlegt að það tekur engu tali.

Anna Einarsdóttir, 7.3.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Hugarfluga

Hugarfluga, 7.3.2008 kl. 20:47

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Já einmitt er heimilisofbeldi ekki einkamál?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.3.2008 kl. 20:55

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er fáránlegt, það virðist vera meira mál að einhver tali illa um mann en að maður sé laminn

Huld S. Ringsted, 7.3.2008 kl. 21:52

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ofbeldi í hvaða mynd sem er, er ALDREI einkamál! Það á að tilkynna allt ofbeldi. En þessi dómur er undarlegur boðskapur til almennings. Ef karlinn hefði lamið karl en ekki konu, hefði hann örugglega fengið þyngri dóm...

Óskar Arnórsson, 7.3.2008 kl. 21:55

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það sem mér finnst skrítið er að flestir... allir menn eiga mömmur, ömmur og kannski systur en samt er komið öðruvísi fram við konur......... það er eitthvað að í uppeldinu.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.3.2008 kl. 21:58

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.3.2008 kl. 22:21

8 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Óskar þetta var kaldhæðni.  Sagði þetta því það er svo stutt síðan að fjölmiðlar byrjuðu að fjalla um svona mál.  Áður fyrr var þetta einkamál og maður rótar ekki í einkamálum annarra, eða hvað?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.3.2008 kl. 00:05

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta dómsmál var meira en kaldhæðni. Stundum á maður ekki orð yfir  sumt óréttlæti gegn konum. Ég horfði á viðtalið við þessa amerísku konu og er henni svo hjartanlega sammála. Ég skammast mín oft fyrir að vera íslendingur og margt af því sem er látið afskiptalaust hér, þorir maður ekki að segja frá í nágraannalöndum okkar.

Ef barn er lamið inn á heimili eins og var gert við mig sem barn, hefði ég vel getað hugsað mér á þeim tíma að einhver utanaðkomandi hefði skipt sér af því!

En af því að þetta var enn meira einkamál á þeim tíma en núna, enda er ég orðin rúmlega fimmtugur, fékk ég bara að þola barsmíðarnar í nafni friðhelgi einkalífsins.

það er hægt að misnota frelsi og friðhelgi eins og svo margt annað. Það vantar konur sem dómara í svona málum. Ég á konu og 6 börn og ég ætla bara rétt að vona að einhver brjóti "friðhelgi" mína ef ég tæki upp á því að slá konur og börn.

En friðhelgi einkalífs á að vera heilagt og á að bera virðingu fyrir. Það er satt.

En ekki á kostnað varnarlausra barna og kvenna. Það er það sem ég er á móti.

Óskar Arnórsson, 8.3.2008 kl. 00:24

10 identicon

fáránlegt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 01:11

11 Smámynd: Dísa Dóra

Friðhelgi einkalífsins gildir ekki lagalega þegar um ofbeldi er að ræða.  Hins vegar eymir ótrúlega eftir af þeirri hugsun í huga almennings og því miður allt og fáir sem grípa framm í enn þann dag í dag verði þeir vitni af ofbeldi. 

Meira að segja allt of fáir meðvitaðir um þá LAGALEGU skildu sína að tilkynna grun um ofbeldi gagnvart barni.  Já það eru nefnilega ekki bara fagfólk sem ber þá skildu heldur hinn almenni borgari einnig.

Áhugaverður punktur sem þú kemur með Gunnar um misbresti í uppeldinu.  Vissulega segi ég að það eru ekki mörg ár síðan að þolendur ofbeldis fóru að þora að tjá sig um þessi mál og því má segja að það liggi djúpt í uppeldinu að slík mál eigi ekki að tjá sig um heldur að sópa undir teppi eins og áður var gert.  Hins vegar er það okkar að breyta þessum viðhorfum og það gerum við einmitt með að opna þessa umræðu.  Þannig kennum við nýjum kynslóðum að ofbeldi er ekki eðlilegt eða afsakanlegt.  Þannig kennum við einnig að það er ekki rétt að beita aðra manneskju ofbeldi á nokkurn hátt.

Dísa Dóra, 8.3.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband